Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 22
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 Takmarkanir á innflutningi á fersku kjöti og unnum kjötvörum sem hér hafa verið leiddar í lög standast ekki ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). ESA, Eftir- litsstofnun EFTA, kemst að þessari niðurstöðu í formlegu áminningar- bréfi til stjórnvalda. Samkvæmt gildandi löggjöf á Íslandi er inn- flutningur á fersku kjöti, unnu eða óunnu, kældu eða frosnu, svo og innflutningur á unnum kjötvörum og öðrum kjötvörum, háður leyfis- veitingu. ESA telur fyrirkomulagið stang- ast á við tilskipun um dýraheil- brigðiseftirlit í viðskiptum innan EES. „Fimmta grein tilskipunar- innar kveður sérstaklega á um að eftirlit á viðtökustað dýraafurða skuli takmarkað við stikkprufur,“ segir í tilkynningu ESA. Bent er á að samkvæmt fjölmörgum dóma- fordæmum Evrópudómstólsins og EFTA-dómstólsins á sviðum sam- ræmdrar löggjafar, geti aðildarríki ekki stuðst við 13. grein EES-samn- ingsins, sem meðal annars lúti að vernd lífs og heilsu manna eða dýra, til að réttlæta frávik frá samræmdri löggjöf. Að auki telur ESA íslensku reglurnar fela í sér óréttmætar viðskiptahindranir og brjóta gegn 18. grein EES-samningsins. Áminningarbréfið sem nú hefur verið sent er fyrsta skref í meðferð samningsbrotamáls. Í tilkynningu landbúnaðarskrif- stofu atvinnuvega- og nýsköpun- arráðuneytisins í gær er bent á að Alþingi hafi árið 2009 mótatkvæða- laust samþykkt að viðhalda banni á innflutningi á fersku kjöti. „Íslensk stjórnvöld hafa ráðið nýsjálenskan sérfræðing til að gera áhættumat vegna innflutnings á dýraafurð- um til Íslands. Von er á niðurstöðu hans á næsta ári,“ segir þar jafn- framt. Bent er á að stjórnvöld fái að minnsta kosti tvo mánuði til að svara áminningarbréfi ESA. „Fallist ESA ekki á þau rök sem þar verða færð fram getur stofnunin ákveð- ið að leggja fram svokallað rökstutt álit. Gangi málið alla leið endar það fyrir EFTA-dómstólnum,“ segir á vef ráðuneytisins. Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri SVÞ, fagnar því að ESA hafi fallist á þau lagarök sem samtökin hafa haldið fram. Hann áréttar um leið að deilan snúist ekki um tollvernd eða magn innflutn- ings, heldur fremur ferskleika og gæði vöru sem flutt er til landsins. „Verði álitið endanlega staðfest er íslenskum stjórnvöldum ekki lengur stætt á að gera kröfu um að innflutt kjöt sé 30 daga í frosti áður en það kemur á borð íslenskra neytenda,“ segir Andrés. olikr@frettabladid.is ANDRÉS MAGNÚSSON KJÖTMETI SVÞ segja stjórnvöld ekki hafa getað fært fyrir því rök að innlendum hagsmunum sé ógnað með innflutningi á fersku kjöti. FRÉTTABLAÐIÐ/HRÖNN Stjórnvöld sögð brjóta reglur um innflutning Áminningarbréfi ESA verður svarað og áfram haldið áhættumati vegna innflutn- ings á dýraafurðum. Takmarkanir á kjötinnflutningi hér eru sagðar brjóta í bága við Evróputilskipun. Verði ekki fallist á skýringar stjórnvalda endar málið í dómi. Áminningarbréf ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, kemur í kjölfar kvörtunar SVÞ– Samtaka verslunar og þjónustu 6. desember 2011 vegna innleiðingar stjórnvalda á reglugerð ESB um almennar meginreglur og kröfur sam- kvæmt lögum um matvæli, um stofnun Matvælaöryggisstofnunar Evrópu og um málsmeðferð vegna öryggis matvæla. „Meðal þessa sem lagt var til var að innflutningur á vörum sem áður hafði verið óheimilaður (s.s. kjöt, mjólk og egg) yrði heimilaður.