Fréttablaðið - 07.11.2013, Side 60

Fréttablaðið - 07.11.2013, Side 60
7. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 Ég er algjörlega andlaus og hef ekkert til að tjá mig um. Dag- arnir líða áfram í brjóstagjöf á tveggja klukkustunda fresti, tíma- töku á lúrum, bleiuskiptum og almennu heimilishaldi. Ég er ekki viss hvort ég hef farið í sturtu í morgun, eða kannski var það í gær? Mér líður stundum eins og heilasellurnar hóti sjálfseyðingu ef þær heyra aðra vögguvísu. Þá er það í raun afrek útaf fyrir sig að ég skuli klæða mig úr náttbuxun- um á morgnana, sérstaklega þegar ég veit að deginum verður eytt heima fyrir í fyrrgreindri rútínu. Þó koma dagar þar sem rútínan er brotin upp og ég flyt fyrirlestra. Nýlega var ég með hóp af þrettán ára drengjum í kynfræðslu. Að loknum fyrir lestrinum þá skrifa þeir nafnlausar spurningar á miða sem ég svo les og svara fyrir framan allan hópinn. Um daginn kom ein spurning sem gat aðeins komið frá grunlausum unglingi sem þekkir ekki brjálæðið sem fylgir uppeldi barna og rútínu hjónabands. „Hversu oft sefuru hjá í viku?“ Ég gat ekki annað en brosað útí annað og sagt á inn- soginu „í viku segirðu …“. Sá var snöggur að bæta við hvort það væri svona oft daglega. Æ þið vitið, því ég er svona kynfræðingur og tala um kynlíf þá hlýt ég að stunda það öllum stundum alltaf. Hið barns- lega sakleysi unglingahormóna, sífelldrar greddu, smáskota og ótakmarkaðs frítíma. Það ber ekki að skilja sem svo að ég geri lítið úr upplifun unglings- ins, ég man vel hversu erfitt tak- markað sjálfræði var og sorgina yfir óendurgoldinni ást. Þetta er kannski ekki ósvipað, þetta með takmarkað sjálfræði. Flestir for- eldrar vita að maður á ekki börnin sín, þau eiga mann. Það getur því verið svolítið snúið að ætla að finna tíma fyrir mann sjálfan og svo tíma fyrir makann. Sérstak- lega þegar maður veit af klístr- uðum blettum á stofugólfinu og troðnum þvottakörfum af óhrein- um leikskólafötum. Þó heimilið væri hreint þá væri þetta spurning um tíma. Ef þú nærð smátíma í rólegheitum, langar þig þá að „eyða“ honum í kynlíf en ekki í dýrmætan órofinn lúr? Þetta eru vangaveltur kynfræðings sem les, skrifar, og talar um kynlíf. Ég veit hversu mikilvægt það er að reyna að búa til tíma fyrir kelerí. Fyrir mig, hann, okkur, og börnin (full- nægðir foreldrar eru þolinmóðari einstaklingar og þar með betri for- eldrar). Það má kannski sleppa því að horfa á einn þátt fyrir svefninn og nýta þessar fáu mínútur áður en rúmið fyllist af börnum til að tengja ykkur saman? Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 29,9 millj. Réttarháls 12 Nesjaskógi Grafningshreppi Fallegur bústaður einstök staðsetning Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 • Fallegur bústaður 83 fm • Sólskáli 17 fm af heildar stærð • Einstök staðsetning • Kjarri vaxið land • Mikið útsýni Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is „Hversu oft sefuru hjá í viku?“ SNÚIÐ AÐ FINNA TÍMA „Ef þú nærð smátíma í rólegheitum, langar þig þá að „eyða“ honum í kynlíf en ekki í dýrmætan órofinn lúr?“ NORDICPHOTOS/GETTY Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýninguna Sköpunarverk á föstu- daginn í Listasafni Íslands. Kristín segir umfjöllunarefnið vera sköp- unarkraftinn sem býr í mannlegri náttúru og innri heim konunnar. „Þegar þú gengur inn á Lista- safnið blasa við þér sköp formóður- innar, fjögurra og hálfs metra löng, ómeðhöndluð af lýtalækningum,“ segir Kristín Gunnlaugsdóttir, myndlistarkona, en hún opnar sýninguna Sköpunarverk í Lista- safni Íslands á föstudaginn næst- komandi. „Það er fátt jafn ofnotað, varnar- laust, misnotað og útjaskað í gegn- um tíðina eins og sköpunarfæri kvenna í veröld karlmanna gegnum tíðina,“ segir Kristín jafnframt. Kristín fæst við raunveruleika og veröld kvenna og er óhrædd að nálgast andstæður eins og heilag- leika og tabú tengd kynhvötinni. „Ég er kona og geng því út frá veru- leika kvenna og mér þykir mikil- vægt að fjalla um og opna á þessi mál. Þetta er ekki nýtt í mynd- list en brýnt í samtímanum að við göngumst við hlutunum eins og þeir eru.“ segir Kristín. Sköpunarverk er sýning í tveimur sölum. „Í öðrum salnum verða stór veggteppi þar sem ég sauma með ull í grófan striga, svo verða þarna lítil tréverk máluð samkvæmt gamalli hefð mið- alda – en myndefnið er áfram það sama,“ segir Kristín. „Í rauninni er umfjöllunarefni sýningarinnar bara lífið sjálft. Það má eldast, það má vera eins og maður er – án þess að þurfa að beygja sig undir staðalímyndir æskudýrkunar, full- komnunaráráttu og endalausrar sjálfsgagnrýni,“ segir Kristín. Í nóvember og desember verður Kristín með leiðsögn um sýninguna og á undan því verður sýnd heim- ildarmynd sem Guðbergur Davíðs- son og Hákon Már Oddsson hafa gert um Kristínu og listheim hennar. Myndin, sem sýnd verður í ríkissjónvarpinu í janúar, er ein af fjórum um íslenska myndlista- menn. Í tilefni sýningarinnar hefur Eyja gefið út veglega bók. Sýningin Sköpunarverk stendur til 19. janúar 2014. olof@frettabladid.is Risasköp það fyrsta sem blasir við Kristín Gunnlaugsdóttir opnar sýninguna Sköpunarverk á föstudaginn í Lista- safni Íslands. Kristín segir umfj öllunarefnið vera umheim og veröld kvenna. SKÖP FORMÓÐURINNAR Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona segir fátt jafn ofnotað, varnarlaust og útjaskað og sköpunarfæri kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.