Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 14.11.2013, Blaðsíða 62
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 50 TÓNNINN GEFINN Kjartan Guðmundsson Skýringar Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Þátttakendur í Lagalistanum Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, K100,5, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum Skífan, Hagkaup, Penninn/ Eymundsson, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elko, tonlist.is. LAGALISTINN TÓNLISTINN 7.11.2013 ➜ 13.11.2013 1 Sálin hans Jóns míns Glamr 2 Baggalútur Mamma þarf að djamma 3 Helgi Björnsson Helgi syngur Hauk 4 Pálmi Gunnarsson Þorparinn 5 Ásgeir Trausti Dýrð í dauðaþögn 6 Emilíana Torrini Tookah 7 Úr söngleik Borgarleikh. Mary Poppins 8 Mammút Komdu til mín svarta systir 9 Drangar Drangar 10 Samaris Samaris 1 Steinar Up 2 Lorde Royals 3 Baggalútur og Jóhanna Guðrún Mamma þarf að djamma 4 One Republic Counting Stars 5 Drangar Bál 6 Miley Cyrus Wrecking Ball 7 Katy Perry Roar 8 Kaleo Glass House 9 Jón Jónsson Feel For You 10 John Newman Cheating Í spilaranum Sálin hans Jóns míns - Glamr Bjössi Thor og Bítlarnir - Björn Thoroddsen plays the Beatles Lay Low - Talking About The Weather Þegar ég var táningur um miðjan tíunda áratuginn vaknaði ég óvenju snemma einn vetrarmorguninn. Dagsetningin er greypt í huga mér, 27. nóvember, vegna þess að þegar ég kveikti á útvarpinu baðst útvarpsmaðurinn hálfpartinn afsökunar á laginu sem hann hugðist spila næst. „Uuuuuu, ætli það sé ekki í lagi að skella einu jólalagi á fóninn? Þótt það séu enn nokkrir dagar í desember? Jú … er það ekki bara? Jú, jú, tökum forskot á jólin með Sniglabandinu,“ tafsaði sá árrisuli. Ég man að mér þótti útvarpsmaðurinn kominn út á ansi hálan ís með þessu uppátæki sínu en ákvað að fyrirgefa honum, enda enn hálfgerður krakki og eins og allir vita (eða ættu að vita) eru jólin bara fyrir börn og van- þroskað fullorðið fólk. Tímarnir breytast og mennirnir með og nú til dags þykir ekkert neyðarlegt að spila jólalög í útvarpinu í nóvember. Þvert á móti gætu ljósvakans ljós- víkingar átt á hættu að vera skammaðir og stimplaðir fýlupúkar ef þeir draga lappirnar við að blasta þessum hrollvekjandi óbjóði í hlustir landa sinna á öllum tímum sólarhrings, slík er firringin orðin, og sú staðreynd að hér virðist vera tilverugrundvöllur fyrir heila útvarpsstöð sem spilar eingöngu jólalög í næstum tvo mánuði segir sína sögu og miklu meira en það. En nóg um það, hér er einn sígildur topp fimm-listi yfir verstu jólalögin frá örófi alda. Listi þessi er vísindalega sannaður, endanlegur og óháður smá- atriðum eins og persónulegum smekk. Ekki svifu eplin fyrir daga Newtons?: 1. U2 - Christmas (Baby Please Come Home) 2. Nat King Cole - The Christmas Song (Chestnuts Roasting...) 3. Bruce Springsteen - Santa Claus is Coming to Town 4. Á móti sól - Þegar jólin koma 5. Larry Chance - Jingle Bell Rock Gleðileg jól! Á móti jól AUÐUR AVA RÆÐIR VIÐ RAGNAR JÓNASSON Auður Ava Ólafsdóttir ræðir við Ragnar Jónasson um nýjustu glæpasögu hans, Andköf, í kvöld kl. 20 í Bókabúð Máls og menningar, Laugavegi 18. Allir velkomnir! „Ég hlakka mikið til og við tökum fullt af lögum sem fólk þekkir,“ segir enski tónlistarmaðurinn Jon Anderson, sem er líklega best þekktur sem fyrrverandi söngvari hljómsveitarinnar Yes. Hann kemur fram sem sérstakur gestur á tónleikum Todmobile sem fram fara í Eldborgarsalnum í Hörpu á föstudagskvöldið. „Við Jon höfum þekkst í nokkur ár. Hann var að leita að útsetjara og ég sendi honum verk eftir mig. Þá varð hann mjög hrifinn af minni vinnu og síðan þá höfum við haldið sambandi,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son, tónlistarmaður og meðlimur Todmobile. „Ég heimsótti Jon til Los Angeles árið 2011 og þá ræddum við mögu- legt tónleikahald saman og nú er afrakstur þeirrar umræðu að koma í ljós á föstudagskvöldið,“ segir Þor- valdur Bjarni. Saman sömdu þeir lagið Wings of Heaven sem verður flutt á tón- leikunum. „Á tónleikunum ætlum við að flytja öll okkar þekktustu lög en einnig ætlum við að spila talsvert af lögum hljómsveitarinnar Yes eins og Roundabout, Owner of a Lonely Heart og Heart of the Sunrise, svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Þetta verða heljarinnar tón- leikar og við flytjum fjölbreytt efni, meðal annars flytjum við verkið Awaken eftir Yes sem verður mjög skemmtilegt,“ bætir Jon við, sem er mjög ánægður með að vera kominn til Íslands. Todmobile er þessa dagana á fullu við að vinna plötu sem væntan leg er fljótlega á næsta ári. „Við erum með nýtt lag í spilun og það eru fleiri lög á leiðinni. Þetta er einnig önnur platan sem Eyþór Ingi tekur þátt í með okkur,“ bætir Þor- valdur við. Tónleikarnir, sem fram fara í Eldborgarsalnum í Hörpu, hefjast klukkan 22.00 sem er örlítið seinna en gerist og gengur með tónleika. „Við seinkuðum tónleikunum aðeins út af landsleiknum.“ Jon Anderson segist styðja íslenska landsliðið í knattspyrnu. „Ég ætla að fylgjast með lands- leiknum og mun mögulega kíkja á völlinn. Áfram Ísland,“ segir Jon Anderson. gunnarleo@frettabladid.is Todmobile ásamt Jon Anderson í Eldborg Ein vinsælasta hljómsveit landsins stígur á stokk ásamt sérstökum gesti í Hörpu. GAMAN SAMAN Eyþór Ingi, Jon Anderson, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Andrea Gylfadóttir eru hér á æfingu fyrir tónleikana. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VINSÆLL Jon Anderson hefur unnið með nöfnum á borð við Yes, King Crimson, Toto, Vangelis og Dream Theater. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.