Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2013, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 07.11.2013, Qupperneq 10
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 PI PA R\ TB W A · S ÍA · 1 33 21 3 STJÓRNSÝSLA Oddviti hreppsnefnd- ar í Rangárþingi ytra heitir bætt- um vinnubrögðum í kjölfar þess að farið var á svig við innkaupa- reglur við kaup á tölvubúnaði fyrir Grunnskólann á Hellu af Skakka- turni, umboðsaðila Apple á Íslandi, í sumar. Málið kom til tals á síðasta hreppsnefndarfundi þar sem full- trúar Á-listans, sem eru í minni- hluta, gagnrýndu að með kaup- unum, sem námu tæpum 3,7 milljónum króna fyrir utan virðis- aukaskatt, hafi verið farið um 300.000 krónum yfir þau mörk sem kveðið er á um í reglum sveitar- félagsins að útheimti útboð. Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti D-lista sem er í meirihluta í hreppsnefnd, segir í samtali við Fréttablaðið að viðmiðunarupp- hæðir hafi ekki verið uppreiknað- ar lengi og úr því þurfi að bæta, en eigi að síður liggi fyrir ströng við- mið um að fylgja reglunum. Drífa Hjartardóttir sveitarstjóri lýsti á fyrrnefndum fundi yfir ábyrgð á hendur sér. Hún hafi ekki vitað til þess að aðrir aðilar byðu upp á sömu vöru og þjónustu. Fulltrúar minnihlutans gagn- rýndu þá útskýringu og sagði Magnús H. Jóhannsson, fulltrúi Á-lista, að í opinberri stjórnsýslu væri ekki hægt að nota slík rök. „Aðalmálið er að það var ekki athugað, en opinber stjórnsýsla þarf að athuga og kanna málið. [...] Til hvers eru þá innkaupa- reglurnar og hvernig stjórnsýslu eigum við að hafa? Eigum við að segja: „Ég vissi ekki betur,“ og láta það nægja? Mér finnst það alveg afleitt.“ Guðmundur Ingi segist ekki ætla að hafa frumkvæði að því að fara lengra með málið að öðru leyti en því að herða á vinnubrögðum. „Það sem þarf að gera er að árétta við alla sem standa í inn- kaupum að fara eftir reglum í einu og öllu og láta það ekki henda að fara yfir. Það er eftirtekjan, að allir vandi sig enn meir.“ - þj Eftirköst deilna í hreppsnefnd Rangárþings ytra: Herða á vinnulagi í öllum innkaupum Skólastjóri Grunnskólans á Hellu er tengdafaðir framkvæmdastjóra Skakkaturns. Drífa segir í samtali við Fréttablaðið að hún þori ekki að fullyrða hvort hún hafi vitað af tengslunum þegar kaupin voru til umfjöllunar. „Ég er bara þori ekki að fara með hvort ég vissi það fyrir,“ segir hún. Aðspurð hvort hún hefði, eftir á að hyggja, viljað viðhafa önnur vinnubrögð í málinu, svarar Drífa að útboð hefði kostað mikið. ➜ Ekki viss hvort hún vissi af tengslum Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir málefni Íslandspósts lengi hafa verið til umfjöllunar og meðferðar bæði hjá PFS og Samkeppniseftirlitinu. „Ákvörðun PFS í nýlegu máli vegna bókhaldslegs aðskiln- aðar Íslandspósts var umfangsmikil og niðurstaðan sú að kostnaðarskipting Íslandspósts væri innan marka.,“ segir hún, en bætir um leið við að ákvörðun hafi verið kærð til úrskurðarnefndar póst- og fjarskiptamála og sé því í lög- formlegu ferli. „PFS hefur kynnt ráðuneytinu niðurstöður sínar og tillögur að aðgerðum, sem nú eru til skoðunar. Þar til þeirri vinnu lýkur er ekki tímabært að fella frekar dóma um framhaldið,“ segir hún. Varðandi framtíðarskipan mála segir Hanna Birna að lengi hafi staðið til að afnema einkarétt á póstdreifingu. „Einkaréttur á þessari þjónustu hefur auð- vitað verið takmarkaður jafnt og þétt á undanförnum árum og samkeppni aukin. Nú er svo komið að einungis er einkaréttur á að dreifa bréfum allt að 50 gr. Það hlýtur að vera markmið okkar að afnema þennan einkarétt að fullu, auk þess sem okkur ber samkvæmt tilskipun ESB að ganga lengra í þá átt,“ segir hún. Tilskipunin geri bæði ráð fyrir afnámi einkaréttar og ráðstöfunum til að tryggja lágmarksþjónustu til allra landsmanna. „Vilji til breytinga er því til staðar, en ákvörðun um tímasetningu og fyrirkomulag liggur ekki fyrir.