Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.11.2013, Qupperneq 64

Fréttablaðið - 14.11.2013, Qupperneq 64
14. nóvember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 52 „Við höfum mikið pælt í þessu. Það væri áhugavert að taka það upp að Bechdel-meta allar mynd- irnar okkar, en það myndi seint stjórna dagskránni,“ segir Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastýra Bíó Paradísar, um að taka upp Bechdel-mat á nýjum myndum á dagskrá kvikmyndahússins. Mikil umræða hefur spunnist í kringum Bechdel-prófið eftir að fjögur kvikmyndahús í Svíþjóð tóku sig saman um að innleiða Bechdel-prófið svo nefnda í kynn- ingu nýrra mynda nú á dögunum. „Við erum svo undirmönnuð í Bíó Paradís og þetta myndi fela í sér mikla vinnu, en við tökum því fagnandi ef einhver gæti aðstoð- að okkur. Við tökum eftir því ef hallar hræðilega á annað kynið í myndum sem við erum að sýna,“ segir Hrönn jafnframt. „Þetta skiptir auðvitað mestu máli í sýningum fyrir börn, en þar höfum við skýra stefnu í þessum efnum,“ bætir Hrönn við. „Við höfum síðastliðin þrjú ár haft skólasýningar, bæði fyrir grunn- og framhaldsskóla. Þar er mark- miðið að kenna kvikmyndalæsi og að þekkja staðalímyndir í kvik- myndum,“ segir Hrönn. „Það er farið að skipta jafn miklu máli að geta lesið mynd- mál og að lesa. Til dæmis sýnum við unglingum heimildarmyndina um Pussy Riot og tölum um tján- ingarfrelsi, félagslega samstöðu, mannréttindi og kynjahlutverk um víða veröld. Að sama skapi sýnum við börnum Blancanieves, sem er spænsk útgáfa af Mjall- hvíti þar sem hún slæst í för með sjö dvergum sem allir eru nauta- banar og gerist nautabani sjálf,“ segir Hrönn og imprar á mikil- vægi kvikmyndalæsis. „Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum,“ útskýrir Hrönn. Stór hluti kvikmynda fellur á hinu einfalda Bechdel-prófi. Má þar nefna margar vinsælustu myndir síðustu ára, til að mynda Avatar, Stjörnustríðsmyndirnar og Hringadróttinssögu. olof@frettabladid.is Taka eft ir því ef hallar á annað kynið Hrönn Sveinsdóttir segir Bechdel-prófi ð seint geta stjórnað dagskrá Bíó Paradísar. Bechdel-prófið er notað til þess að greina kynjahalla í skáldverkum. Til þess að standast prófið þurfa að minnsta kosti tvær kvenpersónur að vera í verkinu og þær þurfa að eiga samræður um eitthvað annað en karlvið- fangsefni. Prófið er nefnt eftir teiknimyndahöfundinum Alison Bechdel. Bechdel-prófið er því ekki gagnrýni á myndirnar sem slíkar, en í sögu Alison Bechdel er reglan sett fram sem grín á augljósa fyrirferð karla innan söguheims kvikmyndanna. Bechdel-prófið „Við förum í tökur í vor,“ segir Anna María Karlsdóttir, fram- leiðandi hjá Ljósbandi sem fram- leiðir kvikmyndina Staying Alive. Aðspurð um söguþráð myndar- innar dregur Anna María hann saman í þremur orðum: „Lesbíur og jarðar farir.