Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 80
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 60SPORT ÚRSLIT KVENNA HAUKAR - SNÆFELL 66-67 Haukar: Lele Hardy 27/23 fráköst/7 stoðsend- ingar/6 stolnir, Margrét Rósa Hálfdanardóttir 10/9 fráköst, Lovísa Björt Henningsdóttir 10. Snæfell: Chynna Unique Brown 19/14 fráköst/6 stoðsendingar/7 stolnir, Eva Margrét Kristjáns- dóttir 16/15 fráköst, Hildur Sigurðardóttir 13/8 fráköst/6 stoðsendingar. KEFLAVÍK - KR 74-56 Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 20/6 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Bryndís Guðmundsdótt- ir 14/11 fráköst, Porsche Landry 10/6 fráköst/7 stoðsendingar, Aníta Eva Viðarsdóttir 8. KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 27/13 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 11, Bergþóra Holton Tómasdóttir 7. GRINDAVÍK - NJARÐVÍK 79-64 Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 24/15 fráköst/6 stolnir, Lauren Oosdyke 22/14 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 13/14 fráköst, María Ben Erlings- dóttir 11/6 fráköst. Njarðvík: Guðlaug Björt Júlíusdóttir 19/5 fráköst, Erna Hákonardóttir 14, Jasmine Beverly 13/9 fráköst, Salbjörg Sævarsdóttir 8/9 fráköst. VALUR - HAMAR 68-76 Valur: Kristrún Sigurjónsdóttir 20/5 fráköst, Jaleesa Butler 12/12 fráköst/7 stoðsendingar/5 varin skot, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 11/6 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 10, Þórunn Bjarnadóttir 9/5 fráköst. Hamar: Íris Ásgeirsdóttir 22, Di‘Amber Johnson 22/7 stoðsendingar/7 stolnir, Marín Laufey Davíðsdóttir 18/12 fráköst, Fanney Lind Guð- mundsdóttir 8/11 fráköst. KÖRFUBOLTI „Þeir hafa víst verið að draga lappirnar með að borga reikninga,“ segir Hlynur Bær- ingsson, leikmaður sænska liðsins Sundsvall Dragons, en greint var frá því í gær að félagið væri í mikl- um fjárhagsvandræðum. Jakob Sigurðarson og Ægir Þór Stein- arsson leika einnig með félaginu. Forsvarsmenn sænska félags- ins hafa þrjá mánuði til stefnu til þess að koma fjárhagnum á gott ról. Annars fær liðið ekki þátttöku- rétt í deild þeirra bestu í Svíþjóð á næstu leiktíð. Félagið hefur gert samning við bæjaryfirvöld í Sundsvall um útleigu á íþróttahöll félags- ins. Reiknað er með að félagið fái jafnvirði tæplega fjögurra millj- óna króna í gegnum þann samn- ing. Skuldir félagsins eru þó taldar nema um fjórfaldri þeirri upphæð. „Við leikmenn höfum aðeins fundið fyrir þessum vandræðum en samt ekkert til að tala um. Þeir skulda mér ekki neitt en stundum munar einhverjum dögum hve- nær laun koma inn. Það er algengt í þessum bransa.“ Hlynur segir að félagið hafi misst sterka styrktaraðila og það sé aðalástæðan fyrir þessum vand- ræðum. „Þeir eru að fara að spara mikið og ég held að það verði mikið skorið niður í vetur,“ segir Hlyn- ur en einn besti leikmaður liðsins, Alex Wesby, er þegar farinn frá félaginu til að laga fjárhaginn. „Það er mikið högg fyrir félagið að hann sé farinn. Hann er búinn að vera hérna í sex ár og er líklega besti leikmaður deildarinnar. Einn af þeim hið minnsta. Svo fór annar Kani fyrr í vetur og svo hefði sá þriðji átt að koma. Það er því í raun og veru búið að skera niður um þrjá leikmenn.“ Þrátt fyrir þetta áfall og að yfir- vofandi sé enn meiri niðurskurður eru leikmenn félagsins rólegir. „Mórallinn er góður í klefanum. Þetta verður öðru vísi áskorun núna og við erum ekki líklegir til að verða meistarar. Væntingarnar verða eðlilega minni en við ætl- uðum okkur titilinn. Það er samt sigurhugsun í liðinu og við teljum okkur geta unnið alla,“ segir Hlyn- ur og bætir við að félagið verði bara að setja sér ný markmið en liðið er í fjórða sæti í dag. „Þetta gæti orðið jákvætt fyrir félagið. Liðið réttir sig af og rífur ímyndina upp. Það er ekki bara tit- illinn sem skiptir máli. Það er að njóta þess að spila allt árið. Það er hægt að gera margt jákvætt þó svo það komi ekki titill.