Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 30
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 30 Til hamingju með nýju Vín- búðina, ráðherra Vínbúð ríkisins opnaði nýverið breytta og bætta ver s lu n v ið Stekkjarbakka í Reykjavík. Af því tilefni lét Vínbúðin birta heilsíðuaug- lýsingar í bæði Fréttablaðinu og Morgunblaðinu, nánar tiltekið hinn 23. októ- ber sl. Viðskiptavinir, nýir sem gamlir, eru boðnir velkomnir – væntanlega svo þeir geti kynnt sér vörurnar sem búðin selur. Vörurnar eru, eins og allir vita, ekkert annað en áfengir drykkir. Er þetta í alvörunni eðlilegt? Þ.e. að íslenska ríkið auglýsi sölu áfengis á sama tíma og saksókn- ari ríkisins höfðar refsimál á hendur fyrirsvarsmönnum einka- fyrirtækja og íslenskir dómstól- ar dæma þá til refsingar fyrir nákvæmlega sama hlut. Sjáiði til, það er nefnilega refsivert að auglýsa áfengi á Íslandi sam- kvæmt áfengislögum nr. 75/1998. Í lögunum er gengið svo langt að banna allar tegundir áfengisaug- lýsinga auk þess sem ekki má einu sinni sýna meðferð á áfengi í auglýsingum. Í umræddri auglýs- ingu Vínbúðarinnar hafði mynd- arlegt starfsfólk verslunarinnar raðað sér upp fyrir framan mik- ilfenglegt úrval verslunarinnar af koníaki. Í þessu felst stórmerkilegur tvískinnungur íslenskra stjórn- valda. Að þeirra mati er ekk- ert athugavert við að refsa ein- staklingum, jafnvel fangelsa þá, fyrir það eitt að auglýsa löglegar vörur á sama tíma og fyrirtæki á vegum ríkisins gerir nákvæm- lega það sama. AUGLÝSINGAR Haukur Örn Birgisson hæstaréttar- lögmaður ➜ Góð reynsla er af sjálf- stæðum rekstri grunnþjón- ustu annars staðar í heim- inum, til dæmis í Svíþjóð. ➜ Í þessu felst stórmerkileg- ur tvískinnungur íslenskra stjórnvalda. Vinstri menn á Íslandi eru leynt og ljóst á móti því að gera sjálfstæðum aðilum kleift að taka að sér rekst- ur grunnþjónustu. Rök þeirra eru m.a. þau að slíkt fyrirkomulag leiði til mis- munandi þjónustu, þar sem hinir efnameiri fái meira en þeir efnaminni. Þrátt fyrir þau mótrök, að þann- ig fái allir betri þjónustu, er lítil hreyfing á málinu. Staðan í Reykjavík er þessi: Mikill skortur er á þjónustu fyrir fatlaða, aldraða og aðra sem þurfa á aðstoð að halda. Þrátt fyrir að það sé lögbundin skylda sveit- arfélagsins að veita þjón- ustuna eru biðlistar því miður staðreynd. Þjónustu- þörf í Reykjavík vex mjög hratt. Hér búa margir sem þurfa á hjálp að halda og öldruðum á eftir að fjölga gríðarlega á næstu ára- tugum. Því er ljóst að við verðum að skoða vandlega hvernig við nálgumst það verkefni að veita mann- sæmandi lögbundna grunnþjónustu. Hagsmunasamtök eru gagnrýnin á viðhorf borgarinnar eins og þau birtast í reglum um stuðningsþjón- ustu. Gagnrýnin felst í því að regl- urnar samrýmist ekki nútíma hug- myndafræði og verulega skorti á að lögð sé áhersla á sjálfstætt líf og sjálfsákvörðunarrétt fólks. Enn sé leitað í hópalausnir, stofnanahugs- un sé ríkjandi, miðstýring óþarf- lega mikil og áhersla á jafnræði komi í veg fyrir einstaklingsmið- aða þjónustu. Góð reynsla Góð reynsla er af sjálfstæðum rekstri grunnþjónustu annars staðar í heiminum, til dæmis í Svíþjóð. Þar þótti mikil ástæða til þess að leyfa fólki að njóta þeirra kosta sem sjálfstæðari og sveigj- anlegri þjónustueiningar hafa upp á að bjóða. Einkarekstri í grunn- þjónustu hefur verið tekið fagn- andi bæði í skóla- og heilbrigðis- kerfinu. Fé fylgir þörf og þeir sem reka þjónustueiningar geta ekki valið sér viðskiptavini held- ur velur viðskiptavinurinn þjón- ustuaðilann. Þannig má koma í veg fyrir að þeim efnameiri standi annað til boða en þeim efnaminni Breytt nálgun – betri þjónusta SAMFÉLAG Áslaug María Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisfl okksins í Reykjavík Á bráðskemmtilegan og einlægan hátt lýsir höfundur föðurhlutverkinu og öllu sem því viðkemur. Drepfyndin lýsing sem snertir streng hjá þeim sem lesa. Bókin er einnig komin út í Þýskalandi og hefur hlotið frábærar viðtökur. Pabbinn er skáldsaga – byggð á sönnum atburðum. Þetta gerðist svona, en samt ekki alveg … Bygg ð á hi num vinsæ la ein leik P abba num sem h efur s legið í gegn í um 20 lö ndum . hvað grunnþjónustuna varðar. Með einmitt þessari breyttu nálg- un gátu Svíar bætt afköst í heil- brigðiskerfinu og breytt nálgun í skólakerfinu skilaði betri námsár- angri nemenda. Í þessari umræðu ber mikið á því að hræðsla er við að láta „hvern sem er“ reka þjónustu. Með skýrum kröfum og skilyrð- um sem rekstraraðilar, hverjir sem það eru, verða að uppfylla og fylgja má tryggja gæði. Mjög mikilvægt er að skilgreina þess- ar kröfur. Að sama skapi verðum við að gera okkur grein fyrir því að þessi gæði eru engan veginn tryggð þó að opinberir aðilar sjái um þjónustuna eins og nú er og svo margir vilja halda. Eitt stærsta verkefni Reykjavík- urborgar næstu ár er að takast á við breytingar á samfélaginu. Því miður hefur meirihlutinn í Reykja- vík verið áhugalaus um að taka rekstur og útfærslu grunnþjónust- unnar í Reykjavík til gagngerrar skoðunar. Engu að síður eru mörg teikn um að slíkt sé óhjákvæmilegt til þess að hægt verði að veita lög- bundna þjónustu í næstu framtíð og mæta fyrirsjáanlegri aukinni þörf. Í því skyni er full ástæða til að líta til velferðarsamfélaganna annars staðar á Norðurlöndum. Við eigum að nýta það sem vel hefur gefist til þess að bæta þjón- ustuna en láta ekki rakalausar kreddur standa í vegi fyrir eðli- legum og nauðsynlegum umbótum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.