Fréttablaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 4
31. október 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
22 Íslendingar eru á nýjum lista yfir alþjóðleg bréfskákstig.
Daði Örn Jónsson er hæstur þeirra
með 2.519 ELO stig.
Stigahæsti bréfskákmaður heims er
hollenski stórmeistarinn Jopp J. Van
Oosterom með 2.711 ELO stig.
LEIÐRÉTT
Ranghermt var í umfjöllun í Mark-
aðnum í gær að skulda/EBITDA-hlutfall
Mylluseturs, útgefanda Viðskipta-
blaðsins, væri 2,9. Á félaginu hvíldu um
áramót engar vaxtaberandi skuldir og
því var hlutfallið þá -1,1. Félagið telst
því í enn betri stöðu til að taka á sig
skuldir, kjósi stjórnendur að fara þá leið.
EFNAHAGSMÁL Verðmæti tíu þús-
und króna seðla í umferð er þegar
orðið meira en tvö þúsund króna
seðla. Tíu þúsund króna seðlarn-
ir voru teknir voru í notkun 24.
þessa mánaðar, en Seðlabank-
inn ákvað árið 2011 að láta ekki
prenta fleiri tvö þúsund króna
seðla heldur láta þá fjara út.
Þetta kemur fram í svari Seðla-
bankans við fyrirspurn á vefnum
spyr.is um hvort borgi sig að búa
til einnar og fimm krónu mynt og
hvort sú mynt sé enn slegin.
Fram kemur í svarinu að enn sé
til mynt að verðmæti ein króna og
fimm krónur sem bíði þess að fara
í umferð. Engin ákvörðun hafi
verið tekin um að hætta fram-
leiðslu þeirra. Myntin sé þó til-
tölulega dýr í framleiðslu miðað
við nafnvirði hennar á meðan
seðlar séu tiltölulega ódýrir í
framleiðslu.
„Myntin endist hins vegar mjög
lengi og langstærsti hluti þeirrar
myntar sem er í umferð var fram-
leiddur þegar innkaupsverð krónu-
peningsins og fimmkrónupenings-
ins var undir nafnvirði þeirra,“
segir í svari Seðlabankans.
Miðað við síðustu framleiðslu er
sagt kosta nokkru meira að fram-
leiða krónumynt en nafnverð-
ið segir til um, en fimm krónu
myntin komi út nokkurn veginn á
sléttu. „Það kostaði um 29 krónur
að prenta hvern tíu þúsund króna
seðil sem nú er verið að setja í
umferð, og síðast þegar fimm
þúsund króna seðill var prentað-
ur kostaði það um 18 krónur.“ - óká
Seðlabankinn segir að ákveðið hafi verið að prenta ekki fleiri 2.000 króna seðla heldur láta þá fjara út:
Tíu þúsund króna seðill kostar 29 krónur
PENINGAR Langstærstur hluti af
verðmæti seðla og myntar í umferð er í
formi 5.000 króna seðla. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Heimaey
Landeyjahöfn
Eyjafjallajökull
Fernanda
Surtsey
Vel heppnuð björgunaraðgerð
TF-GNA
TF-LIF
Björgunarskipið
Þór og lóðsinn úr
Vestmannaeyjum
Varðskipið Þór
➜ Atburðarásin í gær
Útkall berst Björgunarfélagi Vestmannaeyja.
Björgunarskipið Þór lagði af stað frá Vestmannaeyjum.
Lóðsinn úr Eyjum fór á vettvang.
Þyrlan TF-GNA kemur á staðinn.
Fyrsti skipverjinn hífður upp í þyrluna.
Björgunarskipið Þór kemur á staðinn.
Síðasti skipverjinn hífður upp í þyrluna.
Allir komnir um borð í þyrluna.
Varðskipið Þór leggur af stað frá Reykjavík.
Þyrlan lendir með mennina á Reykjavíkurflugvelli.
Varðskipið Þór kom á staðinn og hóf slökkvistörf.
BRUNI Mannbjörg varð þegar
flutningaskipið Fernanda varð
alelda suður af landinu í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar náði
að hífa ellefu manna áhöfn skips-
ins um borð í þyrluna á 20 mín-
útum.
Mikill viðbúnaður var eftir að
samband náðist við skipstjóra
Fernanda. Skipið var þá orðið
vélarvana og á svæðinu slæmt
veður og haugasjór. Eldur hafði
komið upp í vélarrúmi skipsins
um hádegisbil og varð skipið
nær alelda á stuttu tíma. Kallað-
ar voru út tvær björgunarþyrlur,
varpskipið Þór sett í viðbragðs-
stöðu sem sigldi af stað stuttu
síðar. Björgunarskip Landsbjarg-
ar og Lóðsinn í Vestmannaeyjum
héldu þegar úr höfn.
Lent var með áhöfn skipsins
á Reykjavíkurflugvelli á fjórða
tímanum. Mennirnir, sem eru
af nokkrum þjóðernum en allir
rússneskumælandi, voru sótugir
þegar neyðarhópur Rauða kross-
ins tók á móti þeim í húsnæði
félagsins í Efstaleiti.
Sólveig Ólafsdóttir, upplýsinga-
fulltrúi Rauða krossins, segir í
viðtali við Fréttablaðið að menn-
irnir, allir sem einn, hafi verið
ótrúlega yfirvegaðir og afþökk-
uðu bæði lyf og áfallahjálp við
komuna. Þeir hafi hins vegar
þegið hreinan fatnað með þökk-
um, og tóku vel til matar síns
af súpu, heitu kakói og smurðu
brauði. Eimskip, sem er þjón-
ustuaðili skipsins, sér áhöfninni
fyrir hótelgistingu en skýrslutök-
ur hefjast á morgun.
