Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 36
FÓLK|TÍSKA líður jafn vel í gallabuxum eða íþrótta- fötum,“ segir Bryndís sem er litaglöð. „Ég valdi mér gula vetrarúlpu því glaðlegir litir klæða mig vel. Þessi úlpa er mér allt því hún er hlý eins og sæng og dýrmæt því hún var rándýr og tók mig langan tíma að safna fyrir henni.“ Í Fegurðarsamkeppni Íslands var Bryndís kosin fimmta fegurst og fyrir- sæta Júnik og Púkans.com. Af því er viðurnefnið púkastelpan komið. „Það halda margir að ég sé púki í mér en ég er hvorki púkaleg né púki og það vantar á mig hornin,“ segir hún og hlær. Bryndís er fædd og uppalin í Þorláks- höfn og nýlega flutt til borgarinnar. „Ég er meiri sveitastelpa en borgar- barn og líður best í sveitinni. Mér fannst gott að alast þar upp og tel betra fyrir börn að alast upp við frelsið sem fylgir því að búa í litlum bæ eða sveit.“ Bryndís er nú á lokaári til stúdents- prófs við Fjölbrautaskóla Suðurlands og vinnur á Austur með náminu. „Mig langar í skapandi nám eftir stúdentspróf og er alltaf uppfull af hug- myndum um hönnun á öllu mögulegu. Ég hef alltaf verið frjó í hugsun og skapaði mér strax eigin fatastíl sem barn, eins og þegar ég strengdi græna skóreim utan um hausinn og stóð á því fastar en fót- unum að flott væri að fara þannig út þótt frænka mín harðneitaði að láta sjá sig með mér.“ ■ thordis@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Ég var ekkert að tengja við þetta til að byrja með og þekkti þennan prjónaheim ekki neitt. Þegar ég sá svo flíkurnar og umfangið í kringum þetta varð ég frekar spenntur,“ segir Baldur Kristjánsson ljósmyndari en hann myndaði íslenskt tónlistarfólk í prjónafötum eftir prjónateymið Ragn- heiði Eiríksdóttur og Stephen West fyrir nýja bók þeirra, Knit to the music. Baldur segist reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í verkefninu enda hafi hann haft staðlaðar hugmyndir um prjónaskap áður. „Ég fór með Röggu og Stephen til New York á Vogue Knitting Convention og þá opnaðist alveg nýr heimur fyrir mér. Ég hafði alltaf séð fyrir mér eldri konur að prjóna lopapeysur en þarna voru þvílíkir hipsterar á ferð- inni,“ segir Baldur hlæjandi. „Þetta var mjög fyndin upplifun. Ég vissi heldur ekki hvað Stephen er mikil rokkstjarna í prjónaheiminum. Ég er reyndar ekki farinn að prjóna sjálfur eftir þessa upp- ljómun en það var ótrúlega skemmtilegt að vera með í þessu og verkefnið er flott,“ segir Baldur. „Það voru líka allir tilbúnir að taka þátt, sem er svo frábært við litla Ísland. Það þurfti bara eitt símtal og þá voru allir til í allt, hvort sem það var að fara ofan í baðker og láta skvetta yfir sig vatni eða eitthvað annað. Ragga er líka þannig týpa að hún lætur hlutina einfaldlega gerast. Verkefnið var unnið á stemmingunni og ég fékk algjört frelsi til að útfæra hlutina eins og ég vildi. Ég er rosalega ánægður með útkomuna.“ Sýning á ljósmyndunum og prjónaflík- unum í bókinni var opnuð á Kex hostel síðastliðinn þriðjudag og stendur til 30. nóvember. Eftir það segir Baldur að farið verði með sýninguna til útlanda, meðal annars til Bandaríkjanna og Japans. ■ heida@365.is HORFIR ÖÐRUM AUGUM Á PRJÓN ÍSLENSK HÖNNUN Nýr heimur opnaðist fyrir Baldri Kristjánssyni ljósmynd- ara þegar hann sótti prjónaráðstefnu Vogue í New York ásamt Röggu Eiríks og Stephen West. Baldur tók myndirnar í nýrri bók þeirra, Knit to the music. DJ MARGEIR Í BAÐI „Verkefnið var unnið á stemmingunni,“ segir Baldur. MYND/BALDUR KRISTJÁNSSON NÝR HEIMUR OPNAÐIST Baldur Krist- jánsson ljós- myndari hafði frekar staðlaðar hugmyndir um prjónaskap áður en hann kynnt- ist prjónateym- inu Ragnheiði Eiríksdóttur og Stephen West en Baldur tók ljósmyndir af íslensku tón- listarfólki í prjónafötum eftir þau í nýju bókina þeirra, Knit to the music. MYND/DANÍEL FALLEG Bryndísi dreymir um að búa á jörð nærri borg eða bæ í framtíðinni. MYND/STEFÁN PRJÓNABÓK Bókin Knit to the music kemur út í byrjun desember. Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.985.- Stærðir: 41 - 48 Verð: 16.985.- Vandaðir þýskir herraskór úr leðri, skinnfóðraðir. Stórar stærðir Opið Mánudag-Föstudag Frá klukkan 10:00 - 18:00 og laugardaga: 10 - 14 Stærðir: 40 - 47 Verð: 16.985.- Stærðir: 41 - 48 Verð: 16.985.- POP-UP OPNUNARTÍMI: MÁN.-FÖS: 13-18 - LAU.12-16 Verð: 1.900 - 9.900 RKINNI 6 -108 REYKJAVÍKMÖ Enn meiri verðlækkun! MC PLANET VÖRUMERKIÐ HÆTTIR! Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.