Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 78
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 58 BAKÞANKAR Bergs Ebba Benediktssonar ALDREI minnist ég þess að hafa séð töframanni mistakast – að minnsta kosti ekki að öllu leyti. En í hvert skipti sem ég sé töframann á sviði þá smíða ég viðbragðsáætlun í höfði mínu um hvað ég myndi gera ef honum mistæk- ist. Ég smíða þessa viðbragðsáætlun því ég vil alls ekki að honum mistak- ist. Það er ekki vegna þess að ég hafi áhyggjur af töframanninum sjálfum heldur hef ég frekar áhyggjur af sjálfum mér. DÆMIGERÐ viðbragðsáætlun er til dæmis að brynja sig fyrir óförun- um. Best er að stilla væntingum í hóf, vera sáttur ef töfrabragðið heppnast aðeins að hluta og helst byrja að klappa áður en bragðið er fullframið. Segja upphátt við sessunauta sína: „Nei, vá, er meira?“ þegar töframaður- inn dregur kanínu upp úr hatti sínum eftir að hafa snarað hattinum fram á töframannslegan hátt (eins og það eitt og sér væri nóg fyrir mann). Það er nefni- lega hundfúlt að þurfa að standa upp og biðja um endurgreiðslu. VIÐ erum öll stödd í leikhúsi og fyrir mörgum mánuðum var töframaður kynntur á svið. Hann heitir Sigmundur Davíð. Hann lofaði töfrabrögðum en við erum ekki enn farin að sjá þau. Allt í kringum mig er fólk að setja viðbragðs- áætlun í gang. Mistök eru ómöguleg. Það er ekki hægt að sjá töframanni mistak- ast. Það vill enginn sjá það. Það er ekki vegna þess að við höfum áhyggjur af töframanninum Sigmundi. Það er vegna þess að við höfum áhyggjur af okkur sjálfum. Það er ömurlegt að horfa á mis- tök. Sérstaklega þegar hátt er reitt til höggs. ÞAÐ er töframaður á sviðinu, uppá- búinn í kjólfötum. Salurinn er fullur af fólki – það er uppselt – og miðaverðið var hátt. Hann stendur með hattinn sinn, honum er að mistakast og það er veru- lega óþægilegt að horfa á það. Það er líka óþægilegt að þurfa að standa upp á miðri sýningu og biðja um endurgreiðslu – biðja miðasölustúlkuna um eitthvað sem töframaðurinn sjálfur var búinn að lofa. Það er óþægilegt en það er að gerast. Töframaður á sviðinu Bandaríska indírokksveitin Yo La Tengo kemur fram í Hörpu í kvöld í tengslum við Iceland Airwaves. Þetta er í fyrsta sinn sem tríóið kemur fram hér á landi. Yo La Tengo var stofnuð árið 1984 af hjónunum Ira Kaplan og Georgia Hubley. Fyrsta platan þeirra, Ride the Tiger, leit dags- ins ljós tveimur árum síðar. Árið 1993 gekk James McNew bassa- leikari til liðs við sveitina og sama ár hóf Yo La Tengo samstarf við útgáfuna Matador. Tríóið hefur lengi verið eftirlæti gagnrýnenda en ekki notið meginstraumsvin- sælda, enda tónlistin oft á tíðum tilraunakennd, lágstemmd og inn- hverf. McNew veitti Fréttablaðinu viðtal í vikunni og segir hann fátt skemmtilegra en að vera hluti af hljómsveit. Sveitin hefur verið starfrækt í nokkra áratugi, finnst ykkur enn jafn gaman að koma fram saman? „Okkur finnst skemmtilegra að spila saman í dag en áður. Við erum orðnir svo góðir vinir eftir allan þennan tíma og svo er líka bara mjög gaman að vera í hljóm- sveit. Ég mæli með því! Maður fær tækifæri til að skoða heim- inn í tengslum við vinnuna og það eru mikil forréttindi,“ segir hann. Hvernig farið þið að þegar þið semjið tónlist? „Flestar hugmyndirnar koma á „jam-æfingum“. Oftast heyr- ir eitthvert okkar laglínu eða takt í því sem við gerum í slík- um tímum og úr því verða lög. Þetta ferli tekur langan tíma og er alls ekki hagkvæmt, þeir hjá Matador myndu örugglega held- ur kjósa að við mættum í hljóð- ver klukkan níu og værum þar til fimm á daginn og kláruðum plöturnar þannig,“ segir hann en bætir svo við: „Ég tek þetta til baka, þeir mundu örugglega ekki kjósa það fram yfir hitt. En til að svara spurningunni, þá erum við hljómsveit og við semjum efni okkar sem hljómsveit. Þetta er mjög skemmtilegt og gefandi ferli.