“ Myndin fjallar um Magdalenu sem er enn inni í skápnum og byrjar að fara í jarðar- farir ókunnugs fólks til að drepa tímann. Loks kemur að því að Mag- dalena hittir Grétu, sína fyrstu og forboðnu ást, og þá kemur í ljós að lengi lifir í gömlum glæðum. Handrit myndarinnar skrifar leikarinn, kvikmyndaskólaneminn og flugþjónninn Barði Guðmunds- son, en þetta er hans fyrsta kvik- mynd í fullri lengd. Hann gerði meðal annars stuttmyndina Bóbó sem hefur verið sýnd á hátíðum um allan heim og vakið mikla lukku. Leikstjórn Staying Alive er í höndum Friðriks Þórs Friðriks- sonar. - lkg Lesbía í jarðarförum ókunnugra Tökur bíómyndarinnar Staying Alive hefj ast á næsta ári. Leikstjóri er Friðrik Þór. FJÖLHÆFUR Barði Guðmundsson skrifar handrit myndarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það þarf að geta gert greinarmun á morði í kvikmynd og morði í fréttunum Ævintýra- og vísindamyndin Ender‘s Game er frumsýnd í Sambíóunum á föstudag en myndin er byggð á samnefndri metsölu- og verðlaunabók rithöf- undarins Orsons Scotts Card. Myndin fjallar um Ender Wiggin, ungan dreng sem er gæddur óvenjulegum hæfileik- um sem yfirmenn heraflans vilja að hann nýti til að hjálpa í baráttunni við ófrýnilegar geimverur sem kallaðar eru pöddurnar. Aðalhlutverk eru í höndum Harrison Ford, Asa Butterfield og Ben Kingsley. - lkg Pödduinnrás út í geim Harrison Ford leikur aðalhlutverkið í Ender’s Game. SPEISAÐ Myndin er frumsýnd á föstudag. SEGIR JAFNMIKIL- VÆGT AÐ LÆRA AÐ LESA MYNDMÁL OG TEXTA Hrönn Sveinsdóttir segir það mikilvægt að horfa á myndefni á gagn- rýninn hátt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Paramount ætlar að endurgera kvikmyndina Ghost frá árinu 1990 sem sjónvarpsseríu. Myndin fjallar, eins og margir vita, um mann sem er myrtur og konu hans sem nær sambandi við hann í gegnum miðil. Akiva Goldsman og Jeff Pink- ner skrifa handritið fyrir „pilot“- þáttinn en Goldsman vann Óskar- inn og Golden Globe fyrir handrit kvikmyndarinnar A Beautiful Mind. - lkg Endurgera Ghost Goðsagnakennd mynd verður sjónvarpssería. Anchorman 2: The Legend Continues er væntanleg í kvik- myndahús vestanhafs 20. desember. Með hlutverk Rons fer Will Ferrell eins og í fyrri mynd- inni en hann skrifar handritið ásamt Adam McKay. Will vill ekki gefa mikið upp um handritið en segir það hafa verið gaman að vinna aftur með Steve Carell, Paul Rudd og David Koechner sem mynda frétta- teymið hans. „Eftir nokkrar vikur var eins og við værum aftur að leika í fyrstu myndinni. Það var mjög gaman á setti,“ segir Will en bætir við að fyrstu tvær vikurnar hafi tekið á. „Fyrstu tvær vikurnar voru erfiðar. Ég upplifði þetta öðru vísi en þeir því ég skrifaði hand- ritið og ég hef stundum komið fram sem Ron Burgundy. Þeir hafa ekki gert mikið af því þannig að fyrstu dagana fannst þeim eins og þeir væru að ganga á tunglinu.“ - lkg Eins og að ganga á tunglinu Fyrstu vikurnar voru erfi ðar á setti Anchorman 2: The Legend Continues. MÆTTUR AFTUR Margir hlakka til að sjá Will Ferrell leika Ron á ný. AFTUR- GANGA Ghost verður endur- gerð sem sjón- varps- sería. Austurstræti 14, 101 Reykjavík, sími 551 1020 *Frítt fyrir 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum sem panta rétt af matseðli. Hámarksfjöldi barna eru fimm. Jólaplatti verður í boði frá 22. nóvember. Á plattanum er hangikjöt, jólaskinka, dönsk lifrarkæfa, síld, reyktur lax, hreindýrapaté, kalkúnabringa, eplasalat, laufabrauð, rúgbrauð, flatbrauð, smjör, Cumberland sósa og súkkulaði marquise. af barnamatseðli og drykk úr vél frá 15. nóvember til 15. desember og því tilvalið að koma með börnin og gæða sér á dýrindis mat eða jólaplatta í jólastemningu FRITT FYRIR BORN* FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.