Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 24
31. október 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Sara McMahon sara@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is F járhagsáætlunin, sem meirihluti Bezta flokksins (eða eigum við að segja Bjartrar framtíðar?) og Samfylkingar- innar leggur fram fyrir komandi kosningaár í Reykjavík gerir ráð fyrir að afgangur verði á rekstri borgarinnar. Það er gott og göfugt markmið. Hins vegar er ekki sama hvernig því er náð. Leiðin sem meirihlutinn kýs að fara er auðvelda leiðin; að senda borgarbúum reikninginn í formi gjaldskrárhækkana, sem í mörgum tilvikum eru tilfinnanlegar. Þannig hækkar gjaldskrá leikskóla um allt að ellefu prósentum og hjón munu þurfa að borga um 2.300 krónum meira á mánuði fyrir leikskólabarn. Skólamatur- inn hækkar um þúsundkall á mánuði og sorphirðugjald fyrir svarta tunnu um tæpan tvöþúsundkall. S. Björn Blöndal, aðstoðarmaður Jóns Gnarr borgarstjóra, segir í Fréttablaðinu í gær að það hafi orðið „ákveðin vísitöluhækkun“ en mikið af þessum gjaldskrárhækkunum er augljóslega langt umfram verðbólgu. Fyrir nú utan það að þeir sem hækka gjaldskrár og réttlæta það með vísitölunni, stuðla að því að vísitalan hækki enn meira, verðbólgubálið brenni heldur glaðlegar og höfuðstóll húsnæðis- skuldanna okkar hækki. Það er í rauninni uppgjöf fyrir verkefni borgarstjórnarinnar að velta þannig vandanum yfir á borgarbúa. Það verða heimilin í borginni, ekki sízt barnafjölskyldurnar, sem munu þurfa að hag- ræða í sínum rekstri í stað þess að borgin taki til í sínum. Útsvarið er komið í topp og þá er gripið til þess ráðs að hækka gjöld fyrir þjónustu. Það er borgarbúum ósköp lítil huggun þótt borgar- stjórinn segi að gjaldskrár borgarinnar séu með þeim lægstu hjá sveitarfélögum í landinu. Þúsundkallarnir sem þeir missa úr vesk- inu eru alveg jafnfjarverandi í heimilisbókhaldinu. Júlíus Vífill Ingvarsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, vísar í Fréttablaðinu í gær til útreikninga sem sýna að fjöl- skylda með þrjú börn muni á næsta ári þurfa að borga 440 þúsund krónum meira í skatta og gjöld til borgarinnar en hún gerði í upp- hafi kjörtímabilsins. Flesta munar nú bara talsvert um þá upphæð. Þessi vinnubrögð eru til marks um að sú gagnrýni er réttmæt, að hjá meirihlutanum sé stefnan óskýr og forgangsröðin ekki á hreinu. Hann vilji bara gera alls konar og ekki taka erfiðar ákvarðanir um hvort eitthvað af því þurfi að mæta afgangi, heldur rukka borgarbúa um það sem á vantar. Það er mikið til í því sem Hildur Sverrisdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í grein í Fréttablaðinu í gær, að líklega myndi það hjálpa ef borgarfulltrúar þyrftu augliti til auglitis að taka við skattpeningunum úr hendi skattgreiðenda í borginni. Það er nefnilega svo dæmalaust auðvelt að senda bara út aðeins hærri reikninga til hins andlitslausa fjölda. „Það væri ekki eins auðvelt að biðja borgarbúa að koma aftur í Ráðhúsið og standa aftur í röð til að borga aðeins meira – og líklegra að kerfið myndi rýna tölurnar betur til að þurfa ekki að biðja þá um það,“ skrifar Hildur. Jafnvel í nýjum tíuþúsundköllum væri það býsna þykkt seðlabúnt sem fjölskyldufólk í borginni þyrfti að koma með í Ráðhúsið til að mæta skatta- og gjaldahækkunum á kjörtímabilinu. Það er ekki til marks um góða fjármálastjórn, þótt látið sé í annað skína. Þvert á móti var auðvelda leiðin farin – fyrir kerfið og pólitíkusana. Borgarbúum er enn á ný sendur reikningurinn: Auðvelda leiðin Það er eins og að aukin skuldsetning veki aldrei neina eftirtekt fyrr en eftir að skuldirnar hafa komið viðkomandi fyrir- tæki eða stofnun í stórkostleg vandræði. Dæmin um þetta eru mýmörg, allt frá skuldasöfnun Orkuveitunnar í byrjun síðasta áratugar til skuldasöfnunar fjár- festingarfélaga árin fyrir hrun. Í stjórn- málum er þetta erfitt við að eiga. Sá sem er við völd matreiðir niðurstöðuna eftir eigin höfði og beinir kastljósinu að þægilegri