Fréttablaðið - 14.11.2013, Side 44

Fréttablaðið - 14.11.2013, Side 44
FÓLK|| FÓ K | TÍSKA6 Á FRUMSÝNINGU Lawrence í gylltum og glæsilegum kjól frá Prabal Gurung við frumsýningu Hunger Games í Los Angeles í mars í fyrra. Gæðaleikkonan Jennifer Lawrence (23 ára) vakti fyrst heimsathygli fyrir frammistöðu sinni í kvikmyndinni Winter‘s Bone árið 2010 en fyrir hana hlaut hún tilnefningu til Óskarsverðlauna, Golden Globe- verðlauna og fjölda annarra sem besta aðalleikkonan. Ekki hlaut hún verðlaunin í það skiptið en aðeins tveimur árum seinna hreppti hún þau fyrir leik sinn í rómantísku gamanmyndinni Silver Linings Playbook. Flestir þekkja Lawrence þó sem Catniss Everdeen úr kvikmynd- unum Hunger Games. Lawrence hefur ekki síður vakið athygli á rauða dreglinum enda fer þar glæsileg ung kona. Hér má sjá nokkur dress sem hún hefur klæðst undanfarið á ýmsum samkundum. - sg ELDFIM LEIKKONA GOLDEN GLOBE Christian Dior er greinilega í uppáhaldi hjá Jennifer Lawrence. Hér er hún í kjól frá Dior á Golden Globes-verð- launahátíðinni í janúar. SAMFESTINGUR Lawrence er töff í satínsamfestingi frá Stellu McCartney á kvikmyndahátíðinni í Santa Barbara í febrúar. ÓSKARSVERÐLAUNAHAFI Stórglæsileg í síðum hvítum kjól frá Christian Dior á Óskarsverðlauna- hátíðinni í febrúar. GLITRANDI SVARTUR Hér er Lawrence í svörtum glitrandi kjól frá Christian Dior á góðgerðarsamkomu í Metropolitan-safninu í New York í maí. NORDICPHOTOS/GETTY DIOR OG GEIGER Jennifer Lawrence klæðist kjól úr smiðju Christian Dior Couture AW13 og Kurt Geiger London Bond-skóm við frumsýningu á Hunger Games: Catching Fire í London. Save the Children á Íslandi Öflugt gegn blöðrubólgu ROSEBERRY Virkar innan 24 tíma 2-3 töflur fyrir svefn Fæst í apótekum, heilsubúðum og í heilsuhillum stórmarkaðanna www.gengurvel.is TÍSKA Leikkonan unga, Jennifer Lawrence, hefur náð ótrúlegum árangri á stuttum tíma. Hún er glæsileg jafnt á skjánum sem rauða dreglinum eins og myndirnar sanna.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.