Fréttablaðið - 07.11.2013, Page 2
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2
NÁTTÚRUVERND „Einn hraunavinur kom með þessa fána og okkur
fannst við hæfi að stinga þeim niður til að reyna að bæta ásýnd svæð-
isins aðeins,“ segir Reynir Ingibjartsson hraunavinur og segir svæðið
stórskemmt eftir að 40 tonna ýta ruddist yfir það.
„Annars köllum við þessa daga Kjarvalsdaga. Við höfum óskað eftir
því við myndlistarfólk að það leggi okkur lið við verndun hraunsins.
Það mættu hins vegar fáir myndlistarmenn í gær enda viðraði ekki
til að standa úti og mála. Það var rok og á tímabili gekk á með éljum,“
segir Reynir og bætir við að spáð sé betra veðri þegar líður að helgi.
Hann segir að nokkrir myndlistarmenn hafi boðið hraunavinum
myndir sem þeir geti selt til að fjármagna starfsemi sína. Fyrir það
séu hraunavinir afar þakklátir. -jme
Hraunavinir halda áfram baráttu fyrir vernd Gálgahrauns:
Kjarvalsdagar standa yfir
ÁSÝNDIN BÆTT Hraunavinir stungu niður fánum í gær til að bæta ásýnd hrauns-
ins. Reynir Ingibjartsson hraunavinur stingur niður fána í hraunið skammt frá
Kjarvalsklettunum svokölluðu. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
SAMGÖNGUR „Norræna hefur
verið þungamiðja í atvinnulífi
bæjar ins,“ segir Vilhjálmur Jóns-
son, bæjarstjóri Seyðisfjarðar.
Rekstraraðili Norrænu, Smyril
Line, hefur til athugunar að sigla
ferjunni til Fjarðabyggðar í stað
Seyðisfjarðar.
Forsvarsmenn Smyril Line
hafa sent bæjar- og hafnarstjórn
Fjarðabyggðar erindi vegna þessa
og verður það skoðað á næstu
dögum.
Valdimar Hermannsson, for-
maður stjórnar Sambands sveitar-
félaga á Austurlandi, segir að
erindið hafi komið á óvart. Hann
segir að stjórnendur Fjarða-
byggðar vilji styðja við bakið á
nágrönnum sínum á Seyðisfirði.
„En ef stjórnendur Smyril Line
eru búnir að taka ákvörðun um að
fara frá Seyðisfirði, þá verðum
við að ræða við þá.“ Tvær hafnir
þykja koma til greina i Fjarða-
byggð, Reyðarfjöður og Eski-
fjörður.
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son, forsætisráðherra og fyrsti
þingmaður kjördæmisins, hitti
bæjarstjóra Seyðisfjarðar á fundi
í gær og á fundinum voru þessi
mál rædd. - jme,bl
Eigendur farþegaferjunnar Norrænu íhuga að hætta að sigla til Seyðisfjarðar
Skoða Eskifjörð og Reyðarfjörð
SMYRIL LINE Eigendur Norrænu hafa sent bæjaryfirvöldum í Fjarðabyggð erindi
og óskað eftir viðræðum um að Norræna hefji siglingar annaðhvort til Eskifjaðar
eða Reyðarfjarðar.
SAMFÉLAG „Það eru endalausir nýir
fletir til að upplifa og sjá,“ segir
Gunnar Þór Jónsson sem starfar
sem sjálfboðaliði á leikskólanum
Tjarnarseli í Reykjanesbæ. Hann
fór á eftirlaun síðasta vor eftir
fjörutíu ára
starf sem kenn-
ari og skóla-
stjóri, nú síðast
sem skólastjóri
Heiðarskóla í
Reykjanesbæ.
„Þetta á sér
langan aðdrag-
anda. Konan
m í n h e f u r
verið leikskóla-
stjóri á Tjarnarseli í 18 ár. Þetta
var einn af fyrstu leikskólunum
sem fór markvisst í lestrar- og
skriftar kennslu og ég hef fylgst
með starfi þeirra lengi, bæði hjá
konunni og svo barnabörnunum
sem hafa komið nánast læs upp úr
leikskólanum.“
Gunnar langaði að sjá hvernig
unnið er með lestur, skrift og
íslenskukennslu í leikskólanum
og hjálpar til með lestrarkennslu
fyrir elstu börn leikskólans fyrir
hádegi alla virka daga.
„Það er frábært að fylgjast með
þeim og fá að taka þátt af fullum
krafti. Svo get ég líka kannski lagt
eitthvað til málanna. Það er líka
alltaf gaman að vinna með börnum
og fá að kenna þeim. Mín reynsla
og áhugi liggur fyrst og fremst á
sviði skólamála,“ segir Gunnar.
Hann segir lítið mál fyrir þau
hjónin að starfa saman. „Við
höfum unnið mikið saman í gegn-
um tíðina en ég veit svo sem ekki
hvernig það er fyrir hitt starfs-
fólkið að kallinn sé kominn í
starfsmannahópinn.“
Gunnar þvertekur fyrir að hann
hafi tekið að sér starfið af því að
honum leiddist eftir að hann fór á
eftirlaun. „Alls ekki. En mig hefur
lengi langað til að taka þátt í verk-
efninu og loksins fékk ég tíma
fyrir það.“
Ragnhildur Sigurðardóttir,
aðstoðarleikstjóri Tjarnarsels,
hefur stýrt lestrarkennslunni í
leikskólanum og fagnar framlagi
Gunnars. „Það er alveg yndislegt
að fá hann hérna inn. Hann kennir
okkur nýjar leiðir og hann kynn-
ist leiðum leikskólans. Svo finnst
börnunum óskaplega gaman að
hafa hann með,“ segir Ragnhildur.
