Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 12
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 20. júní Þýska vikuritið Der Spiegel fullyrðir að bandaríska leyni- þjónustan NSA* fylg- ist með 20 milljón símtölum og 10 milljón netsamskipt- um á degi hverjum í Þýskalandi. 20. júlí Der Spiegel fullyrðir að þýska leyniþjón- ustan sé í nánu sam- starfi við bandarísku leyniþjónustuna um eft irlit með samskiptum fólks í Þýskalandi. 2. ágúst Þýska dagblaðið Die Süddeutsche Zeit- ung fullyrðir að sjö þýsk farsímafyrirtæki útvegi GCHQ aðgang að net- og símasam- skiptum almennings. 26. október Der Spiegel fullyrðir að NSA hafi fylgst með símtölum Merkel kanslara allt frá árinu 2002. Bandaríkjamenn neita að Obama for- seti hafi vitað af því. Þýskaland Spánn 28. október Spænska dagblaðið El mundo fullyrðir að NSA hafi fylgst með 60 milljón símtölum, smáskila- boðum og tölvupóstum á Spáni á tímabilinu frá 19. desember 2012 til 8. janúar 2013. Spænskir ráðherrar og þingmenn hafi verið meðal þeirra, sem fylgst var með. Annað Frakkland 20. júní Breska dagblaðið The Guardian fullyrðir að NSA hafi njósnað um sendiráð Frakklands í Banda- ríkjunum. 4. júlí Franska dagblaðið Le Monde full- yrðir að franska leyniþjónustan hafi í tvö ár fylgst með lang- fl estum símtölum og netsam- skiptum í Frakklandi. 21. október Le Monde fullyrðir að NSA hafi stundað víðtækar njósnir í Frakk- landi. Meðal annars hafi 70 millj- ón tölvupóstar og símtöl verið hleruð á eins mánaðar tímabili um síðustu áramót. Einnig hafi NSA fylgst með frönskum stjórn- arerindrekum í Bandaríkjunum. 1. ágúst The Guardian fullyrðir að NSA hafi greitt GCHQ* alls 255 milljónir dala frá árinu 2010. Ástæðan sé sú að bresk lög veiti víðtækari heimildir til njósna en bandarísk lög. Ítalía 20. júní The Guardian fullyrðir að NSA hafi njósnað um sendiráð Ítalíu í Bandaríkjunum. 24. október Ítalska dagblaðið L‘Espresso fullyrðir að NSA og GCHQ hafi fylgst með samskiptum milljóna manna á Ítalíu, þar á meðal með samskiptum ráðamanna og fyrir- tækja. Belgía 29. júní Der Spiegel fullyrðir að NSA hafi verið með njósnir í höfuð- stöðvum Evrópusambandsins í Brussel, auk þess sem njósnað hafi verið á sendiskrifstofum ESB í Washington. 17. september Der Spiegel fullyrðir að GCHQ hafi reynt að komast inn í belg- íska símafyrirtækið Belgacom til að njósna. Einnig hafi bæði NSA og hugsanlega ísraelska leyni- þjónustan stundað netnjósnir í Belgíu. *NSA: Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna (National Security Agency) **GCHQ: Höfuðstöðvar fj arskiptadeildar bresku leyniþjónustunnar (Government Communications Headquarters) Bretland B R E T L A N D B E L G Í A F R A K K L A N D Þ Ý S K A L A N D Í TA L Í A S PÁ N N 24. október The Guardian fullyrðir að NSA hafi hlerað símtöl 35 þjóðar- leiðtoga. Enginn þeirra er þó nafn- greindur í skjal- inu, sem blaðið vitnað til. 16. júní The Guardian fullyrðir að bæði bandaríska og breska leyniþjón- ustan hafi fylgst með leiðtogum á fundi G20 ríkjanna árið 2009. 20. júní The Guardian fullyrðir að NSA hafi njósnað um 38 erlend sendiráð og ræðismannsskrif- stofur í Banda- ríkjunum, þar á meðal sendiráð Frakklands, Ítalíu og Grikklands. Heimildir: The Guardian, Der Spiegel, The Voice of Russia, Electronic Frontier Foundation NJÓSNIR BANDARÍKJAMANNA Í EVRÓPU Frá því í sumar hafa fj ölmiðlar birt ógrynni upplýsinga um njósnastarfsemi bandarísku leyniþjónustunnar, meðal annars í Evrópulöndum. Meirihluti upplýsinganna er fenginn úr skjölum sem bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden lak til fj ölmiðla. Meðfylgjandi samantekt er ekki tæmandi. KÍNA, AP Fimm manns hafa verið handteknir í Kína og sakaðir um aðild að sjálfsvígsárás á Torgi hins himneska friðar í Peking fyrr í vikunni. Á mánudaginn var bifreið ekið inn í mannfjölda á torginu, með þeim afleiðingum að fimm létust og nokkrir tugir slösuðust. Hinir handteknu eru allir taldir vera Úígúrar, en aðskiln- aðarhreyfing Úígúra hefur lengi barist gegn yfirráðum Kínverja í Xinjiang-héraði. - gb Fimm handteknir í Kína: Sakaðir um hryðjuverk BANDARÍKIN James Clapper, leyni- þjónustustjóri Bandaríkjanna, segir ekki nema eðlilegt að Banda- ríkjamenn njósni um leiðtoga vin- veittra ríkja. Önnur ríki geri það hvort sem er, þannig að þetta séu gagnkvæmar njósnir. Auk þess sé þessi starfsemi bráðnauðsynleg: „Við getum ekki beðið alríkislögregluna um að hafa uppi á hryðjuverkamönnum sem eru að skipuleggja árásir, og útvega henni svo ekki þær upp- lýsingar sem hún