„Við vorum á staðnum þangað
til þyrlan var búin að taka alla
mennina frá borði,“ sagði Eyþór
Þórðarson, skipstjóri björgunar-
skipsins Þórs. „Við biðum ef það
skyldi eitthvað koma fyrir í milli-
tíðinni. Það er alveg með ólíkind-
um hvað það gekk vel að hífa þá
upp. Þetta er það erfiðasta sem
ég hef farið í, fjögurra metra
ölduhæð og skipið valt mikið.“
Lóðsinn í Vestmannaeyjum
var á staðnum í gærkvöldi við
slökkvistarf; sprautaði sjó yfir
skipið og virtist eldurinn vera
í rénun. Varðskipið Þór tók við
aðgerðum á vettvangi þegar
skipið kom á staðinn undir
kvöld.
Landhelgisgæslan mun
meta stöðuna að nýju nú í
fyrramálið með Slökkvi-
liði höfuðborgarsvæðisins
og öðrum viðbragðsaðilum.
Verða þá teknar ákvarðanir
um framhaldið.
svavar@frettabladid.is
nanna@frettabladid.is
Björguðu ellefu skipverjum
Mannbjörg varð þegar flutningaskipið Fernanda varð alelda suður af landinu í gær. Þyrla var aðeins 23 mín-
útur að hífa alla frá borði. Sjómennirnir sýndu mikið æðruleysi þrátt fyrir erfiða lífsreynslu í logandi skipinu.
Sigurður Heiðar Wiium, flugstjóri á TF-GNA, segir að aðeins um 20 mínútur hafi tekið að hífa alla mennina
ellefu um borð í þyrluna. „Þegar við komum á staðinn voru aðstæður nokkuð alvarlegar; eldtungur og reykur
úr vélarrúmi og brú. Áhöfnin var öll komin út á dekk. Sigurður segir að sjómennirnir hafi verið hífðir tveir og
tveir upp í þyrluna. „Á þessum mínútum sem við vorum við skipið fannst okkur eldurinn aukast. Þeir voru allir
komnir með töskurnar sínar út á dekk en við urðum að neita þeim um að taka þær með sér. Allir voru þeir við
góða heilsu en mér skildist á þeim að þeir væru nokkuð hræddir.“
Um borð í TF-GNA voru auk Sigurðar Brynhildur Bjartmarz flugstjóri, Guðmundur R. Magnússon sigmaður, í
sinni fyrstu sjóbjörgun, Óskar Óskarsson spilmaður og læknirinn Hannes Petersen. - shá
Biðu á dekkinu með töskurnar sínar
Fernanda er 75 metrar að lengd
og 2.500 brúttótonn.
Skipið var sjósett árið 1981 og
er skráð í Dóminíska lýðveldinu.
Eva Dögg Sigurgeirsdóttir prýðir
forsíðu Lífsins í þessari viku.
Hún rekur tískuvefinn tíska.is og
von er á hennar fyrstu tískubók
fyrir jólin.
Hrekkjavaka er haldin hátíðleg
um helgina og munu förðunar-
fræðingar NN Makeup School
sýna hugmyndir að ógnvekjandi
hrekkjavökuförðun.
Ásta S. Einarsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Dr. Bragi í Lond-
on, segir frá íslenskum vísind-
um á bak við snyrtivörurnar en
meðal viðskiptavina eru Beck-
ham-fjölskyldan og leikkonan
Sienna Miller.
Nærfatalína fótboltakappans
Cristianos Ronaldo er komin til
Íslands. Þetta og meira til verður
í Lífinu sem fylgir Fréttablaðinu
á föstudögum.
Lífið fylgir
Fréttablaðinu
á föstudögum
LÍFIÐ Von er á fyrstu tískubók Evu
Daggar Sigurgeirsdóttur fyrir jólin.
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
Lifandi og aðgengileg
umfjöllun um ástir Íslendinga
að fornu – um rétt þeirra
til að elska, makaval,
hjónaskilnaði, frillulíf
og ást á eigin kyni.
Ingibjörg Karlsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Strekkingsvindur nokkuð víða.
SNJÓKOMA EÐA SLYDDA NORÐANLANDS næstu daga og má búast við talsverðri
úrkomu þar á morgun. Annað kvöld fer að snjóa eða slydda austanlands en svo dregur
úr úrkomu á laugardag. Sunnanlands verður hins vegar nokkuð bjart næstu daga.
2°
15
m/s
2°
16
m/s
3°
5
m/s
6°
6
m/s
Á morgun
Strekkingur eða allhvasst norðan og
vestan til, annars hægari vindur.
Gildistími korta er um hádegi
1°
-3°
2°
-1°
-1°
Alicante
Aþena
Basel
22°
24°
16°
Berlín
Billund
Frankfurt
11°
11°
11°
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
13°
11°
11°
Las Palmas
London
Mallorca
24°
16°
22°
New York
Orlando
Ósló
19°
29°
11°
París
San Francisco
Stokkhólmur
13°
16°
9°
3°
4
m/s
4°
4
m/s
1°
4
m/s
3°
14
m/s
1°
6
m/s
1°
15
m/s
-3°
5
m/s
2°
-1°
2°
1°
0°
Þetta er það erfiðasta
sem ég hef farið í,
fjögurra metra ölduhæð
og skipið valt mikið.
Eyþór Þórðarson
Skipstjóri björgunarskipsins Þórs