Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 66
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 FIM M TU D AG U R HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Upplestur 12.00 Skál af ljóðum fer fram í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15. Háttvís ljóð verða á dagskrá að þessu sinni og verður spennandi að heyra hvað ljóð Jakob S. Jónsson og félagar draga úr pússi sínu. Ljóð, tvenns lags súpa og heimabakað brauð með húmmus og hvít- laukssmjöri kr. 1.290. Kvikmyndir 20.00 Rússneskar teiknimyndir frá árunum 2005 til 2008 sýndar í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105. Þetta eru þjóðleg ævintýri frá norðurslóðum í Rússlandi. Rúss- neski kvikmyndafræðingurinn Marina Júzhaninova kynnir myndirnar. Aðgangur ókeypis. Tónlist 20.00 Una Dóra, Guðbjörg Sigurjónsdóttir og Sigurjón B. Daðason halda tónleika í Háteigskirkju. Dagskráin er vönduð, fluttar verða Ave Maríur úr ýmsum áttum ásamt vókalísum og skemmtilegum íslenskum útúrdúr. 21.00 Kristjana Arngríms og hljómsveit hennar skemmta á Café Rosenberg. Sérstakur gestur er Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. 21.30 Trúbadorinn Hr. Halli heldur tónleika á Obladí- oblada,Frakkastíg 8. Samkoma 20.00 Rangæingar í Reykjavík athugið! Félagsvist í samvinnu við Skaftfellinga í Skaftfell- ingabúð í Reykjavík. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Opnun yfirlitssýningar á gömlum auglýsingum Rafskinnu verður í Galleríi Fold á morgun klukkan fimm. „Rafskinna var sjálfvirk, rafknú- in auglýsingabók sem fletti auglýs- ingum í Skemmuglugganum í Aust- urstræti á árunum 1933-1957,“ segir Þorsteinn Bachmann leikari og einn aðstandenda sýningarinnar. Ásamt honum koma að uppsetningunni móðir hans, Margrét Þorsteins- dóttir, og systir, Hrefna Bachmann. „Rafskinna setti líflegan svip á miðbæinn og var landsmönnum til skemmtunar og fróðleiks í aldar- fjórðung,“ útskýrir Þorsteinn. Á aðventunni 1933 söfnuðust veg- farendur í fyrsta sinn saman í birt- unni frá litlum búðarglugga í Aust- urstræti. „Þeir fylgdust spenntir með rafknúnu töfratæki leika listir sínar innan við glerið, fletta fram og til baka spjöldum með listilega teiknuðum auglýsingum með bein- skeyttum slagorðum og bráðfyndn- um texta. Þetta var Rafskinna og hún átti eftir að vera ómissandi hluti jóla- og páskahátíða í höfuð- staðnum,“ útskýrir Þorsteinn. Gunnar Bachmann var eigandi, hugmynda- og textasmiður Raf- skinnu. Hann var föðurafi þeirra Þorsteins og Hrefnu. „Faðir okkar, Benedikt Bachmann, dó í fyrra og var byrjaður að huga að því að koma þessu áfram. Við erum að klára dæmið. Þetta er búið að liggja í sama bananakassanum síðan ég man eftir mér, og ég er fæddur 1965,“ segir Þorsteinn. „Ég byrjaði að stelast í þetta þegar ég var fimm ára. Það er kominn tími til að landsmenn fái að njóta þessa líka,“ bætir hann við. „Litríkar myndirnar úr Raf- skinnu voru margar hverjar hrein- ustu listaverk. Hnyttnar og óvænt- ar fyrirsagnir fengu fólk oft til að skella upp úr. Teiknarar Rafskinnu voru Tryggvi Magnússon og síðar Jón Kristinsson, Jóndi í Lambey, sem tók við af Tryggva þar til Raf- skinna var tekin niður í síðasta sinn árið 1957,“ segir Þorsteinn að lokum. olof@frettabladid.is Gamlar auglýsingar öðlast nýtt líf Þorsteinn Bachmann leikari opnar sýningu á verkum afa síns í samvinnu við móður sína og systur. KLÁRA DÆMIÐ Þorsteinn Bach- mann ásamt móður sinni, Margréti Þorsteinsdóttur, og systur, Hrefnu Bachmann. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tilboðið gildir frá miðnætti í kvöld, 31.10.2013 til miðnættis á sunnudag, 03.11.2013 www.netto.is bækur 3.990 KR m ar kh on nu n. is BÓKA ! SALAN HEFST Á MIÐNÆTTI Í KVÖLD Í NETTÓ GRANDA OG NETTÓ MJÓDD! 100 FYRSTU KAUPENDURNIR FÁ ÁRITUÐ EINTÖK Dreifingarfélagið Kongó stend- ur að tónlistarmarkaði helguð- um Airwaves-tónlistarhátíðinni sem verður á Kex hosteli til 3. nóvember. Markaðurinn verður opinn frá kl. 12 til 21 þá daga sem hátíðin stendur yfir. Þar geta tón- listaráhugamenn og hátíðargestir skoðað fjölbreytt úrval tónlistar á geisladiskum og vínylplötum. Það verður mikið um dýrðir á Kex hosteli yfir hátíðina því að 25 hljómsveitir koma fram á utan- dagskrártónleikum staðarins, en þetta er í þriðja sinn sem banda- ríska útvarpsstöðin KEXP heim- sækir Kex hostel og framreiðir spennandi tónlistardagskrá í sam- starfi við Iceland Naturally. Meðal þeirra sem koma fram eru John Grant, Ásgeir og Emilíana Torrini. Markaður með tónlist á Kex ÁSGEIR Ásgeir Trausti kemur fram á Kex hosteli. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.