Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 8
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 EGYPTALAND, AP Múhamed Morsi segir enga von til þess að stöðug- leiki komist á í Egyptalandi nema hann fái forsetaembættið aftur og herforingjarnir, sem steyptu honum af stóli í júlí, verði dregnir fyrir dóm. Útgöngubanni hefur ekki verið aflétt í Egyptalandi, þrátt fyrir að dómstóll í landinu hafi á þriðju- dag kveðið upp þann úrskurð að það væri útrunnið. - gb Morsi ávarpar Egypta: Vill réttarhöld yfir stjórninni HERINN Á VAKT Útgöngubanni hefur enn ekki verið aflétt. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HAVAÍ, AP Samkynhneigðir hafa nú fengið leyfi til þess að ganga í hjónaband á Havaí frá og með desemberbyrjun. Stjórnvöld vonast til þess að eyjarnar verði í kjölfarið vinsæll áfangastaður samkynhneigðra. Havaí varð þar með fimm- tánda ríki Bandaríkjanna, auk höfuðborgarinnar Washington, sem heimilar samkynhneigðum að giftast. Þingið í Illinois hefur einnig samþykkt slík lög, en þau bíða staðfestingar ríkisstjóra. - gb Havaí bætist í hópinn: Samkynhneigð pör fá að giftast NÝSKÖPUN Ísfirska fyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum fyrir lækninga vörur úr þorskroði. Um risaskref er að ræða fyrir fyrir tækið, en Bandaríkin eru stærsti markaður heims fyrir vörur Kerecis, sem ekki síst nýtast sí vaxandi hópi fólks með sykursýki og fylgikvilla hennar, þrálát sár sem valda þúsundum aflimana á ári hverju. Guðmundur F. Sigurjónsson, stjórnarformaður Kerecis, segir það í sjálfu sér stóran áfanga og viður kenningu fyrir fyrirtækið að fá grænt ljós hjá Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA), enda kröfurnar gríðarmiklar til nýrra lækningavara þar í landi. „FDA hefur aldrei áður gefið markaðsleyfi fyrir lækningavöru sem byggir á notkun á fiski sem hrá- efni í Bandaríkjunum. Að baki markaðsleyfinu liggur margra ára vinna íslenskra lækna, vísindamanna og skráningarsérfræðinga,“ segir Guðmundur. Spurður um vaxtarmöguleika Kerecis, í ljósi þess að leyfið er fengið, segir Guðmundur að með því sé fenginn aðgöngumiði að markaði sem veltir 900 milljónum dala á ári – og er í örum vexti. „Nú er næsta verkefni að vanda vel til vals á sam- starfsaðila sem getur tekið að sér dreifingu á þessum geysistóra markaði sem er í miklum vexti vegna mik- illar aukningar á sykursýki í Bandaríkjunum. Um 10% bandarísku þjóðarinnar eru með sykursýki og spár gera ráð fyrir að eftir nokkur ár verði það 20% þjóðarinnar. Sex prósent af öllum sykursýkissjúk- lingum fá þrálát sár og þar kemur tæknin okkar til sögunnar,“ segir Guðmundur. Kerecis fékk fyrr á árinu markaðsleyfi í Evrópu, og er sala þegar hafin á Íslandi og Bretlandi í kjölfar þess leyfis. Sala í öðrum Evrópulöndum er í burðar- liðunum auk þess sem Kerecis vinnur að öflun mark- aðsleyfa annars staðar í heiminum, til dæmis í Kína og á Indlandi. svavar@frettabladid.is Kerecis landaði leyfi vestan hafs fyrir nýja sárameðferð Lækningafyrirtækið Kerecis hefur tryggt sér markaðsleyfi í Bandaríkjunum eftir áralanga vinnu lækna, vísindamanna og sérfræðinga. Varan er úr þorskroði og er til að meðhöndla þrálát sár – ekki síst sykursjúkra. PRÓFANIR Eitt af skil- yrðum FDA voru ofnæm- is- og ónæm- isprófanir á fjölda fólks af ólíkum kynþáttum. MYND/KERECIS ■ Tæknin sem um ræðir, MariGen Omega3, er stoðefni til meðhöndlunar á þrálátum sárum sem eru alvarlegt heilbrigðisvanda- mál um allan heim. MariGen Omega3 er þorskroð sem fellur til hjá sjávarútvegs- fyrirtækjum á Vestfjörðum og með- höndlað hefur verið þannig að allar frumur og ofnæmisvaldandi efni hafa verið fjarlægð úr roðinu. ■ Fyrir á markaðnum eru stoðefni sem unnin eru úr húð, þvagblöðrum, þörmum og gollurshúsum svína, manna og naut- gripa. Stoðefni úr fiski gefur því ákveðið forskot þar sem ekkert er um trúarlegar hindranir, eins og þegar um vörur úr svínavef er að ræða. Þá smitast ekki sjúkdómar úr fiskum í menn, ólíkt vefjum manna og dýra. Engin sjúkdómahætta af þorskroðinu NISSAN QASHQAI NISSAN QASHQAI DÍSIL 4WD VERÐ FRÁ 4.990 ÞÚS. KR. KAUPAUKI AÐ ANDVIRÐI 500 ÞÚS. KR. · Vetrardekk · Dráttarbeisli · iPad 32 GB BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GRÍPTU TÆKIFÆRIÐ 500 ÞÚS. KR. KAUPAUKI FYLGIR QASHQAI Þeir sem kaupa Qashqai eru að leita að fallegum fjórhjóla- drifnum bíl sem er hagkvæmur í rekstri og góður í endursölu. Qashqai eyðir einungis frá 4,6 l/100 km Qashqai 1,6 dCi beinsk. Verð: 4.990 þús. kr. Qashqai+2 1,6 dCi beinsk. 7 manna Verð: 5.390 þús. kr. Qashqai 2,0 bensín, sjálfsk. Verð: 5.790 þús. kr. Qashqai 2,0 dCi sjálfsk. Verð: 6.090 þús. kr. iPad 32GBfylgir með ásamt veglegri hlífðartösku GE bílar Reykjanesbæ www.bilahusid.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 E N N E M M / S ÍA / N M 5 8 9 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.