Fréttablaðið - 07.11.2013, Qupperneq 30
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 30TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR
Hvanneyrarbraut 44, Siglufirði,
verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju
laugardaginn 9. nóvember kl. 14.00. Sérstakar þakkir fær
starfsfólk á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar fyrir hlýtt viðmót
og góða umönnun.
Magnús B. Jónasson Margrét Maronsdóttir
Ævar B. Jónasson Guðlaug Friðriksdóttir
Sigrún J. Jónasdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna fráfalls elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
KRISTINS NILS ÞÓRHALLSSONAR
Löngumýri 20, Garðabæ.
Jórunn Jóna Óskarsdóttir
Örn Kristinsson Geirlaug Ingibergsdóttir
Elín Ýr Arnardóttir Hlynur Arnarson
Snorri Freyr
Elskulegur faðir minn,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
HELGI BJÖRNSSON
áður til heimilis í Ásgarði 5, Garðabæ,
andaðist á Hrafnistu í Hafnarfirði
miðvikudaginn 30. október. Útförin fer fram
frá Garðakirkju föstudaginn 8. nóvember kl. 13.00.
Alda K. Helgadóttir Sigurður Ottósson
barnabörn, barnabarnabörn og bróðir.
Ástkær systir okkar,
VALBORG ÞORGRÍMSDÓTTIR
frá Selnesi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi þriðjudaginn 5. nóvember.
Systkini hinnar látnu.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
INGIMUNDUR ÓSKARSSON
Fróðengi 3, Reykjavík,
lést á heimili sínu 2. nóvember sl. Útförin
fer fram frá Guðríðarkirkju, Kirkjustétt 8,
Grafarholti, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 13.
Margrét Ingimundardóttir
Óskar Sigþór Ingimundarson
Jón Þór Ingimundarson
Ingi Pétur Ingimundarson
Unnar Smári Ingimundarson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ÁRMANN JÓNSSON
Kópavogsbraut 1A,
sem lést á Landspítalanum í Fossvogi,
fimmtudaginn 31. október, verður jarðsettur
föstudaginn 8. nóvember 2013 kl. 11.00 frá
Fossvogskapellu.
Haukur Ármannsson Þórey Aðalsteinsdóttir
Valgarð Ármannsson
Guðbjörn Ármannsson Stefanía Ástvaldsdóttir
Barnabörn.
„Á þessari nýju plötu er ég að vinna
úr því sem hefur mótað mig frá barn-
æsku, öllum þeim áhrifum, til dæmis
klassískum og djassískum, sem ég
hef orðið fyrir innanlands og utan,“
segir djasspíanóleikarinn Árni Heiðar
Karlsson sem sendir frá sér plötuna
Mold í dag. Af því tilefni heldur Árni
Heiðar útgáfutónleika ásamt tríói sínu
á Óðinsgötu 7 klukkan 20.30 í kvöld.
