Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 18
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR NEYTENDUR | E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 7 11 SPARNEYTNIR OG TRAUSTIR Gerðu örugg bílakaup – veldu Subaru Subaru Outback 2.0TD, sjálfskiptur, dísil Verð: 6.990.000 kr. 6,4 l / 100 km í blönduðum akstri Subaru Forester PREMIUM, sjálfskiptur Verð: 5.790.000 kr. 6,5 l / 100 km í blönduðum akstri Subaru XV 2.0i, sjálfskiptur Verð: 5.390.000 kr. 6,6 l / 100 km í blönduðum akstri NÝR DÍSIL SJÁLFSKIPTUR BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkst. Austurlands / Egilsst. / 470 5070 IB ehf. / Selfossi / 480 8080 Munur er á gjöldunum sem bankarnir taka fyrir upplýsingar sem veittar eru viðskiptavinum símleið- is, að því er kemur fram í frétt á heimasíðu Neyt- endasamtakanna. Þar segir að allir bankarnir segist upplýsa viðskiptavini um að gjald sé tekið þegar þeir ætla að millifæra eða fá upplýsingar um færslu og stöðu. Jafnframt sé viðskiptavinum bent á að hægt er að fá upplýsingar um stöðu og færslur reikninga og millifæra endurgjaldslaust í gegnum þjónustusíma bankanna, 515-4444. Þjónustusíminn er þó með þeim annmörkum að hægt er að millifæra á milli eigin reikninga og á 5 forvaldar kennitölur en ekki á hvaða aðila sem er. Það er Reiknistofa bankanna sem veitir þessa þjónustu en til að geta nýtt hana þarf viðkomandi í upphafi að hafa samband við sinn banka. Þeir sem eru með heimabanka geta að sjálfsögðu millifært á aðra reikninga sér að kostnaðarlausu, segir í frétt Neytendasamtakanna. Samtökin gera í sjálfu sér ekki athugasemdir við gjaldtöku fjármálafyrirtækja sé gjaldtakan í sam- ræmi við raunkostnað við þjónustuna og neytendur upplýstir um hana. Bent er á að nokkur munur sé á upphæð gjaldsins milli banka og megi velta fyrir sér hvort alltaf sé um sannanlegan raunkostnað að ræða. Fólk er svo hvatt til að fylgjast vel með því hvort upplýsingar um gjaldtökuna komi fram í sím- talinu. Þá telja Neytendasamtökin í raun að það sé sjálfsagður þáttur í þjónustu bankanna að fólk geti, sér að kostnaðarlausu, beint einföldum fyrirspurn- um, eins og um stöðu á reikningi, til viðskiptabanka síns. - ibs Könnun Neytendasamtakanna á þjónustu bankanna í gegnum síma: Það kostar að hringja í banka Arion banki Íslandsbanki Landsbankinn MP banki Sparisjóðirnir Upplýsingar um stöðu 75 kr. 95 kr. 95 kr. 350 kr. 100 kr. Millifærsla 120 kr. 125 kr. 100 kr. 350 kr. 200 kr. Heimild: Neytendasamtökin Dæmi um gjöld „Þegar það verður sprenging eða eldur kviknar út frá eldstæðum þá er enginn vafi á því að hefð- bundnar heimilistryggingar ættu að bæta það tjón sem verður á innbúi og einnig greiða sjúkra- kostnað vegna slysa upp að vissu hámarki,“ segir Geirarður Geir- arðsson, forstöðumaður eigna- tjóna hjá Sjóvá, spurður hvort hefðbundnar heimilistryggingar bæti tjón eins og það sem varð í Hveragerði síðastliðinn laugar- dag þegar sjö manns slösuðust og innbú skemmdist þegar spreng- ing varð vegna etanól-eldstæðis. „Ef tjón verður á fasteigninni sjálfri myndi það falla undir lög- boðna brunatryggingu,“ segir Geirarður. Guðmundur Gunnarsson, yfir- verkfræðingur Mannvirkjastofn- unar, sem fer fyrir eldvarn- arsviði stofnunarinnar, segir etanól-eldstæði vera stórhættu- leg. „Við sjáum eitt til tvö slæm slys tengd etanól-eldstæðum á hverju ári og heyrum einnig af mörgum smávægilegri slysum sem koma ekki inn á okkar borð,“ segir Guðmundur. Hann segir að slys sem þessi geti aðallega orðið með tvennum hætti. „Í fyrsta lagi verða slys þegar etanóli er hellt á heit eldstæði. Í öðru lagi þegar eldsneytinu er hellt framhjá skálinni og það fer niður í botn eldstæðisins þar sem það gufar upp og þá getur kviknað í gufunum og sprenging orðið.“ Guðmundur segir fólk einnig þurfa að varast slys sem tengj- ast öðrum eldstæðum en þeim þar sem etanóli er brennt. „Flest slys í tengslum við hefð- bundnar kamínur verða þegar reykháfar eru ekki nógu vel ein- angraðir þegar þeir fara í gegn- um þök og veggi. Þá getur hitinn frá reykháfnum kveikt í nær- liggjandi timbri,“ segir hann og bætir því við að slys geti einnig orðið þar sem kamínur eru settar alveg upp að vegg í námunda við brennanleg efni. „Það sama á við þegar hefð- bundnir innbyggðir arnir eru of efnislitlir þannig að fjarlægð út í brennanleg efni er of lítil.“ Spurður um hvar fólk geti nálgast upplýsingar um þær hættur sem fylgja eldstæðum bendir Guðmundur á að selj- endur eldstæða séu skyldugir til að láta leiðbeiningar fylgja með kaupum á þeim. „Síðan höfum við verið með leiðbeiningar inni á síðu Mann- virkjastofnunar og eftir þetta atvik í Hveragerði settum við meiri kraft í þær og ætlum að setja nákvæmari leiðbeining- ar um hvað fólk eigi að forðast þegar kemur að meðhöndlun þessara eldstæða.“ haraldur@frettabladid.is Tryggingarnar bæta tjón vegna eldstæða Hefðbundnar heimilistryggingar bæta tjón sem verður á innbúi og greiða sjúkra- kostnað vegna slysa sem tengjast eldstæðum. Yfirverkfræðingur Mannvirkjastofn- unar segir etanól-eldstæði vera stórhættuleg og varar við rangri notkun þeirra. ELDSTÆÐI Síðastliðinn laugardag varð sprenging í íbúðarhúsnæði í Hveragerði vegna etanól-eldstæðis. MYND/STÖÐ2 KOSTNAÐUR Neytendasamtökin segja það eiga að vera sjálf- sagðan þátt í þjónustu banka að hægt sé að fá upplýsingar um stöðu á reikningi án endurgjalds. Við sjáum eitt til tvö slæm slys tengd etanól-eld- stæðum á hverju ári og heyrum einnig af mörgum smávægilegri slysum sem koma ekki inn á okkar borð. Guðmundur Gunnarsson yfirverkfæðingur Mannvirkjastofnunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.