Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 68
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING TÓNLIST | 48 TÓNNINN GEFINN Freyr Bjarnason Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 24.10.2013 ➜ 30.10.2013 1 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 2 Pálmi Gunnarsson Þorparinn 3 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 4 Egill Ólafsson Örlög mín 5 Emilíana Torrini Tookah 6 Ojba Rasta Friður 7 Of Monsters And Men My Head Is An Animal 8 Mammút Komdu til mín svarta systir 9 Drangar Drangar 10 Úr söngleik Borgarleikhússins Mary Poppins 1 Lorde Royals 2 Katy Perry Roar 3 Steinar Up 4 Arctic Monkeys Do I Wanna Know? 5 Baggalútur og Jóhanna Guðrún Mamma þarf að djamma 6 One Republic Counting Stars 7 Ellie Goulding Burn 8 Emiliana Torrini Speed Of Dark 9 Eyþór Ingi og Atómskáldin Hárin rísa 10 Miley Cyrus Wrecking Ball Fjórða hljóðversplata kanadísku indírokksveitarinnar Arcade Fire, hin tvöfalda Reflektor, er komin út. Þrjú ár eru liðin frá útgáfu The Suburbs sem hlaut Grammy-verð- launin árið eftir sem plata ársins. Fyrrverandi forsprakki dans- sveitarinnar LCD Soundsystem, James Murphy sem spilaði sem plötusnúður á Airwaves-hátíð- inni fyrir tveimur árum, stjórn- aði upptökum á Reflektor, ásamt hljómsveitinni sjálfri og Markus Dravs sem hefur áður unnið með sveitinni. Eins og oft áður var kynning- arherferð plötunnar óvenjuleg. Fyrsta smáskífulagið, Reflektor með David Bowie sem gestasöngv- ara, var gefið út í takmörkuðu upplagi undir merkjum skálduðu hljómsveitarinnar The Reflek- tors og skömmu fyrir útgáfudag var platan svo í heild sinni sett í spilun á YouTube. Reflektor var samin undir áhrifum frá svokallaðri rara- hátíðartónlist frá Haítí. Þangað fór söngvarinn og gítarleikar- inn Win Butler í heimsókn ásamt eiginkonu sinni úr Arcade Fire, Régine Chassange, en foreldrar hennar fæddust þar í landi. Heill- uðust þau mjög af tónlistinni á Haítí og sagði Butler í viðtali við Rolling Stone að ferðalagið hefði breytt lífi hans. Við textagerð- ina var Butler undir áhrifum frá kvikmyndinni Black Orpheus frá árinu 1959 eftir franska leikstjór- ann Marcel Camus. Hún er ein af uppáhaldsmyndum Butlers og gerist á kjötkveðjuhátíð í Brasi- líu. Einnig voru textar hans undir áhrifum frá ritgerð eftir danska heimspekinginn Søren Kierke- gaard, sem hefur verið kallaður faðir tilvistarstefnunnar. Upptökur hófust í Louisiana í Bandaríkjunum árið 2011 en árið eftir héldu þær áfram á Jamaíku með Dravs. Þar samdi sveitin og tók upp efni í yfirgefnum kasatala. Að því ævintýri loknu hóf sveitin samstarf við Murphy, sem hafði lengi verið á óskalista hennar yfir samstarfsmenn. Að sögn Butlers átti Reflek- tor upphaflega að vera stutt plata en varð á endanum tvöföld lang- loka. „Við ætluðum að gera stutta plötu en á endanum vorum við með átján lög sem voru öll sex til átta mínútna löng. Við hugsuðum með okkur, æ, æ, við klúðruðum því að búa til stutta plötu,“ sagði hann við Rolling Stone. freyr@frettabladid.is Áhrif frá rara-tónlist Fjórða hljóðversplata Arcade Fire er komin út. Þar má heyra áhrif frá Haítí. Tímaritið Rolling Stone gefur Reflektor fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum