Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 2
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS GÆÐAVÖRUR FYRIR BÍLINN Á GÓÐU VERÐI! Landsins mesta úrval bílavara ÞURRKUBLÖÐ Í flestar gerðir fólks- og atvinnubifreiða. Gæði, reynsla og gott verð! REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is EX PO - w w w .ex po .is VERSLANIR SJÖ MEÐ MIKIÐ VÖRUÚRVAL HAFNARFJÖRÐUR „Við töldum ekki tíma- bært að fara í úthlutun á þessu svæði,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, en aðeins einni lóð hefur verið úthlutað í Skarðshlíð nærri Völlunum í Hafnar- firði, en úthlutun hófst fyrir nokkrum vikum. Fréttablaðið greindi frá því þegar úthlutunin hófst og bentu sjálfstæðis- menn þá á áhugaleysi á úthlutun lóða. Um er að ræða 56 einbýlishúsalóðir, tvö parhús, ellefu raðhúsalóðir og sjö fjöleignarhús sem standa áhugasömum til boða. Byggðin muni í heild rúma um tvö þúsund íbúa en nú er einungis um fjórðungur lóðanna laus til umsóknar. Rósa segir mikilvægt að bæta vegtengingar inn og út úr Vallasvæðinu og Skarðshlíð og segist efins um að bæjar- félagið hafi sem stendur efni á uppbyggingu á þjónustu í nýju hverfi. „Eins og staðan er núna eru ekki forsendur fyrir því. Áherslan ætti að vera á að klára frágang í öðrum hverfum bæjarins og bæta vegtengingar að nýjustu íbúða- og atvinnusvæðunum,“ segir Rósa. - vg Úthlutun á lóðum í Skarðshlíð í Hafnarfirði gengur hægt fyrir sig: Aðeins ein lóð seld í Skarðshlíð UPPBYGGING Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Hafnar- firði segir Hafnarfjörð ekki hafa efni á uppbyggingu á þjónustu í Skarðshlíð. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt Guðmund Frey Magnússon, 33 ára Siglfirð- ing, í þriggja ára fangelsi fyrir rán í janúar í fyrra. Guðmundur á sér langa brotasögu. Í þetta sinnið er hann dæmdur fyrir að hafa slegið bræður, fædda 1990 og 1994, og hótað þeim öðru ofbeldi ef þeir greiddu ekki skuld sem hann taldi hafa myndast þegar fíkniefnasending misfórst. Vitni að málinu segir hann meðal annars hafa hótað nauðgunum. Hann tók af þeim fartölvu og síma sem sá yngri hafði fengið í jólagjöf frá ömmu sinni. Þremur vikum síðar komu bræðurnir í fylgd ömmunnar á lögreglustöð og kærðu ránið. Guðmundur er með fjölda dóma á bakinu, meðal annars einn þriggja og hálfs árs fangelsisdóm frá 2007 fyrir tilraun til ráns, fjársvik, brennu, nytjastuld og þjófnað. Þá fékk hann í febrúar hálfs árs dóm í Danmörku fyrir líkamsárás. Eftirstöðvar þess- ara dóma eru nú dæmdar upp. Í dómnum kemur fram að Guð- mundur Freyr hafi tekið sig á, gert raunhæfa tilraun til að vinna bug á fíkniefnamisnotkun sinni og hlýtt ráðum heimilislæknis varðandi líf- erni og bindindi. - sh Rúmlega þrítugur Siglfirðingur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir rán: Hótaði nauðgunum við rukkun RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR Pétur, er þetta heitasta sýningin í dag? „Já, það brenna allir í skinninu.“ Pétur Eggerz flytur nú einleik um ævi séra Jóns Steingrímssonar, eldklerksins sem sagður er hafa stöðvað hraunrennsli frá Skaftáreldum. FARTÖLVA Guðmundur rændi meðal annars fartölvu af bræðrunum. STJÓRNSÝSLA Fjármögnunarleið félags- og tryggingamálaráðuneyt- isins um byggingu íbúða fyrir geð- fatlaða á Húsavík reyndist ófær. Norðurþing leitaði svara og þrýsti á lausn málsins í á annað ár. Í bókun bæjarráðs Norðurþings á þriðjudag er málið reifað, en það fjallar um fjármögnun á byggingu þriggja íbúða undir merkj - um leigufélags- ins Pálsreits ehf. Þar segir frá því að sveitarfélagið sat uppi með yfir- dráttarlán fyrir byggingarkostn- aði þar sem ekki reyndist tækni- lega mögulegt að fá lán frá Íbúða- lánasjóði eins og tillaga ráðuneyt- isins og útreikningar Fasteigna ríkisins gerðu ráð fyrir. Eins kemur fram að sveitarfélagið reyndi ítrekað, og árangurslaust, að fá svör frá ráðuneytinu [velferðar- ráðuneytinu] vegna forsendubrests um fjármögnun verkefnisins. Eins að leitað var til fjárlaganefndar Alþingis um tafarlaust uppgjör, sem og til þingmanna kjördæmisins til að þrýsta á lausn í málinu. Bergur Elías Ágústsson, bæj- arstjóri Norðurþings, segir hins vegar að eftir að bæjarráð álykt- aði hafi honum borist þær fréttir að umrædd reglugerð væri komin í gegn og því væntanlega ekkert því til fyrirstöðu að fjármögnun verk- efnisins ljúki í gegnum Íbúðalána- sjóð. „Þetta er hins vegar mál sem allir harma og það sem eftir stendur er að menn sjái til þess að sveitar- félagið bíði ekki tjón af þeirri stöðu sem kom upp. Ég hef ekki trú á öðru en menn nái sáttum í því,“ segir Bergur Elías og vísar til þess að sveitarfélagið hefur þegar greitt á