Tjarnarsel hefur í tíu ár lagt
áherslu á lestrarnám. Markmiðið
er að styrkja sjálfstraust barnanna
og sporna við sérkennslu í grunn-
skólum. Það er gert með því að
kynna börnin fyrir lestri í gegnum
leik og vekja forvitni þeirra.
erlabjorg@frettabladid.is
Skólastjóri er sjálf-
boðaliði á leikskóla
Gunnar Þór Jónsson hafði lengi langað til að kynna sér og aðstoða við lestrar-
kennslu í leikskóla. Hann lét verða af því þegar hann fór á eftirlaun síðastliðið vor.
RAGNHILDUR
SIGURÐARDÓTTIR
LESTUR Í GEGNUM LEIK Gunnar aðstoðar leikskólakennara við að kenna börnun-
um lestur í gegnum alls kyns leiki
SAMFÉLAGSMÁL „Jólapakkarnir
fara til Úkraínu á svæði þar sem
er mikil fátækt og mikið atvinnu-
leysi. Pakkarnir fara til munaðar-
lausra barna og til barna sem
eiga fátæka að,“ segir Salvar
Geir Guðgeirsson, verkefnis-
stjóri fyrir Jól í skókassa, sem er
á vegum KFUM. Nokkur hundruð
gjafir hafa borist en söfnuninni
lýkur á laugardag.
„Við biðjum fólk um að láta svo-
lítinn pening fylgja með gjöfinni,
500 til 1.000 krónur. Peningarnir
fer upp í sendingarkostnað,“
segir Salvar. - jme
Söfnun KFUM lýkur brátt:
Börn í Úkraínu
fá jólagjafir
SPURNING DAGSINS
Það er frábært að
fylgjast með þeim og fá að
taka þátt af fullum krafti.
Svo get ég líka kannski
lagt eitthvað til málanna.
Gunnar Þór Jónsson, fyrrverandi skóla-
stjóri og sjálfboðaliði á Tjarnarseli.
Björgólfur, eruð þið ekki í
skýjunum?
„Jú, við erum í sjöunda himni.“
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair
Group, býst við áframhaldandi vexti félagsins
en það skilaði nýverið hagnaði upp á rúma
átta milljarða króna.
DÓMSMÁL Wojciech Marcin Sadowski var í
gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í
fimm ára fangelsi fyrir nauðgun, sérstaklega
hættulega líkamsárás og frelsissviptingu.
Wojciech, sem er pólskur ríkisborgari, var
ákærður fyrir að hafa í apríl á þessu ári
haldið ástralskri konu nauðugri í iðnaðarhús-
næði í 30 til 40 mínútur og beitt hana ofbeldi.
Þá var hann einnig ákærður fyrir að hafa,
meðan á frelsissviptingu stóð, krafið konuna
um kynlíf, ítrekað slegið og sparkað í höfuð
hennar og líkama, þröngvað hana til munn-
maka og haldið áfram árás sinni eftir það.
Wojciech neitaði sök í málinu en dómarar í
málinu telja að framburður konunnar sé trú-
verðugur. Hún gaf skýra og greinargóða lýs-
ingu á atvikum við aðalmeðferð málsins, sem
var í öllum meginatriðum í samræmi við frá-
sögn hennar við skýrslutöku hjá lögreglu og
við réttarlæknisfræðilega skoðun á Neyðar-
móttöku í kjölfar atburðarins.
Wojciech var dæmdur fyrir alla þá liði sem
hann var ákærður fyrir og segir í dómnum að
árás hans hafi verið mjög alvarleg og til þess
fallin að valda konunni miklum ótta og van-
líðan. Þá beitti hann stórfelldu ofbeldi.
Hann þarf að greiða konunni rúmlega 3
milljónir króna í miskabætur. - ebg
Maður sem hélt ástralskri konu nauðugri í iðnaðarhúsnæði í Reykjavík dæmdur í héraðsdómi:
Fimm ára fangelsi fyrir árás og nauðgun
HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Wojciech Marcin
Sadowski var í gær dæmdur fyrir frelsissviptingu, sér-
staklega hættulega líkamsárás og nauðgun.
FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR SIGURÐSSON
STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson forsætisráðherra
skipaði í gær nýja stjórnarskrár-
nefnd í samræmi við samkomu-
lag allra þingflokka frá því í
sumar.
„Í nefndinni sitja fulltrúar
tilnefndir af þeim stjórnmála-
flokkum sem sæti eiga á Alþingi,
nánar tiltekið fjórir fulltrúar til-
nefndir af ríkisstjórnarflokk-
unum og fjórir af stjórnarand-
stöðu,“ segir í tilkynningu frá
forsætisráðuneytinu. Sigurður
Líndal, prófessor emeritus, er
formaður nefndarinnar. - gar
Endurskoðun heldur áfram:
Ný nefnd um
stjórnarskrána