og líkir henni við Achtung Baby með U2 og Kid A með Radiohead. The Independent gefur henni fjórar stjörnur og segir hana fjalla um missi og afturhvarf, dauða og líf eftir dauðann, enda sé mynd af Orfeusi og Evridísi á umslagi plötunnar. Mojo og The New York Times gefa Reflektor einnig fjórar stjörnur og Pitchfork 9,2 af 10. Tímaritið Q er ekki eins hrifið og límir á hana þrjár stjörnur. Clash gefur henni aðeins fjóra af tíu í einkunn og segir að platan hljómi eins og hún sé ókláruð og að textarnir séu uppfullir af klisjukenndum myndlíkingum. Reflektor stjörnu- og einkunnagjöf BUTLER OG CHASSANGE Hjónin Win Butler og Régina Chassange á styrktartónleikum í Kaliforníu fyrir skömmu. NORDICPHOTOS/GETTY Tónlistarmaðurinn Lou Reed lést í vikunni eftir að hafa gengist undir lifrarígræðslu fyrir hálfu ári. Reed samdi mörg frábær lög en það besta er líklega Perfect Day. Hann hóf feril sinn sem meðlimur The Velvet Underground, sem var undir verndarvæng listamannsins Andy Warhol, og samdi með hljóm- sveitinni fullt af flottum lögum, þar á meðal Sweet Jane, I´m Waiting For The Man og Heroin. Ég kynntist tónlist Reeds fyrst í gegnum Zoo TV- tónleika U2, sem ég átti á myndbandi, þegar hann og Bono sungu Satellite of Love saman með hjálp sjónvarps- tækninnar. Nokkru síðar keypti ég mér The Velvet Underground & Nico, fyrstu plötu The Velvet Under- ground með gula banananum frá Warhol á umslaginu, og hafði gaman af. Mörg laganna fjölluðu um það sem þrífst í undirheimunum, eitt- hvað sem Reed heillaðist alla tíð mjög af. Mörgum árum síðar festi ég kaup á annarri sólóplötu Reed, Transformer, þar sem umfjöllunarefnið var að mörgu leyti það sama. Til að mynda fjallaði Walk on the Wild Side um klæðskiptinga, eiturlyf, karlhórur og munnmök. Slík textagerð var óvenjuleg í þá daga en lagið fékk engu að síður góða útvarpsspilun. Upptökustjórar voru David Bowie og Mick Ronson sem höfðu báðir verið undir miklum áhrifum frá The Velvet Underground. The Velvet Underground & Nico og Transformer eru einu plöturnar sem ég hef hlustað á með Lou Reed en kannski á þeim eftir að fjölga. Reyndar sperrti ég eyrun þegar gömul uppáhaldssveit, Metallica, ákvað að fara í samstarf með Reed og gefa út plötuna Lulu. Ég missti jafnskjótt áhugann þegar ég heyrði eitt lag af henni, auk þess sem hörmulegir dómar víðast hvar hjálpuðu ekki til. Samstarfið var engu að síður gott merki um til- raunagleði Reeds, sem gerði alla tíð það sem honum sýndist án þess að hafa of miklar áhyggjur af almenningsálitinu. Goðsögnin Lou Reed kveður Á ÍSLANDI Lou Reed á tónleikum í Laugardalshöll 2004. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFFÁN Mammút - Komdu til mín svarta systir Tilbury - Northern Comfort Íris - Penumbra Í spilaranum Eva Dögg Sigurgeirsdóttir TÍSKA ER MÉR MIKIÐ HJARTANS MÁL visir.is/lifi d Lífi ð FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Á FÖSTUDÖGUM HREKKJAVAKAN Förðunarfræðingar NN Makeup School sýna ógnvekjandi hugmyndir að hrekkjavökuförðun fyrir helgina. VÍSINDI SNYRTIVARANNA Beckham-fjölskyldan og leikkonan Sienna Miller eru heilluð af íslensku snyrtivörunum Dr. Bragi í London.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.