Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 46
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 46 Kvikmyndin Hross í oss hefur nú verið sýnd á fimm kvikmyndahátíðum og fengið samtals sjö verðlaun. eða að meðaltali 1,4 verðlaun á hverri kvik- myndahátíð. Af þessu tilefni mun leikstjórinn ásamt öðrum aðstandendum kvikmyndarinnar halda stutt erindi og svara spurn- ingum eftir sýningu á kvikmyndinni á morgun klukkan 17.30 í Háskólabíói. Hross í oss heldur áfram yfirreið sinni um hátíðaheiminn en heimboðum rignir inn. Þrenn verðlaun á nýafstaðinni kvikmyndahátíð í Tall- inn, auk frábærrar gagnrýni Indiewire, sem er einn virtasti kvikmyndamiðill Banda- ríkjanna, hafa vakið mikla athygli á kvikmyndinni vestanhafs, þar sem hún tekur þátt í kapphlaupinu um Óskars tilnefninguna dýrmætu. Kvikmyndin verður frumsýnd í Bandaríkjunum á kvikmyndahá- tíðinni í Palm Springs í Kali- forníu, en þar eru allar erlendar myndir sem keppa um Óskars- verðlaunin sýndar. BÆKUR ★★★ ★★ Síðasti elskhuginn Valur Gunnarsson ORMSTUNGA „Það var erfitt að brot- lenda aftur á 21. öld- inni,“ segir sögu- maðurinn í Síðasta elskhuganum, nýrri bók eftir Val Gunn- arsson blaðamann og rithöfund, þegar hann snýr aftur til Íslands eftir misheppnað ástarævintýri í Moskvu. Síðasti elskhuginn er önnur bók Vals og mun betri en frumraunin Konung- ur Norðursins sem kom út fyrir nokkrum árum. Valur hefur öðlast betri tök á stíl og frásögn. Meðan hann reyndi að teygja og tvístra forminu í fyrstu bók sinni býr hann sér til skýran ramma í Síðasta elskhuganum. Bókin fjallar um misheppnaðar til- raunir söguhetjunnar til að finna ástina og sú leit fer fram bæði í stór- borgum erlendis og á smekkfullum börum í miðborg Reykjavíkur. Á síðustu árum hafa svokallaðar „Chick-lit“ bækur verið að ryðja sér til rúms – það eru stelpubækur sem fjalla yfirleitt um hitt kynið, tísku og ástina. Kannski mætti lýsa bók Vals sem andsvari ljóðskáldsins með alpa- húfuna við þessu yfirborðskennda bókmenntaformi. Hér er enginn skortur á tilvísunum í poppmenn- ingu, hámenningu, sagnfræði og sálfræði – reyndar skrifar Valur sjálfur neðanmálsgreinar við skáldsöguna, stílbragð sem heppn- ast misvel og dregur stundum athygli frá sögunni sjálfri. En bókin er skemmtileg. Það er greinilegt að Vali þykir vænt um söguhetju sína og hann hefur húmor fyrir klisjunum. Ástin kviknar reglulega í lessal Þjóð- arbókhlöðunnar, í myrkum bíó- sölum eða á dansgólfinu á Bakk- usi. Búsáhaldabyltingin verður að rómantískri sviðsmynd og það er áhugavert að fylgjast með upp- gjöri hins róttæka vinstrimanns við villta vinstrið, byltinguna sem át börnin sín. Valur ber ástina saman við vinstristjórnina: „ …birtist afar sjaldan og þá með fögur fyrirheit, en um leið og ástarbríminn hverf- ur leysist hún upp í gagnkvæmri tortryggni og heift.