“ Ef allt færi á versta veg, þá sér Hlynur það ekki í spilunum að hann kæmi heim til þess að spila. „Það eru afar litlar líkur á því að ég kæmi heim ef ég þyrfti að finna mér nýtt félag. Það yrði ekki fyrsti valkostur. Auðvitað hugsar maður samt um það enda er þetta ekki fyrsta íþróttafélagið sem lendir í vandræðum. Félagið segir samt að við eigum ekki að þurfa að hafa áhyggjur. Það sé ekki á leið á hausinn. Ég verð að trúa því þar til annað kemur í ljós.“ - hbg Það verður mikið skorið niður í vetur Íslendingaliðið Sundsvall Dragons er í fj árhagsvandræðum og gæti missti keppnisleyfi ð næsta vetur. FÁ LAUN Hlynur og félagar fá enn laun þrátt fyrir fjárhagsvandræðin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTIR Smáþjóðaleikarnir fara fram á Íslandi árið 2015 og Frjáls- íþróttasamband Íslands hefur fengið loforð um 180 milljónir króna frá Reykjavíkurborg til þess að gera Laugardalsvöll keppnishæfan. Hvorki Jónas Egilsson, formaður Frjálsíþróttasambandsins, né Geir Þorsteinsson, formaður Knatt- spyrnusambandsins, vilja sjá þann pening fara í endurbætur á Laugar- dalsvelli. Það verði þess valdandi að enginn frjálsíþróttavöllur rísi og að ekki verði hægt að byggja þjóðarleikvang í knattspyrnu án hlaupabrautar. „Okkar hugmyndir fara saman um nýjan frjálsíþróttavöll í Dalnum og að Laugardalsvöllurinn verði knattspyrnuleikvangur,“ segir Geir í Sportspjallinu á Vísi og Jónas bætir við að útséð sé með að þessar tvær íþróttagreinar geti deilt keppnisvelli. KSÍ vill breyta Laugardalsvellinum þannig að stúka verði allan hringinn og að völlurinn verði án hlaupa- brautar. FRÍ vill þjóðarleikvang fyrir sitt fólk austan Laugardalshallar. Sportspjallið fer í loftið á Vísi í hádeginu. - hbg KSÍ og FRÍ vilja bæði byggja nýja velli FORMENN Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, og Jónas Egilsson, formaður FRÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI „Staðan á hópnum er mjög góð. Þær eru allar heilar og engin veik eða slöpp. Allir í topp- standi. Það er mjög jákvætt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexand- ersson í samtali við Fréttablað- ið í gær. Kvennalandsliðið mætir Serbum ytra í dag í undankeppni heimsmeistaramótsins 2015. Sif Atladóttur var sárt saknað í 2-0 tapinu gegn Sviss og þá fór Mar- grét Lára Viðarsdóttir meidd af velli í leik með Kristianstad á dög- unum. Freyr segir þær hafa æft af kappi líkt og aðrir leikmenn og séu klárar. Okkar stelpur hafa verið við æfingar ytra í vikunni og hafa haft nóg fyrir stafni enda margt sem þarf að ræða og gera. „Við gerðum upp leikinn gegn Sviss á mánudaginn og fórum yfir hvað við lærðum af því verkefni,“ segir Freyr um tapið á Laugar- dalsvelli í fyrsta leik Íslands í riðlinum. Síðan hafi verið unnið í sóknarleiknum enda markmiðið að halda boltanum betur en tókst gegn Sviss. „Við viljum geta fært leikmenn ofar á völlinn og í betri stöð- ur,“ segir Freyr en einnig hefur umræða um hugarfar og hvert íslenska liðið stefni verið á verk- efnalistanum í Serbíu. Freyr er ánægður með viðbrögð leikmanna. „Það eru allir mjög einbeittir og gera sér grein fyrir því sem geng- ið hefur á síðasta árið hvað úrslit varðar. Allir vilja taka þátt í því að byrja upp á nýtt,“ segir Freyr. Þjálfarinn hélt utan til Serbíu fyrir liðna helgi ásamt Ásmundi Har- aldsson, nýráðnum aðstoðarmanni sínum. Sáu þeir viðureign Serba og Dana sem lauk með 1-1 jafntefli. Óhætt er að segja að úrslitin hafi verið óvænt en Serbar höfðu áður tapað 9-0 fyrir Sviss. „Þær eru vel skipulagðar og hafa lagað það síðan í leiknum við Sviss,“ segir Freyr um andstæð- inginn. Ýmislegt kom á óvart í upp- stillingu Serba. Þannig lék stjörnu- framherjinn Jovana Damnjanovic, sem spilar með Evrópumeisturum