“ Úrskurðarnefnd fer yfir ákvörðun PFS VIÐSKIPTI Keppinautar Íslandspósts (Póstsins) telja að ekki hafi verið nóg að gert í eftirliti Póst- og fjar- skiptastofnunar (PFS) með félaginu síðustu ár. Þannig hafi verið látið athugasemdalaust að kostnaður sé þannig færður að samkeppnis- rekstur njóti niðurgreiðslu frá einkaréttarstarfsemi. Í nýlegri ákvörðun PFS (18/2013) kemur fram að frekari vinna við kostnaðargreiningu standi yfir, en ekki hafi fundist dæmi um að stað- færsla kostnaðar í kostnaðarbók- haldi félagsins feli í sér „beina nið- urgreiðslu einkaréttar á kostnaði vegna samkeppnisrekstrar“. Gunnar Bjarnason, framkvæmda- stjóri InExchange, fyrirtækis sem annast sendingu og móttöku reikninga, segir svör sem honum hafi borist frá PFS í sumar varð- andi starfsemi Póstsins staðfesta það sem hann hafi haldið fram „að stofnunin væri vanhæf til að taka á lögbrotum Íslandspósts“. Í lögfræðiáliti sem hann aflaði sér í framhaldinu er vísað til þess að lög um póstþjónustu mæli með skýr- um hætti fyrir um skyldu rekstrar- leyfishafa til að skila alþjónustu frá öðrum rekstri og skyldu PFS til að hafa eftirlit með því að þeim reglum sé fylgt. Er í álitinu komist að þeirri niðurstöðu að Íslandspósti hafi verið óheimilt að nýta einkarétt sinn á bréfasendingum til að þróa þjónustuna „Möppu“ sem snúist um rafræna sendingu reikninga. „Þá verður að telja að það falli einnig innan hlutverks PFS að gæta þess að einkarétturinn sé ekki nýttur til þess að styrkja stöðu Íslands pósts ohf. á samkeppnis- mörkuðum, óháð því hvort um bein fjárframlög er að ræða,“ segir í álit- inu sem Hörður Felix Harðarson hæstaréttar lögmaður skrifar undir. Reynir Árnason, framkvæmda- stjóri Póstmarkaðarins, segir einnig alvarlegt mál að PFS hafi ekki sinnt eftirlitsskyldum sínum með fjárhagslegum aðskilnaði í rekstri Íslandspósts betur en raun beri vitni og vísar þar til niðurstöðu síðustu ákvörðunar PFS. „Eins og málið horfir við þá hefur í reynd verið um fullkomið aðgerð- arleysi stofnunarinnar að ræða að þessu leyti um langt árabil. Skyldur stofnunarinnar standa klárlega til þess að tryggja að aðskilnaðurinn sé í fullnægjandi horfi á hverjum tíma,“ segir hann. Stofnunin hafi þvert á móti tekið margar ákvarðan- ir á síðustu árum þar sem beinlínis sé byggt á því að núverandi rekstur sé í réttu horfi að þessu leyti. „Þetta aðgerðarleysi er til þess fallið að valda tjóni fyrir notendur póstþjónustu og á samkeppnis- mörkuðum.“ olikr@frettabladid.is SENDIBÍLAR ÍSLANDSPÓSTS Keppinautar Póstsins telja að á sig halli í samkeppni við félagið vegna einkaréttarstarfsemi Póstsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Áttu að vakta Póstinn betur Keppinautur Íslandspósts telur Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) vanhæfa til að taka á „lögbrotum“ Íslandspósts. Árum saman hafi engar athugasemdir verið gerðar við brotalamir í fjárhagslegum aðskilnaði í rekstri félagsins. Þá verður að telja að það falli einnig innan hlutverks PFS að gæta þess að einkarétturinn sé ekki nýttur til þess að styrkja stöðu Íslandspósts. Hörður Felix Harðarson hæstaréttarlögmaður FRÁ HELLU Oddviti hreppsnefndar í Rangárþingi ytra segir að hert verði á vinnu- brögðum við innkaup hreppsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FRAMKVÆMDIR Fyrstu skóflu- stungurnar voru teknar að nýju hátæknisetri líftæknifyrirtækis- ins Alvogen í Vatnsmýri í gær. Sjálft húsið er talið kosta um sex milljarða króna en aðrar fjárfest- ingar tengdar fyrirtækinu hljóða upp á 19 milljarða. Alþjóðlegar skrifstofur Alvogen verða í húsinu svo og þróunar setur líftæknilyfja. Með tilkomu nýja hátækni- setursins í Vatnsmýri er talið að um 200 ný störf skapist hér á landi. - jme 25 milljarða fjárfesting: Hátæknisetur í Vatnsmýri FYRSTU SKÓFLUSTUNGURNAR Tíu þurfti til að taka fyrstu skóflustung- urnar að nýju hátæknisetri í Vatnsmýri. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HEILBRIGÐISMÁL Ólöglegt tóbak Sala á ólöglegu tóbaki hefur aukist á áströlskum mörkuðum eftir að lög voru sett þar í landi um að vörumerki tóbaksframleiðanda megi ekki sjást á tóbakspökkum. Með einsleitum pökkum hefur markaðshlutdeild hins ólöglega tóbaks Manchester vaxið um eitt prósent. Einnig hafa skatttekjur áströlsku ríkisstjórnarinnar minnkað um 115 milljarða vegna tapaðra tekna í tóbakssölu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.