Árni Heiðar segir titil nýju
plötunnar, sem er hans þriðja í röðinni,
vísa í persónulega reynslu sína. „Orðið
Mold vísar í raun til þeirrar uppeldis-
legu og tónlistarlegu moldar sem ég
sprett úr og svo er þetta enska orðið
„mold“ sem er í raun mótunin. Hvort
tveggja sameinast í titlinum og hefur
skírskotun til þess sem ég er að vinna
úr,“ útskýrir Árni Heiðar, en áður
hefur hann sent frá sér sólóplöturnar
Q árið 2001 og Mæri, sem kom út fyrir
fjórum árum. „Q var líklega nokkuð
dæmigerð fyrsta plata, bland í poka af
lögum sem ég samdi í námi og hér og
þar, og Mæri eins konar framhald af
henni. Það er alltaf erfitt að lýsa verk-
um sem maður er á kafi í sjálfur en ég
myndi telja að þessi nýja plata sé lág-
stemmdari en hinar tvær og ég horfi
meira inn á við.“
Píanóleikarinn tekur einnig fram að
félagar hans í tríóinu, þeir Þorgrímur
Jónsson á kontrabassa og Scott Mc-
Lemore á trommur, setji líka sinn svip
á plötuna enda hafi þeir spilað saman
í á þriðja ár. „Þótt ég semji lögin, sjái
um útsetningar og hafi endanleg áhrif
á lokaniðurstöðuna gerist þetta allt í
mikilli samvinnu hjá okkur. Þetta er
eins og að vera á leiksviði þar sem
hluti verksins er spunninn, þá er best
að þekkja samstarfsfólk sitt vel og
geta leikið sér að hlutum. Þannig koma
hæfileikar allra best í ljós.“
Útgáfutónleikana heldur Árni
Heiðar á heimili vinafólks síns á
Óðinsgötunni. „Þau hafa lánað mér
heimilið sitt fjórum sinnum fyrir tón-
leika, fyrst á Smáragötunni en sú íbúð
var aðeins of lítil svo þau ákváðu að
flytja í betra tónleikahúsnæði,“ segir
píanistinn og hlær. „Þarna er forláta
Steinway-flygill í stofunni, frábært
útsýni frá suðri til austurs og fallegar
svalir sem hýsa kolagrill, þannig að
við bjóðum upp á hamborgara og bjór
að tónleikunum loknum. Þetta verður
grand,“ segir Árni Heiðar að lokum.
kjartan@frettabladid.is
Horfi r meira inn á við
á nýrri sólóplötu sinni
Djasspíanóleikarinn Árni Heiðar Karlsson sendir í dag frá sér sína þriðju plötu, Mold. Af
því tilefni heldur hann útgáfutónleika á heimili vinafólks síns á Óðinsgötunni.
ÓÐINSGATA Þetta er í fjórða sinn sem Árni Heiðar heldur tónleika á Óðinsgötu 7, enda rúmar heimilið ágætis fjölda gesta sem geta gætt sér á
hamborgurum og bjór að tónleikum loknum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
MERKISATBURÐIR
1550 Jón Arason, biskup á Hólum, og synir hans eru teknir af
lífi.
1917 Októberbyltingin í Rússlandi (samkvæmt gregoríska tíma-
talinu).
1987 Ólafur Ragnar Grímsson verður formaður Alþýðubanda-
lagsins og tekur við af Svavari Gestssyni.
2007 Ungur námsmaður gerir skotárás í skóla í Jokela í Finn-
landi. Hann skýtur átta manns til bana, særir tólf og fremur
síðan sjálfsmorð.
Sameinuðu þjóðirnar samþykktu 7.
nóvember 1956 að krefjast þess að
Bretar, Frakkar og Ísraelsmenn kölluðu
hersveitir sínar í Egyptalandi heim án
tafar. Bandaríkin studdu SÞ í þessari kröfu
og heimflutningar hersveitanna við Súez-
skurðinn hófust viku síðar.
Forsaga málsins var sú að í júlí 1956
hafði Nasser Egyptalandsforseti tilkynnt
í ræðu að dagar vestrænna ítaka í araba-
löndum væru taldir og Súezskurðurinn
væri hér með þjóðnýttur. Þetta var þvert
á þá samninga sem höfðu verið gerðir um
skurðinn á árinu 1954 og Bretar, Frakkar
og Ísraelsmenn brugðust hart við.
Ísraelskar hersveitir komu til Egypta-
lands 29. október og hersveitir Breta og
Frakka fylgdu á eftir. Harðir bardagar
fylgdu í kjölfarið og sáu Sameinuðu þjóð-
irnar sér ekki annað fært en að skerast í
leikinn til að koma í veg fyrir frekara blóð-
bað. Um miðnætti 22. desember 1956
fóru síðustu hersveitir árásaraðilanna frá
Egyptalandi.
ÞETTA GERÐIST: 7. NÓVEMBER 1956
Gert að kalla hersveitir heim