Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2013, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 07.11.2013, Qupperneq 38
FÓLK|TÍSKA Útvarpsmaðurinn og gleði pinninn Siggi Hlö er einn þeirra sem finnast gaman að klæðast sér- stökum jólapeysum. Hann hefur um nokkurra ára skeið frumsýnt nýja jólapeysu fyrir jólin og er árið í ár engin undantekning auk þess sem hann tekur þátt í keppni Barnaheilla um jólapeysu ársins. „Fjölskylda, vinir og vinnufélagar líta á jólapeysuna mína sem fastan lið fyrir jólin. Í ár prýðir jólapeysuna mína drukkinn ísbjörn sem slapp blessunar- lega við að synda til Íslands til þess eins að verða skotinn. Peysan er fagurblá og vel til þess fallin að styðja við bakið á Barnaheillum.“ Siggi kaupir allar jólapeysurnar sínar í Englandi en að hans sögn hafa vinsældir jólapeysunnar aukist mikið þar í landi undanfarin ár og eru þær seldar víða. „Ég held að kvikmyndin Bridget Jones‘s Diary hafi haft mikið um það að segja en í kvikmyndinni klæðist leikarinn Colin Firth einstaklega ljótri jólapeysu. Þetta byrjaði nú hjá mér eins og hvert annað flipp og ekki skemmir fyrir að finna veru- lega ljótar jólapeysur. Eiginlega má segja að því ljótari sem þær eru því fallegri séu þær.“ KEMUR FÁUM Á ÓVART Litir og mynstur jólapeysa síðustu ára hafa verið með ýmsu móti. „Ég hef átt hvítar, rauðar og bláar jólapeysur og með ýmsu mynstri, svo sem jólasveinum og hreindýrunum sívinsælu. Ísbjörninn sem prýðir peysu ársins er búinn að drekka yfir sig og er með jólasveina- húfu á hausnum.“ Siggi er þekktur fyrir léttleika og skemmtilegheit og því kom það fáum á óvart þegar hann hóf að klæðast litfögrum jólapeysum. „Það er svo gaman að því að standa í þessu. Þeir sem hafa spilað golf með mér vita að ég er þekktur fyrir að spila í skrítnum golfbuxum. Sama má segja um vinnufélaga og við- skiptavini, maður reynir að birtast í henni sem víðast. Það er líka oft gott að hefja samræður við ókunnugt fólk þegar maður klæð- ist peysunni. Allir vilja forvitnast um hana og hvert tilefni hennar er. Mér sýnist bara vera almenn ánægja með þessar peysur mínar og þær þykja skemmtilegar.“ Spurður hvað fjölskyldunni þótti um áhugamálið segir Siggi hana vera öllu vana hvað ný uppátæki hans varðar. „Fjölskylda mín er öllu vön þegar kemur að karlinum og uppátækjum hans. Maður er stöðugt að fara fram úr sér í flippinu en þetta er auðvitað bara fyrir menn með mikið sjálfstraust að standa í þessu. Það eru ekki margir sem hafa tekið þennan sið upp eftir mér sem er fínt. Mér finnst gaman að standa einn í þessu enda þarf ég mína athygli.“ PEYSAN SELD FYRIR RÉTT VERÐ Inni á síðu Barnaheilla, www.barnaheill. is, má heita á Sigga Hlö og fleiri ein- staklinga og lið sem keppa um jólapeysu ársins. Sá sem safnar hæstu fjárhæð- inni vinnur en einnig verða veitt ýmis verðlaun í nokkrum flokkum, til dæmis nördapeysan, frumlegasta peysan og ljótasta peysan. „Ég tek þátt til að styrkja gott málefni. Svo má vel vera að ég sé tilbúinn til að selja einhverjum jólapeysuna til styrktar Barnaheillum en það þarf þá að vera alvöru upphæð.