Fréttablaðið - 07.11.2013, Qupperneq 4
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4
22,3% heimila fengu netið í gegnum
ljósleiðara á síðasta ári
en 70,8% í gegnum ADSL eða
sambærilega tengingu.
Ljósleiðaravæðingin hefur gengið
hratt, því árið 2009 voru aðeins 3,7%
heimila með ljósleiðaratengingu.
VEIÐI Enginn virðisaukaskattur er
innheimtur af sölu stangveiðileyfa
þar sem sala á veiðileyfum flokk-
ast undir fasteignaleigu. Þetta
kemur fram í svari Frosta Sigur-
jónssonar, formanns efnahags-
og viðskiptanefndar Alþingis, við
fyrirspurn á vefnum spyr.is.
Stangveiði á Íslandi veltir um
20 milljörðum króna á ári, að því
er fram kemur í ársskýrslu Veiði-
málastofnunar fyrir síðasta ár.
Fasteignaleiga er undanþegin
virðisaukaskatti og þar með
útleiga á fasteignatengdum rétt-
indum eins og veiðirétti. - bj
Enginn VSK af stangveiðum:
Veiðileyfi teljast
fasteignaleiga
VEIÐI Stangveiði hér á landi veltir um
20 milljörðum króna á ári.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SKIPULAGSMÁL Flennistór auglýs-
ing fyrir Coca-Cola á húsi Hótels
Borgar við Pósthússtræti vakti
athygli vegfarenda á þriðjudag en í
gær var auglýsingin á bak og burt.
„Það voru bara ekki öll tilskilin
leyfi komin í hús hjá þeim sem
seldi okkur auglýsingasvæðið,
Hótel Borg,“ segir Jón Viðar Stef-
ánsson, markaðsstjóri hjá Vífilfelli.
Hann segir að auglýsingin hafi
hangið uppi í sólarhring en síðan
verið fjarlægð. Hann vonist til að
auglýsingin verði sett upp aftur. - hva
Vífilfell hljóp á sig:
Risaauglýsing
án heimildar
GÓÐGERÐARMÁL Fréttavefurinn
Vísir stefnir að því að gefa
Barnaspítala Hringsins veglega
peningagjöf rétt fyrir jól. Hversu
há upphæðin verður veltur á
Facebook-vinum Vísis því að við
hvert „like“ sem Vísir fær renna
25 krónur til spítalans.
„Leikurinn hefur farið afar vel
af stað og í raun og veru hraðar
en við hefðum þorað að vona,“
segir Tinni Sveinsson, vefstjóri
Vísis. „Nú þegar hafa nokkur þús-
und manns bæst í vinahóp okkar
á Facebook og þar með bæst í hóp
þeirra sem styrkja Barnaspítalann
án þess þó að borga krónu.“
Í upphafi átti að fara af stað með
leik þar sem fólk gæti unnið vinn-
inga eins og vinsælt er á Facebook.
Niðurstaðan varð hins vegar sú að
verja peningunum í gott málefni.
„Við fylgjumst spennt með
þróun mála en leikurinn verður í
gangi þangað til líða fer að jólum.
Þannig að vonandi getum við gefið
Barnaspítalanum mjög veglega
jólagjöf,“ segir Tinni. - ebg
Góðgerðarleikur á Facebook vekur jákvæð viðbrögð:
Vinir Vísis styrkja Barnaspítala
Leikur-
inn fer mjög
vel af stað og
í raun og veru
hraðar en
við hefðum
þorað að
vona.
Tinni Sveinsson
vefstjóri Vísis
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundur@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is
FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
SVONA ERUM VIÐ
FÉLAGSMÁL Ekkert mál hefur borist
nefnd sem ætlað er að úrskurða um
hvort beita megi fatlað fólk nauðung
á því ári sem liðið er frá því henni
var komið á laggirnar. Ástæðan er
fjárskortur sérfræðinga sem fjalla
um málin.
Um 80 mál eru í vinnslu hjá hópi
sérfræðinga sem undirbýr mál sem
berast til nefndarinnar, skoðar til-
lögur og kemur með ábendingar
um mögulegar leiðir aðrar en vald-
beitingu, segir Felix Högnason, for-
maður hópsins.
Sérfræðingarnir sinna verkinu í
hlutastarfi og fá aðeins laun í sex
klukkustundir í mánuði til að vinna
að málunum. Það er allt of lítill tími
til að þoka þessum mikla fjölda mála
áfram, segir Felix.
Lögum um réttindagæslu fyrir
fatlað fólk var breytt um mitt síðasta
ár með það að markmiði að draga úr
nauðung í þjónustu við fatlað fólk, til
dæmis á sambýlum, í dagvistun og
skammtímavistun. Undir nauðung
fellur til dæmis að loka hluta íbúð-
ar fyrir íbúa hennar, geyma mat
eða aðrar eigur í læstum hirslum,
skammta peninga, halda manneskju
eða flytja hana nauðuga milli staða.