elleftu milljón af 40 milljóna króna yfirdrætti vegna fjármögnunar íbúðanna þriggja. Þegar Bergur er spurður álits á því að ráðuneyti og Fasteignir rík- isins teikni upp fjármögnunarleið verkefnis af þessari stærðargráðu sem ekki er fær, verður fátt um svör. „Ég velti þessu fyrir mér líka en þetta er bagalegt,“ segir Bergur. Í bókun bæjarráðs Norðurþings stendur að rétt sé að koma því á framfæri að starfsmenn ráðuneyt- isins hafi harmað stöðuna í sam- skiptum við sveitarfélagið. Embættismenn innan velferðar- ráðuneytisins, sem komu að gerð samningsins, vikust undan því að skýra handvömm ráðuneytisins þegar haft var samband við þá í gær. svavar@frettabladid.is Handvömm leiðrétt eftir 18 mánaða bið Fjármögnunarleið ráðuneytis um byggingu íbúða fyrir geðfatlaða á Húsavík reyndist ófær. Norðurþing þrýsti á svör og úrlausn mála í á annað ár. Bæjarstjóri vonar að sveitarfélagið fái ellefu milljóna króna kostnað vegna málsins greiddan. SÆTTIR Bergur Elías Ágústsson, bæjarstjóri Norðurþings, segir mikilvægt að ná sáttum í málinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BERGUR ELÍAS ÁGÚSTSSON ■ Þann 22. desember 2010 var skrifað undir samkomulag um fjármögnun og byggingu íbúða fyrir geðfatlaða á Húsavík. Samningurinn var að til- stuðlan og tillögum ráðuneytisins. ■ Ráðuneytið skyldi leggja fram 20 milljóna stofnframlag og 40 milljóna eftirstöðvar framkvæmdakostnaðar yrðu fjármagnaðar með lántöku frá Íbúðalánasjóði. ■ Stofnað var sérstakt leigufélag, í eigu sveitarfélagsins, um bygginguna og framkvæmdir hafnar í samræmi við samninginn. ■ Um mitt ár 2012 var framkvæmdum lokið og umsóknarferli sveitar- félagsins hófst hjá Íbúðalánasjóði. ■ Lánveitingin reyndist ekki möguleg þar sem reglugerð vantaði. ■ Í eitt og hálft ár fékk sveitarfélagð engin svör um hvað yrði. ■ Reglugerðin mun vera gengin í gegn. Eftir situr sveitarfélagið með 11 milljóna króna skuld af yfirdrætti vegna framkvæmdarinnar. Lög og reglur gerðu ekki ráð fyrir láninu Í HÉRAÐSDÓMI Maðurinn vafði sig inn í dúnúlpu til að forðast myndatökur. MYND/STÖÐ 2 LÖGREGLUMÁL Þrítugur Lithái var í Héraðsdómi Reykjaness í gær úrskurðaður í gæsluvarðhald til 13. nóvember, grunaður um að hafa ætlað að smygla til landsins nokkur hundruð millilítrum af amfetamín- basa í rauðvínsflösku á þriðjudag. Maðurinn, sem var að koma frá Ósló, braut flöskuna þegar hann var færður í leitarherbergi í Leifsstöð, með þeim afleiðingum að flytja þurfti fjóra tollverði og rannsóknarlögreglumenn á bráðadeild með eitrunar- einkenni. Gæsluvarðhaldið hefur verið kært til Hæstaréttar. - sh Kærir gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms til Hæstaréttar: Basasmyglarinn í gæsluvarðhald VÍSINDI Ætla má að vísindastarf- semi við Háskóla Íslands, HÍ, skapi á fjórða milljarð króna í beinar gjaldeyristekjur á ári. Þetta skrifar Kristín Ingólfs- dóttir, rektor Háskóla Íslands, í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag. Hún segir vísindamenn við háskólann afla um 1,8 milljarða króna á ári úr alþjóðlegum sam- keppnissjóðum sem komi inn í íslenska hagkerfið sem gjaldeyr- istekjur. Auk þessara fjármuna komi svipuð fjárhæð í erlendum gjaldeyri inn í landið vegna þátt- töku vísindamanna HÍ í verkefn- um annarra innlendra stofnana og fyrirtækja. - ibs / sjá síðu 25 Rektor varar við niðurskurði: Vísindin skapa gjaldeyristekjur DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær hálffimm- tugan karlmann í níu mánaða fangelsi fyrir árás á fyrrverandi unnustu sína á heimili hennar í september í fyrra. Maðurinn, sem er með langa brotasögu, meðal annars fyrir líkamsárásir, er dæmdur fyrir að ráðast á hana þar sem hún lá í rúmi og á gólfi svefnherbergis síns, setjast klofvega yfir hana og slá hana ítrekað í höfuð og víðar og sparka í líkama hennar. Hún hlaut áverka víðs vegar á líkamanum, meðal annars togn- aði hún í vinstri hendi og fékk mar á brjóstkassa og vinstri síðu. Maðurinn hafði áður áreitt kon- una linnulítið með símtölum. - sh Margdæmdur fær 9 mánuði: Fyrrverandi unnusti lúbarði UTANRÍKISMÁL Verði af fríverslun- ar- og fjárfestingasamningi Evr- ópusambandsins og Bandaríkjanna verða áhrif af því jákvæð á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Um þetta voru norrænir viðskiptaráðherrar sammála á fundi í Ósló í gær. Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra sótti fundinn. Á vef ráðuneytisins kemur fram að lagt hafi verið til að Norðurlöndin skoði hvernig þau geti í samein- ingu farið í markaðsátak á stórum og vaxandi mörkuðum. - óká Ráðherrar hittust í Ósló: Ræddu ávinn- ing af fríverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.