þarf til þess,“ sagði Clapper í yfirheyrslu hjá leyniþjónustunefnd fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings á þriðjudag. Í þau fimmtíu ár, sem hann hefur starfað við leyniþjónustu, hafi það verið grundvallaratriði að njósnað væri um leiðtoga ann- arra ríkja til að kanna hvort það sem þeir segja opinberlega sé í samræmi við það sem raun- verulega er að gerast. Þessi ummæli hans stangast algerlega á við viðbrögð Bar- ack s O ba m a Bandaríkjaforseta sem nú boðar heildarendurskoðun á starfsemi bandarísku leyniþjónustunnar. Sér í lagi verði nú hætt að njósna um leiðtoga vinveittra ríkja. Viðbrögð Obama koma í beinu framhaldi af linnulitlum frétta- flutningi undanfarinna mán- aða um víðtæka njósnastarfsemi Bandaríkjanna, en sá fréttaflutn- ingur er að mestu byggður á skjöl- um sem uppljóstrarinn Edward Snowden hefur lekið til fjölmiðla. Dianne Feinstein, formaður leyniþjónustunefndar öldunga- deildar Bandaríkjaþings, hefur brugðist hart við þessum frétta- flutningi. „Hvað varðar upp- lýsingasöfnun NSA um leiðtoga vinaþjóða Bandaríkjanna – þar á meðal Frakklands, Spánar, Mexíkó og Þýskalands – þá leyf- ið mér að taka fortakslaust fram: Ég er algerlega andvíg því,“ sagði hún í yfirlýsingu, sem hún sendi frá sér fyrr í vikunni. Þessar mótsagnir hafa vakið athygli fjölmiðla í Evrópu, sem benda á að bandaríska leyniþjón- ustan virðist fara sínu fram án minnsta tillits til vilja forseta síns og þingmanna. gudsteinn@frettabladid.is Ætla ekki að láta forseta stjórna sér Stjórnendur bandarísku leyniþjónustunnar virðast ekkert sjá athugavert við að njósna um leiðtoga vinveittra ríkja, jafnvel þótt Obama forseti vilji nú stöðva allt slíkt. Njósnirnar séu bráðnauðsynlegar og hvort sem er stundaðar á báða bóga. BARRACK OBAMA DÓMSTÓLAR Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagrein- ingar, var dæmdur í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær til þess að greiða verktakanum Fonsa tæplega níu milljónir króna. Fyrirtækið steypti upp hús hans í Kópavogi en Kári neitaði að greiða fyrir verkið þar sem hann taldi fyrirtækið ofrukka fyrir framkvæmdina. Kári hefur áður verið dæmdur fyrir að greiða ekki verktökum vegna vinnu þeirra við sama hús. - vg Dæmdur til þess að borga: Þarf að greiða níu milljónir Í FAÐMI FJÖLSKYLD- UNNAR Omar Masúd er fertugur og kominn heim til fjöl- skyldunnar eftir að hafa setið tuttugu ár í fangelsi fyrir að verða ísraelskum lögfræðingi að bana. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍSRAEL, AP Ísraelsk stjórnvöld höfðu ekki fyrr látið 26 Palestínumenn lausa en gefin var út ný bygging- arheimild til ísraelskra landtöku- manna í austanverðri Jerúsalem. Fangarnir voru látnir lausir í gærmorgun samkvæmt samkomu- lagi við Palestínumenn, sem gert var í von um að koma friðarvið- ræðum af stað á ný. Þetta er annar fangahópurinn af fjórum sem fær frelsið. Ákvörðunin hefur vakið reiði margra í Ísrael, en á móti njóta byggðir landtökumanna á svæðum Palestínumanna víðtæks stuðnings meðal Ísraela. - gb Ísraelar létu 26 palestínska fanga lausa: Landtökumönnum leyft að byggja meir REYKJAVÍK Skólamáltíðir hækka um þúsund krónur á næsta ári sam- kvæmt nýrri gjaldskrá Reykja- víkurborgar fyrir árið 2014 og munu kosta 7.600 krónur á mánuði. Hækkunin á bæði við um leikskóla og grunnskóla og er sögð vera til að mæta hækkun á hráefniskostnaði. „Hráefniskostnaður frá árinu 2008 hefur hækkað um 45-85 prósent og við þurfum að mæta þessari hækkun ef við ætlum að bjóða upp á gæðamat,“ segir Helga Sigurðardóttir, gæðastjóri Reykjavíkurborgar. Hún segir gæðastýringu vera mikilvæga og með nýju kerfi sem verið er að innleiða í borginni munu mál- tíðirnar vera næringarreiknaðar. Misjafnt er hvað sveitarfélög greiða skólamáltíðir mikið niður. Reykjavíkurborg niðurgreiðir um 50 prósent leikskólamáltíða og um 40 prósent af mat í grunnskólum. Með nýrri gjaldskrá mun máltíðin kosta 380 krónur. Börnin í grunn- skólanum í Vogum á Vatnleysu- strönd fá ókeypis máltíð, í Reykja- nesbæ kostar máltíðin 290 krónur og í Kópavogi 415 krónur. - ebg Skólamáltíðir leik- og grunnskólabarna hækka í verði á næsta ári: Hækka til að mæta kostnaði Við þurfum að mæta þessari hækkun ef við ætlum að bjóða upp á gæðamat. Helga Sigurðardóttir, gæðastjóri Reykjavíkurborgar Þorbjörg Helga 1. sæti Reykjavík Við opnum í dag! Í dag kl. 17.00 opna stuðningsmenn Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur kosningamiðstöð í Ármúla 7. thorbjorghelga.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.