Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 8
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR |
SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT
METSÖLULISTI EYMUNDSSON
VIKAN 23.10.13 - 29.10.13
1 2Árleysi alda Bjarki Karlsson Maður sem heitir Ove Fredrik Backman
5 Iceland Small World - small ed. Sigurgeir Sigurjónsson 6 Við JóhannaJónína Leósdóttir
7 Grimmd Stefán Máni 8 Amma glæpon David Walliams
10 AndköfRagnar Jónsson9 Höndin Henning Mankell
4 Glæpurinn Ástarsaga Árni Þórarinsson3 MánasteinnSjón
ÖRYGGISMÁL Íbúar við Breiðafjörð
lýsa áhyggjum af veiðum síldar-
báta uppi í harða landi. Skipstjóri
segir veiðarnar gríðarlega erfið-
ar og þær valdi miklu álagi á sjó-
mennina. Hann segir að lítið megi
út af bera.
Símon Sturluson, sjómaður og
bláskeljabóndi, gjörþekkir aðstæð-
ur á Breiðafirði þar sem síldarskip-
in hafa verið að veiðum og segir
menn stunda rússneska rúllettu.
Kastað sé á örgrunnu vatni þar
sem svigrúm til veiðanna er lítið
sem ekkert, örstutt frá landi.
„Ég held að skipstjórunum sé
stýrt úr landi, og þeir vilji ekki
stunda veiðar við þessar aðstæður.
Ég hef heyrt í fjölda manns, bæði í
landi og á skipunum, og þeim finnst
þetta fáránlegt,“ segir Símon sem
á hagsmuna að gæta. Skipin eru í
orðsins fyllstu merkingu að snúast
í kringum kræklinga línur fyrir-
tækisins Íslenskrar bláskeljar. Auk
þess rær Símon á síld á litlum báti.
„Það er auðvitað alvarlegast ef
strandar þarna skip. Þá er allt ónýtt
svo ég tali nú ekki um örninn og
æðarfuglinn, svo fátt eitt sé nefnt.“
Skip HB Granda, Lundey NS, tók
niðri við síldveiðar á Breiðafirði á
sunnudag. Skipið losnaði eftir að
sjó var dælt úr kjölfestutönkum
þess. Skipverjar voru að undir-
búa fyrsta kast veiðiferðarinnar
og nefndu að það hefði verð lán í
óláni að nótin var ekki komin í sjó-
inn þegar skipið tók niðri.
Arnþór Hjörleifsson, skipstjóri á
Lundey, segir áhyggjur fólks eðli-
legar þegar skipin séu „… farin að
teygja sig upp á einn faðm til að
kasta nótinni. Fyrir okkur er þetta
hrikalegt álag, það er bara þannig.
Það má ekkert gerast og þá erum
við komnir þarna upp í fjöru.“
Heimamenn gera því skóna að
ástæða sé til að banna veiðar síld-
arbátanna á þeim stöðum sem eru
varasamastir til að minnka hætt-
una á slysum á Breiðafirði. Arn-
þór segist vel skilja að menn séu
að ræða þann möguleika.
Spurður um hversu nærri landi
menn fari tekur hann dæmi af eft-
irlitsmanni sem kom í land af síld-
arbáti á Grundarfirði. „Hann sagð-
ist geta fullyrt að hann hefði getað
stokkið í land með smá tilhlaupi á
dekkinu,“ segir Arnþór.
svavar@frettabladid.is
Síldveiðum líkt við
rússneska rúllettu
Síldarbátarnir á Breiðafirði fara upp í harða land til að ná síldinni sem liggur afar
grunnt. Heimamenn óttast hið versta; skipsstrand og umhverfisslys. Skipstjóri
segir gríðarlegt álag fylgja veiðunum og tekur undir áhyggjur heimamanna.
Á SÍLDVEIÐUM Hér er skipið Ásgrímur Halldórsson við veiðar á Breiðafirði fyrir skömmu og er sem skipið hafi fest landfestar í
fjörunni. MYND/GUÐLAUG SIGURÐARDÓTTIR
DÓMSMÁL Lýður Guðmundsson,
fyrrverandi stjórnarformaður
Existu, og Sigurður Valtýsson,
sem var annar forstjóra félagsins,
mættu ekki við fyrirtöku á máli sér-
staks saksóknara gegn þeim í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.
Til stóð að þingfesta ákæruna
en verjendurnir Gestur Jónsson og
Sigurmar K. Albertsson upplýstu að
tvímenningarnir byggju báðir og
störfuðu erlendis og hefðu ekki átt
heimangengt. Þeir væru ekki vænt-
anlegir til landsins fyrr en í síðari
hluta nóvembermánaðar og fyrst þá
gætu þeir mætt og tekið formlega
afstöðu til ákæruatriðanna.
Í málinu er Lýður ákærður fyrir
umboðssvik og brot á hlutafélaga-
lögum og Sigurður fyrir hið síðar-
nefnda, vegna starfa þeirra sem
stjórnarmenn í Vátryggingarfélagi
Íslands (VÍS) á árinu 2008 og 2009.
Samkvæmt ákærunni létu þeir
VÍS lána hvor öðrum tugi milljóna
út úr VÍS, auk þess sem Lýður lét
VÍS bjarga félagi svila Sigurðar frá
þroti. - sh
Sakborningar í máli sérstaks saksóknara koma til landsins síðla í nóvember:
Lýður og Sigurður mættu ekki
VERJENDUR ÁN SAKBORNINGA Gest-
ur og Sigurmar sögðu að skjólstæðingar
þeirra væru væntanlegir frá útlöndum
eftir nokkrar vikur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SKIPULAGSMÁL Ríkisútvarpið
og Isavia leita nú lausna til að
skipta út viðvörunarljósum á
langbylgju mastrinu á Eiðum.
„Sveitarfélagið og nágrannar
mastursins hafa frá því viðvör-
unarljósabúnaður var fyrst sett-
ur upp í því kvartað mjög undan
honum,“ minnir bæjarráð Fljóts-
dalshéraðs á í tilefni bréfs RÚV
þar sem upplýst er um stöðu mála
vegna mastursins. Ljósagangin-
um frá því hefur verið lýst sem
krampakenndum og ofursterkum.
Í bréfi RÚV segir að nú sé talið
að ljósin hafi reynst of óáreiðan-
leg við íslenskt veðurfar. Mark-
miðið sé að finna áreiðanleg ljós
sem ónáði ekki nágranna og þar
sem flugöryggi sé ekki fórnað.
„Bæjarráð gerir þá kröfu sem
fyrr, að viðkomandi búnaður
verði lagaður án tafar, eða honum
skipt út, enda ástand hans búið
að vera óásættanlegt um ára-
raðir,“ undirstrika Héraðsbúar
sem jafnframt ítreka óskir um
að útvarpsstjóri komi til fundar
við bæjaryfirvöld.
- gar
Ríkisútvarpið leitar nýrra ljósa fyrir umdeilt langbylgjumastur á Eiðum:
Telja viðvörunarljós óáreiðanleg
EIÐAR Biluð ljós í langbylgjumastri
hrella Héraðsbúa.
Fyrir okkur er þetta
hrikalegt álag, það er bara
þannig. Það má ekkert
gerast og þá erum við
komnir þarna upp í fjöru.
Arnþór Hjörleifsson,
skipstjóri á Lundey