“ Samkvæmt núgildandi lögum er hins vegar enn viðhaldið innflutningsbanni á fersku kjöti. SVÞ telja ekkert hafa komið fram um að íslenskum stjórnvöldum sé ekki unnt að gæta að heil- brigði manna og dýra innan ramma matvælalöggjafar EES-samningsins. SVÞ kvörtuðu til eftirlitsstofnunar EFTA Hagnaður Icelandair Group á þriðja fjórðungi þessa árs nam 65,3 milljónum dala, eða um 7,8 milljörðum íslenskra króna. Það er talsvert meiri hagnaður en félagið skilaði á sama tíma í fyrra þegar hagnaðurinn var 51,4 milljónir dala, eða rúmir sex milljarðar króna. „Við höfum verið í miklum vexti undanfarin ár og höfum ekki verið að kaupa önnur félög heldur lagt áherslu á innri vöxt og það hefur gengið eftir á arðbæran hátt,“ segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, spurður hverju hann þakki góðan rekstur félagsins. Í tilkynningu sem Icelandair Group sendi frá sér um afkomuna á fjórðungnum segir að flug- áætlun Icelandair í millilandaflugi hafi verið sú umfangsmesta frá upphafi. Fjölgun farþega var mest á Norður-Atlantshafs- markaðnum, eða um 16 prósent, en far- þegar í þeim ferðum voru 52 prósent af heildarfarþegafjölda félagsins. - hg Áhersla Icelandair Group á innri vöxt árangursrík að mati forstjóra félagsins: Skilaði átta milljarða hagnaði MILLILANDAFLUG Icelandair flutti 822 þúsund far- þega á þriðja fjórðungi þessa árs. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 124 einkahlutafélög voru nýskráð í septembermánuði samanborið við 138 félög í sama mánuði 2012. Fyrstu níu mánuði ársins voru 1.432 einkahlutafélög nýskráð samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Það er 8,6 prósentustiga aukning frá sama tíma í fyrra þegar 1.318 fyrirtæki voru skráð. Alls voru 77 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í september og gjaldþrotum fækkaði um 15,5 pró- sent á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við sama tíma árið 2012. - hg Færri gjaldþrot milli ára: 8,6% aukning í nýskráningum BJÖRGÓLFUR JÓHANNSSON Yfir níutíu prósent frumkvöðla- og sprotafyrirtækja á Íslandi telja líklegt að velta þeirra muni aukast á næsta ári. Þetta kemur fram í niðurstöð- um nýlegrar vefkönnunar sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands lét vinna fyrir sprotar.is, sem er upplýsingavefur um íslensk sprotafyrirtæki. „Könnunin leiðir í ljós að um 55 prósent fyrirtækjanna velta undir fimmtíu milljónum króna á ári og 34 prósent þeirra er með veltu undir tíu milljónum. Hins vegar sögðust rúm 37 prósent svarenda ná veltu umfram 100 milljónir króna og því eru þarna sprotafyrirtæki á mismunandi stigum,“ segir Gauti Marteins- son, verkefnisstjóri hjá Nýsköp- unarmiðstöð Íslands. Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að um 63,5 prósent frumkvöðla- og sprotafyrirtækja hafa fengið fjárhagslega aðstoð af einhverju tagi. „Af þeim sögðust um 44 pró- sent hafa fengið aðra aðstoð en fjárhagslega, til dæmis í formi handleiðslu og leiðsagnar. Hins vegar sögðu 64 prósent fyrir- tækjanna að þau hefðu sóst eftir fjárhagslegri aðstoð eða styrkj- um án þess að fá úthlutun,“ segir Gauti. „En tæpur þriðjungur fyrir- tækjanna sagðist hafa nýtt sér aðstöðu á frumkvöðlasetri sem þýðir að þessi fyrirtæki fá einn- ig annars konar stuðning.“ - hg Þriðjungur íslenskra frumkvöðla- og sprotafyrirtækja veltir yfir hundrað milljónum króna á ári hverju: 90% sprota gera ráð fyrir aukinni veltu SPROTAR Alls hafa 44 prósent sprota- fyrirtækja notfært sér aðstoð í formi handleiðslu og leiðsagnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.