“ DRUKKINN ÍSBJÖRN VEKUR MIKLA ATHYGLI BARNAHEILL KYNNIR Frumsýning nýrrar jólapeysu er fastur liður fyrir jólin hjá Sigga Hlö. Fjölskylda og vinir eru öllu vön þegar kemur að uppátækjum kappans en í ár keppir hann um jólapeysu ársins. JÓLAPEYSAN Drukkinn ísbjörn prýðir jólapeysu ársins hjá Sigga Hlö. MYND/DANÍEL Siggi Hlö hefur átt skrautlegar jólapeysur undanfarin ár. Ragnheiður Eiríksdóttir prjónameistari hannaði jóla-peysuna 2013 sem Jón Gnarr, borgarstjóri Reykvíkinga, klæddist í auglýsingum Jólapeysuátaksins. Í myndatökunni fyrir auglýsinguna fitjaði borgarstjóri upp á nýrri peysu og byrjaði sjálfur að prjóna. Þetta var upphaf farandpeysunnar. Jólafarandpeysan verður prjónuð af fjölda einstaklinga og boðin upp við lok jólapeysuátaks Barnaheilla þann 13. desember. Með peysunni mun fylgja einhvers konar dagbók þar sem fram koma nöfn þeirra sem hafa prjónað peys- una en myndir af þeim verða einnig birtar á Facebook.com/jolapeysan og á Instagram. Útvarpsmennirnir Guðfinnur Sigurvinsson og Margrét Blöndal úr Síðdegisútvarpi Rásar 2 prjónuðu sig svo áfram í beinni útsendingu og nú er komið að Unni Steinsson, vörustjóra hjá Lyfju. STEFNIR Á AÐ PRJÓNA EINA JÓLAPEYSU Á ÁRI Unnur lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að prjónaskap enda hefur hún verið mikil prjónakona um áraraðir. Hún greip í prjónana þar sem hún var stödd við mynda- töku fyrir Lyfju og prjónaði nokkrar umferðir af farandpeysunni. Unnur hefur prjónað fimm peysur á þessu ári en þetta er í fyrsta sinn sem hún prjónar jólapeysu. Hún stefnir hins vegar á að prjóna heila jólapeysu fyrir eiginmanninn fyrir þessi jól. „Þetta er bara algjör snilld,“ segir hún en viðurkennir að jólapeysur séu nýjar fyrir sér. „Mér finnst hins vegar algjört „möst“ að fólk sé í jólapeysum þessi jól og styðji gott málefni. Ég ætla að gera það og héðan í frá stefni ég á að prjóna eina jólapeysu á ári.“ Á áheitasíðunni jolapeysan.is getur fólk skráð sig og látið heita á sína eigin jólapeysu. Þar er einnig að finna ýmsar hugmyndir að því hvernig hægt er að hanna eigin jólapeysur. „Ég held að það séu tækifæri í þessu fyrir fólk með gott ímyndunarafl og það verður fróð- legt að sjá útkomuna,“ segir Unnur að lokum. Keppt verður á Facebook í nokkrum flokkum, svo sem um bestu nördapeysuna, mestu glamúrpeysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo fallegustu jólapeysuna 2013. Keppt verður um bestu peysuna í nokkrum flokkum; um nördapeysuna, mestu glamúr- peysuna, frumlegustu peysuna, ljótustu peysuna og svo falleg- ustu jólapeysuna 2013. Keppnin fer fram á facebook.com/jola- peysan og á Instagram merkt #jolapeysan. Uppskriftina að Jólapeysunni 2013 má finna í öllum helstu versl- unum sem selja lopa og í verslun- um Hagkaups sem selja garn. FARANDPEYSAN BOÐIN UPP BARNAHEILL KYNNIR Margir þekktir einstaklingar koma að gerð farandpeysunnar hjá Barnaheillum. Borgarstjórinn Jón Gnarr byrjaði á henni og nú er komið að Unni Steinsson. Hún ætlar að prjóna jólapeysu fyrir eiginmanninn fyrir þessi jól og eina jóla- peysu á ári hér eftir. Sjálf farandpeysan verður boðin upp 13. desember við lok jólapeysuátaksins. FARANDPEYSAN Margir þekktir einstaklingar koma að gerð farandpeysunnar og er Unnur Steinsson ein þeirra. MYND/VILHELM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.