“ Þið eigið marga aðdáendur víða um heim en hafið ekki notið meg- instraumsvinsælda, var það ein- hvern tímann draumurinn? „Við erum fullkomlega sátt við að vera „underground“ hljóm- sveit. Okkar markmið var aldrei að öðlast heimsfrægð og ég hef aldrei hugsað með mér: „Ég vildi óska að við værum eins og Sma- shing Pumpkins.“ Okkur hefur gengið mjög vel, við vinnum við að vera í rokkbandi og í mínum augum er það velgengni.“ Þekktuð þið til Iceland Air- waves-hátíðarinnar áður? „Já, ég heyrði fyrst af henni fyrir tveimur árum. Þegar okkur var svo tilkynnt að við ættum að koma fram á hátíðinni þá fór ég að fylgjast enn betur með henni.“ Tilkynnt? Ræður einhver annar för og þið bara hlýðið? „Já, við gerum það sem okkur er sagt,“ segir McNew og hlær. „Við erum með umboðsmenn sem halda utan um allt skipulag fyrir okkur og sjá til þess að við mætum á réttan stað á réttum tíma. En þetta er auðvitað gert í samráði við okkur.“ Eruð þið spennt fyrir Íslands- heimsókninni? „Ég verð að viðurkenna að ég veit svo gott sem ekkert um land- ið, sem gerir þetta mjög spenn- andi. Ég hlakka mikið til að skoða mig um í Reykjavík. Við fáum einn dag til að skoða okkur um áður en við höldum af stað til Frakklands. Ísland er fyrsta stoppið í tónleikaferðalagi okkar,“ segir hann að lokum. Yo La Tengo kemur fram í Silf- urbergi klukkan 23.30 í kvöld. Mælir með því að vera í hljómsveit James McNew, bassaleikari Yo La Tengo, veit fátt skemmtilegra en að vera í hljómsveit. Tríóið kemur fram í Hörpu í kvöld í tengslum við Airwaves. VINSÆL HLJÓMSVEIT Yo La Tengo kemur fram í Hörpu í kvöld í tengslum við Airwaves. Hljómsveitin hefur verið starfrækt frá árinu 1984. CAPTAIN PHILLIPS 6, 9 INSIDIOUS: CAPTER 2 8, 10:20 MÁLMHAUS 5:50 ABOUT TIME 9 AULINN ÉG 2 - ÍSL TAL 6 2D The New York Times Los Angeles Times Empire ÍSL TAL H.V.A. FBL H.S. MBLV.H. DV 5% EGILSHÖLLÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI KEFLAVÍK THE HOLLYWOOD REPORTER ENTERTAINMENT WEEKLY VARIETY LOS ANGELES TIMES VARIETYQC THE HOLLYWOOD REPORTER EMPIRE EMPIRETOTAL FILM SJÁ SÝNINGARTÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas SMÁRABÍÓ BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS CAPTAIN PHILIPS KL. 8 - 10.30 INSIDIUS CHAPTER 2 KL. 8 - 10 KONAN Í BÚRINU KL. 6 / MÁLMHAUS KL. 6 THOR 2 KL. 5.30 - 8 - 10.30 THOR 2 LÚXUS KL. 5.30 - 8 - 10.30 CAPTAIN PHILIPS KL. 5 - 8 - 10.45 INSIDIUS CHAPTER 2 KL. 8 - 10.20 Í ÚKONAN B RINU KL. 5.45 - 8 - 10.15 MÁLMHAUS KL. 5.45 Ú ÓT RB 2D Í SL.TAL KL. 3.30 AULINN ÉG 2 2D KL. 3.30 Miðasala á: og HÁSKÓLABÍÓ CAPTAIN PHILIPS KL. 8 - 10.15 FRANCES HA KL. 6 Í ÚKONAN B RINU KL. 5.45 - 10 GRAVITY 3D KL. 8 - 10.50 ÁM LMHAUS KL. 5.45 - 8 - 10.15 HROSS Í OSS KL. 6 - 8 -H.V.A., FBL - H. S., MBL-S.B.H., MBL EMPIRE BEINT Á TOPPINN Í USA! -A.F.R., KVIKMYNDIR.IS EMPIRE THE NEW YORK TIMES 95% Á ROTTEN- TOMATOES.COM “SKEMMTILEGASTA ÍSLENSKA KVIKMYND SEM ÉG HEF SÉÐ LENGI!” - BERGSTEINN SIGURÐS- SON, DJÖFLAEYJAN RÚV EMPIRE TOTAL FILM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.