Eftir lagabreytinguna er starfs-
mönnum sambýla, þroskaþjálfum og
öðrum sem vinna með fólki með fötl-
un gert að sækja um undanþágu telji
þeir nauðsynlegt að beita manneskju
með fötlun einhvers konar nauðung.
Þar sem engin undanþága hefur
verið veitt frá þeirri meginreglu
að ekki skuli beita fólk með fötlun
nauðung eru allar líkur á því að
starfsmenn sem telja sig þurfa að
beita nauðung geri það áfram þrátt
fyrir að lögin banni það, segir Felix.
„Það er auðvitað óheppilegt og
óeðlilegt að það sé niðurstaðan,“
segir Felix. Hann segir þó engan
afslátt gefinn af faglegum kröfum
sem gerðar eru til sérfræðingahóps-
ins. Betra sé að taka lengri tíma til
að afgreiða mál en að slaka á kröfum
um faglega meðferð.
Á því ári sem liðið er frá því sér-
fræðihópurinn var skipaður hafa um
80 mál borist, en í greinargerð með
lögunum segir að búast megi við um
200 málum fyrsta árið. Felix reikn-
ar með að mun fleiri umsóknir séu
væntanlegar og mikilvægt að auka
verulega við starfsemi sérfræði-
hópsins til að losa um flöskuhálsinn.
brjann@frettabladid.is
Nefnd sem vernda á fatlaða
gegn nauðung er í fjársvelti
Allar líkur eru á að fatlaðir séu enn beittir nauðung þótt nýleg lög banni það. Engar undanþágur hafa verið
veittar frá því lögin tóku gildi fyrir ári. Sérfræðingar fjalla um undanþágubeiðnir í aðeins sex tíma í mánuði.
„Það er almennt mikil
nauðung og mikil þvingun
í þjónustu við fatlað fólk,“
segir Freyja Haraldsdóttir hjá
NPA-miðstöðinni. Hún segir
að leggja eigi aukna áherslu á
að skoða hvers vegna þurfi að
beita nauðung.
„Það eru mörg dæmi um
fólk sem hefur fengið við-
eigandi aðstoð og í kjölfarið
hefur dregið úr því að það
missi stjórn á hegðun sinni og þar með því að það sé beitt nauðung,“ segir
Freyja. Hún segir augljóst að það hafi áhrif á hegðun fólks sem eigi erfitt
með að tjá sig hversu litlu það ráði um eigin aðstæður, til dæmis búsetu og
starfsfólk sem aðstoði það.
Mikil nauðung í þjónustu við fatlað fólk
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Laugardagur
Hæg breytileg átt í fyrstu.
SLYDDA EÐA ÉL Dregur úr vindi á landinu á morgun og léttir til um vestanvert
landið en má búast við lítils háttar éljum við norður- og austurströndina.
-1°
13
m/s
2°
13
m/s
3°
8
m/s
5°
9
m/s
Á morgun
8-15 m/s, hvassast A-til.
Gildistími korta er um hádegi
-2°
-4°
-5°
-6°
-8°
Alicante
Basel
Berlín
26°
19°
13°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
9°
15°
16°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
9°
9°
23°
London
Mallorca
New York
15°
26°
16°
Orlando
Ósló
París
28°
4°
17°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
6°
2°
6
m/s
2°
13
m/s
0°
7
m/s
1°
11
m/s
-1°
7
m/s
0°
11
m/s
-7°
8
m/s
-1°
-2°
-1°
-2°
-3°
NAUÐUNG Fatlað
fólk er beitt ýmiss
konar nauðung, og
af ýmsum ástæðum.
Í sumum tilvikum
er eigum haldið frá
einstaklingum, hluti
íbúða þeirra lokaður
af eða þeir færðir
milli staða gegn
eigin vilja.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu
KKKKK
„Meistaralega fléttuð ...
Lestrarupplifun ársins.“
F R I Ð R I K A B E N Ó N Ý S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I Ð
SAMFÉLAG Dagur gegn einelti er
á morgun. Eru landsmenn hvattir
til að standa saman gegn einelti í
samfélaginu, ekki síst í skólum og
á vinnustöðum.
Allir eru hvattir til að leggja
sitt af mörkum til að einelti fái
ekki þrifist í samfélaginu og að
beina sjónum að jákvæðum sam-
skiptum, jákvæðum skólabrag og
starfsanda.
Verkefnastjórn um aðgerðir
gegn einelti stendur að hátíðar-
dagskrá í Verzlunarskóla Íslands
á morgun í tilefni dagsins. - ebg
Allir leggja sitt af mörkum:
Standi saman
gegn einelti