Fréttablaðið - 07.11.2013, Blaðsíða 31
ENGIN
TÍSKUFRÍK
„Ég er agalega
léleg í því að til-
einka mér ríkjandi
tíksustrauma og er
lengi að taka eitt-
hvað sem er öðru-
vísi í sátt.”
FJÓRÐA BARNIÐ Á LEIÐINNI
Rússneska fyrirsætan Natalia Vodianova (31) á von á sínu
fjórða barni. Þetta er fyrsta barn hennar með kærastanum
Antoine Arnault en fyrir á hún tvo syni og eina dóttur.
Veðurfræðingurinn og flug-maðurinn Birta Líf Kristinsdóttir birtist landsmönnum í fyrsta sinn
á sjónvarpsskjánum í vikunni þegar hún
flutti veðurfréttir í Ríkissjónvarpinu.
Hún vakti strax mikla athygli og virðist
starfið liggja vel fyrir henni. „Já þetta
hefur bara gengið ágætlega hingað til,“
segir Birta og neitar því ekki að hafa
orðið vör við aukna athygli. „Það hefur
verið aðeins meira að gera í símanum,“
segir hún og hlær.
Birta féllst á að láta smella af sér
mynd í uppáhaldsflíkinni og var ekki
lengi að velja hana. „Það er hnausþykk
rúllukragapeysa sem ég erfði eftir föður-
ömmu mína, Bjarndísi Friðriksdóttur.
Hún var gjarnan í henni í sumarbústað
sínum í Grímsnesi á þessum tíma árs og
ég man vel eftir henni í henni. Afi minn,
Karl Kristinsson, gaf mér hana þegar hún
féll frá og mér finnst voðalega gott að
vera í henni á köldum vetrardögum og
ylja mér um leið við góðar minningar.“
Aðspurð segist Birta ekki velta sér
mikið upp úr fötum og tísku. „Ég er aga-
lega léleg í því að tileinka mér ríkjandi
tískustrauma og er lengi að taka eitthvað
sem er öðruvísi í sátt. Ég er með mjög
einfaldan stíl og heillast aðallega af ein-
litum flíkum. Peysan hennar ömmu er ein
af fáum undantekningum.“ Birta segist þó
hafa nokkuð gaman af því að kaupa kjóla.
„Þegar ég tók að mér nýja starfið fékk ég
góða afsökun fyrir því að fara í búðir og
bæta í kjólasafnið.“
Birta lauk atvinnuflugmannsprófi
árið 2006. Eftir það fór hún í veðurfræði.
Hún hefur starfað á Veðurstofu Íslands
síðastliðin tvö ár en vann auk þess sem
aðstoðarflugmaður hjá Icelandair í sumar.
Að sögn Birtu tvinnast störfin vel saman
og lítur hún á sjónvarpið sem ánægjulega
viðbót. ■ vera@365.is
VEKUR UPP GÓÐAR
MINNINGAR
BESTA VETRARFLÍKIN Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir er með ein-
faldan smekk og er ekki mjög upptekin af tískunni. Hnausþykk vetrarpeysa af
föðurömmu hennar er í uppáhaldi en auk þess er hún veik fyrir kjólum.
HLÝ OG GÓÐ
Birta hrífst
mest af ein-
litum fötum.
Peysan af
föðurömmu
hennar er
ein af fáum
undan-
tekningum.
MYND/GVA
TÆKIFÆRISGJAFIR
TILBOÐ
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
pHnífa aratöskur – 12 manna
14 tegundir
Verð frá kr. 24.990
Léttir og hollir réttir Morgunmatur Kaffitárs-kaffi Happy Hour
Úrvals aðstaða fyrir mannfagnaði og kynningar
Volcano House I Tryggvagata 11 I Tel. 555 1900
www.volcanohouse.is I info@volcanohouse.is
DY
N
A
M
O
R
EY
KJ
AV
ÍK
ELDSTÖÐINOpið 9.00 – 22.00 alla daga.
Eldstöðin
Kraumandi kaffihús Tryggvagötuvið