Wolfsburg, í stöðu vinstri bakvarð- ar. Vesna Smiljkovic, leikmaður ÍBV, bar fyrirliðabandið og lék í stöðu hægri bakvarðar. Vesna spilar sömuleiðis allajafna fram- ar á vellinum. „Þær vilja vera með sóknar- sinnaða bakverði. Þær spila aftar- lega og loka svæðum en eru eld- fljótar fram þegar þær sækja,“ segir Freyr. Danka Podovac, miðjumaður Stjörnunnar, er í lykilhlutverki á miðjunni og á að stjórna spili liðsins. Heitt hefur verið í veðri í Serb- íu. Um 25 stig í upphafi vikunnar, var um 20 stig í gær og reiknað er með um 15 stiga hita í dag. Spilað verður á FK Obilic-leikvanginum í Belgrad þar sem stelpurnar okkar æfðu í gær. „Völlurinn er sléttur en grjót- harður. Ég óskaði eftir því að völl- urinn yrði vökvaður og mýktur fyrir leik. Það verður að koma í ljós hvort þeir verða við þeirri ósk. Við vitum hins vegar hvernig völl- urinn er og við bregðumst við því.“ Leikurinn í Serbíu hefst klukk- an 13 og verður fylgst með gangi mála á Vísi. kolbeinntumi@frettabladid.is Loksins allar í toppstandi Stelpurnar okkar mæta Serbum í undankeppni HM ytra í dag. Allir leikmenn liðsins eru klárir í slaginn en ljóst er að Serbar eru sterkari en áður í ljósi jafntefl is liðsins við Dani um helgina. ALLAR KLÁRAR Freyr Alexanderson segir að búast megi við breytingu frá því í leiknum gegn Sviss, bæði á byrjunarliðinu og í taktík. Leikmenn liðsins eru allir klárir í slaginn og hafa æfingar gengið vel undanfarna daga í Belgrad. MYND/KSÍ DOMINOS-DEILDIN ÚRSLIT KARLA HAUKAR - SNÆFELL 82-77 Haukar: Terrence Watson 31/13 fráköst, Emil Barja 21/ 10 fráköst/ 10 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 10/ 7 fráköst. Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 25/ 9 fráköst, Sigurður Þorvaldsson 12/6 fráköst, Vance Cooksey 13/ 7 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 12. FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er mættur til Noregs. Hann æfir þessa viku með liði Sandnes Ulf en með liðinu spila meðal annars Steinþór Freyr Þor- steinsson og Steven Lennon, fyrrum framherji Fram. „Ég er fyrst og fremst að halda mér í formi fyrir Króatíuleikina. Það er samt spennandi að vera kominn hingað. Sandnes Ulf og Noregur væri skref upp á við fyrir mig,“ segir Hannes Þór í viðtali við vefmiðilinn Rogalandsavis. Ekki hefur verið gengið frá nýjum samningi við núverandi markvörð Úlfanna. Félagið hefur sýnt nokkrum áhuga en samkvæmt heimildum norska miðilsins er Hannes Þór ekki einn þeirra. „Maður á aldrei að segja aldrei. Við sjáum til hvernig æfingar ganga,“ segir Rune Espedal, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá félaginu. Fyrst og fremst sé um samkomulag að ræða á milli Úlfanna og KR en Espedal segir mikinn vinskap vera félaganna á milli. Hannes Þór heldur í næstu viku til Svíþjóðar þar sem hann mun æfa með Kalmar. -ktd Hannes á fl akki á Norðurlöndum Í FORMI Hannes Þór æfir með Sandnes Ulf í Noregi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið valin nýr fyrir- liði íslenska landsliðsins í knattspyrnu en liðið mætir Serbíu í undankeppni heimsmeistaramótsins árið 2015 ytra í dag. „Það er mikill heiður að fá að leiða þetta lið út á völlinn,“ sagði Margrét Lára í gær. Margrét Lára tekur við fyrirliðabandinu af Katrínu Jónsdóttur sem lagði skóna á hilluna á dögunum. „Ég er búin að vera í þessu liði í ellefu ár og hef alltaf haft það hlutverk að vera fremst á vellinum og sjá um markaskor. Nú er komið að því að ég fái annað og enn stærra hlutverk innan liðsins sem er mjög spennandi. Vonandi mun ég þroskast enn meira sem leikmaður með þessu nýja hlutverki.“ Margrét Lára hefur leikið með íslenska landsliðinu í tíu ár. „Við erum með marga leiðtoga í liðinu og flotta karaktera og í raun margar í þessu hlutverki.“ - sáp Margrét Lára nýr fyrirliði landsliðsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.