Fréttablaðið - 07.11.2013, Page 58

Fréttablaðið - 07.11.2013, Page 58
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 NAFNAR Í ANDSTÆÐUM HEIMUM Skilin milla lista og stjórnmála verða sífellt óljósari. Þessum pólitíkusum og listamönnum hefur efl aust oft verið ruglað saman í símaskránni þó þeir eigi fátt annað sameiginlegt en nöfnin sem binda þá saman sterkum böndum. GOTT DNA Halldór Halldórsson vill leiða Sjálfstæðis- menn í borginni en nafni hans, oftast kallaður Dóri DNA, lætur sér nægja að gera góðlátlegt grín að stjórnmálum. ÞORBJÖRG OG ÞUNGAROKKIÐ Hin skelegga Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir er nafna Þorbjargar Helgu, aðalleikkonunnar í Málmhausi. SÍÐHÆRÐIR NAFNAR Stjörnuljósmyndarinn Björn Blöndal á nafna í Besta flokkinum. Sá er líka hárprúður. Skemmtileg tilviljun. HUGSJÓNAMENN Helgi Hrafn Jónsson er einn okkar færasti tónlistarmaður og nafni hans Helgi Hrafn Gunnarsson lætur til sín taka á Alþingi fyrir Pírata. NONNI OG NONNI Píratinn Jón Ólafsson liggur ekki á skoðunum sínum á meðan tón- listarmaðurinn Jón Ólafsson semur undurfagra tóna. „Jón Gnarr var til í að vera aftur framan á spilinu, það kemur alveg ótrúlega vel út og hefur vakið töluverða athygli erlendis,“ segir Eldar Ástþórsson, upplýsinga- fulltrúi CCP, sem hefur endurút- gefið Hættuspilið sem naut mik- illa vinsælda hér á landi rétt fyrir aldamót. „Hættuspilið kom út árið 1998 og það má segja að þetta hafi verið fyrsti leikurinn sem CCP gaf út. Vinsældir hans hjálpuðu til við að fjármagna framleiðslu EVE Online,“ bætir Eldar við. Hættuspilið kemur út sem hluti af viðhafnarútgáfu vegna 10 ára afmælis EVE Online. Viðhafnar- útgáfan hefur nú farið á alþjóð- legan markað og var Hættuspilið þýtt yfir á ensku og nefnt Dan- ger Game. Má því segja að spilið sé komið á alþjóðamarkað. „Spilið er auðvitað hluti af stærri pakka sem inniheldur jafnframt 190 blað- síðna bók um EVE-heiminn, USB- vöggu sem er í formi geimskips og geisladisks með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands að flytja lög úr leikn- um,“ segir Eldar. Hættuspilið hefur verið upp- fært að fullu. „Við tókum til dæmis nýjar myndir af öllum karakterun- um aftur. Í síðasta spili voru Sig- urjón Kjartansson og Jón Gnarr í öllum hlutverkunum í spilinu. En nú höfum við fengið aðra til þess, að stórum hluta starfsmenn CCP. Jón Gnarr var til í að vera aftur á framhlið spilsins, en við höfum skipt Sigurjóni Kjartanssyni út fyrir yngra og fallegra módel, Svein Kjarval, sem gegnir stöðu samfélagsstjóra hjá CCP og er í miklum metum hjá spilurum EVE Online. Forstjórinn, Hilmar Veig- ar Pétursson, er einnig með hlut- verk í nýjum spilastokki. Auk þess hefur viðskiptaumhverfi spilsins verið uppfært, þannig að þetta er mjög veglegt,“ segir Eldar. Við- hafnarútgáfan er farin í sölu um gjörvallan heim, þar með talið á Íslandi, og segir Eldar viðtökurn- ar hafa verið ákaflega góðar. kjartanatli@frettabladid.is Borgarstjóri andlit Hættuspilsins Hættuspilið er nú komið út á alheimsvísu og heitir Danger Game á ensku. Jón Gnarr prýðir umbúðir spilsins. Spilið er hluti af viðhafnarútgáfu vegna 10 ára afmælis tölvuleiksins Eve Online. JÓN GNARR Í fullum skrúða í myndatökum fyrir hættuspilið. MYND/RAGNAR ÁGÚST EÐVALDSSON „Við ætlum að bjóða upp á ýmis- legt, allt frá barnaboxi og yfir í Freestyle Wrestling,“ segir Kjart- an Valur Guðmundsson, formað- ur Hnefaleikafélags Kópavogs, en félagið flutti fyrir skömmu í nýtt og betra húsnæði. Hnefaleika- félagið býður meðal annars upp á boxnámskeið fyrir börn frá sjö ára aldri. „Sjálfsvarnaríþróttir geta haft mjög góð áhrif á börn sem hafa lent í stríðni eða einelti því þetta eykur sjálfstraust þeirra. Einnig getur agi íþróttarinnar hjálpað til við að halda einstaklingnum frá slæmum félagsskap,“ segir Kjartan. Þá hefur Hnefaleikafélag- ið sameinast bardagaklúbbnum VBC Reykjavík í nýju húsnæði við Smiðjuveg 28, en þó er um að ræða tvö ólík félög. VBC Reykja- vík á rætur að rekja til Svíþjóðar og stendur fyrir Vallentuna Box- ing Camp. „Aðstaðan var svo lítil en nú erum við komin í stærra hús- næði og getum sinnt starfseminni mun betur,“ segir Einar Tryggvi Ingimundarson, formaður VBC Reykjavík. VBC er stærsta Muay Thai-félag Norðurlandanna en VBC Reykja- vík býður meðal annars upp á Muay Thai, Kick Box, Jiu Jitsu og Freestyle Wrestling. -glp Barnabox og Wrestling Hnefaleikafélag Kópavogs hefur fl utt starfsemi sína og býður upp á barnabox og Freestyle Wrestling. BOX FYRIR ALLA Kjartan Valur Guðmundsson, formaður Hnefaleikafélags Kópa- vogs, ásamt dóttur sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.