hlutum en skuldasöfnuninni. Staðreyndin er sú að góður rekstur greiðir niður skuldir á meðan vondur rekstur eykur skuldir. Þegar þetta grund- vallaratriði er skoðað hjá Reykjavíkur- borg, þeim hluta rekstrarins sem snýr að kjarnanum í rekstri borgarinnar, sést að yfirstandandi kjörtímabil hefur reynst Reykvíkingum dýrt. Þegar núverandi meirihluti skilar lyklunum að borginni á næsta ári skilur hann eftir 17 milljarða viðbótarskuldir í fanginu á Reykvíking- um. Þegar hann tók við voru vaxtaberandi skuldir borgarinnar 5 milljarðar en verða 22 milljarðar í lok næsta árs. Þetta flokk- ast undir vondan rekstur. Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. Og það versta er að aldrei áður hefur nokkur meirihluti skilað af sér áætl- un með þvílíku gapi milli skatttekna og útgjalda til grunnþjónustu. Það á að sækja sjötíu milljarða í skatttekjur frá borgar- búum og það á að eyða áttatíu milljörðum til málaflokka borgarinnar. Mínusinn er tíu milljarðar. Hér er eytt um efni fram svo um munar. Þetta gerist á sama tíma og gjaldskrár hækka langt umfram verðlagsþróun. Hækkunin nemur 440 þúsund krónum á ári á hverja fjölskyldu í Reykjavík. Í samhengi jafnvægis í efnahagsmálum og kjarasamn- inga er þetta óábyrgt. Aðilar vinnumark- aðarins vilja gera kaupmáttarsamninga í stað þess að einblína á launahækkanir sem bæta í verðbólguna. Reykjavíkurborg kipp- ir þannig einni af stoðunum undan mögu- leikunum á slíkum samningum og stöðug- leika í íslensku efnahagslífi. Fjárhagsáætlun borgarinnar ætti að snú- ast um breytta forgangsröðun og hagræð- ingu. Meirihlutinn nefnir varla hagræð- ingaraðgerðir heldur talar um sókn á öllum sviðum. Sókn sem mun verða borgarbúum dýrkeypt verði blaðinu ekki snúið við hið fyrsta. Vondur rekstur eða góður? FJÁRMÁL Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi ➜ Viðbótarskuldir á kjörtímabilinu eru 350 þúsund krónur á hverja einustu fjölskyldu í Reykjavík. REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR HEYRNARTÓL Vinsælu Noontec komin til Ísl n s T nnun o æ l us l mu e num luetoot S m n t nle o kom me e ok Hæ t s il t nlistin l ust eint s m num o t l s m nn me sn u sem l i 19.990 NOO-ZOROWIRELESS Góð tillaga Liðsmenn Bjartrar framtíðar lögðu fram góða þingsályktunartillögu í gær. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela forseta Alþingis að móta stefnu fyrir Alþingi um notkun samfélagsmiðla til að auka sýnileika Alþingis með það að leiðarljósi að auka upplýsingaflæði til borgaranna og bæta ímynd Alþingis.“ Það er viðeigandi að tillagan hafi verið lögð fram í gær, þegar Jón Gnarr tilkynnti að hann hygðist hætta sem borgarstjóri í vor, vegna þess að í greinargerðinni með henni er vísað til þess slík notkun samfélagsmiðla hafi gefist vel í tilfelli Jóns, sem hefur haldið úti Facebook-síðunni Dagbók borgar- stjóra lungann úr kjörtímabilinu. Bogomil og milljónamæringarnir? Jón lét þau orð falla í gær að ef Besti flokkurinn væri eins og Nirvana, þá væri Björt framtíð eins og Foo Fighters, hljómsveitin sem Dave Grohl, trommari Nirvana, stofnaði síðar. Það er áhugaverð líking. Hefði samt ekki verið nær- tækara fyrir hann að tala um Besta flokkinn sem, tja, Sykurmolana og Bjarta framtíð sem Ghost- igital? Eða Besta flokkinn sem HAM og Bjarta framtíð sem Funkstrasse? Samhengisslit Vegna skrifa í þessum dálki í gær um Magnús Örn Guðmundsson, frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, sem þar var sagður vilja „sjálfstætt Seltjarnarnes“, vill Magnús koma því á framfæri að þar hafi orð hans verið slitin úr sam- hengi. Í stefnuskrá sinni leggi hann áherslu á „sjálfstætt Seltjarnarnes án skulda“, og vísi til þess að sum sveitarfélög hafi misst tök á fjár- málum sínum og þar með glatað sjálfstæði sínu– Álftanes sé besta dæmið. Hafi einhver velkst í vafa játast það hér með að orð hans voru sannarlega slitin úr samhengi til þess eins að hægt væri að snúa út úr þeim. stigur@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.