“ Síðasti elskhuginn er þroska- saga eilífðarunglingsins sem getur aldrei klárað BA-ritgerðina sína. Mannsins sem er sveimhugi og bóhem en þráir hið hefðbundna íslenska fjölskyldulíf – áttar sig ekki á að hann er ástfanginn af draumi. Símon Birgisson NIÐURSTAÐA Frumleiki bókarinnar felst í einfaldleika hennar. Valur tekur sig mátulega alvarlega í bókalandslagi þar sem allir eru snillingar. Ástin er eins og vinstristjórnin „Þetta er lítil aðventusýning í Gróskusalnum á Garðatogi sem er í sama húsi og ég er með vinnu- stofu,“ segir Guðrún Ólafsdótt- ir, betur þekkt sem Gunnella, um myndlistarsýninguna Hoppsala- hei sem hún opnar á laugardag- inn. „Myndefnið er það sama eða svipað og hefur verið í myndum mínum, en þetta eru allt myndir frá síðustu tveimur árum sem ég hef ekki sýnt áður.“ Gunnella varð þess heiðurs aðnjótandi að bandaríski rithöf- undurinn Bruce McMillan hreifst svo af myndum hennar að hann settist við að semja við þær texta, sem nú er kominn út á tveimur bókum og sú þriðja er í vinnslu. „Þetta er dálítið önnur aðkoma að bókum en venjan er,“ segir Gunn- ella. „Yfirleitt kemur textinn á undan og myndskreytingin á eftir en þarna vann Bruce út frá mynd- unum mínum þannig að hann var eiginlega að textaskreyta mynd- irnar.“ Bækurnar hafa vakið mikla athygli og sú fyrsta, Hænur eru hermikrákur, hlaut sérstaka við- urkenningu frá New York Times fyrir myndirnar. Báðar bækurn- ar eru komnar út á íslensku í þýð- ingu Sigurðar A. Magnússonar og nefnist sú síðari Hvernig kon- urnar stöðvuðu blásturinn í þýð- ingu hans. „Nú er Bruce að vinna að þriðju bókinni,“ segir Gunnella. „Og hún hefur vinnutitilinn Win- ter Games enda textaskreytir hann þar myndir með vetrarstemning- um.“ Gunnella er einnig frumkvöð- ull á öðru sviði því hún var fyrsti listamaðurinn sem Nói Síríus fékk leyfi til að nota myndir eftir á lok konfektkassa sinna og birtust þær þar tvö ár í röð. „Þetta tókst svo vel að nú hafa þeir leitað til ann- arra listamanna eftir myndum á kassana og ég er stolt af því að hafa orðið til þess,“ segir Gunnella. Fyrir þá sem ekki eru kunnugir í Garðabæ er rétt að taka fram að Gróskusalurinn er á Garðatorgi 1 og gengið er inn á yfirbyggða gler- torgið hjá versluninni Víði. Sýning- in verður opin frá 7. desember og stendur til og með 15. desember. Opið er frá kl. 14 til 18 alla sýning- ardagana. fridrikab@frettabladid.is Myndirnar urðu innblástur fyrir bækur Gunnella sýnir myndir frá síðustu tveimur árum í Gróskusalnum frá og með laugardeginum. Hún hefur mörg járn í eldinum og meðal annars hafa komið út tvær bækur með textaskreytingum bandarísks rithöfundar við myndir hennar. Á VINNUSTOFUNNI Sýning Gunnellu, Hoppsalahei, er í Gróskusalnum í Garðabæ, sem er í sama húsi og vinnustofa hennar. Hún verður einungis opin í eina viku frá 7. til 15. desember. Spurningum um Hross í oss svarað Leikstjóri og aðstandendur myndarinnar verða á spurt og svarað-sýningu í Háskólabíói á morgun. BENEDIKT ERLINGS- SON Svarar spurningum áhorfenda í Háskólabíói. TÓNLIST ★★★ ★★ La Poesie Kammertónlist eftir Þórð Magnússon SMEKKLEYSA Besta tónsmíð Þórðar Magn- ússonar á þess- um geisladiski er Rapsódía fyrir kontrabassa og píanó. Hún er flutt af Þóri Jóhannssyni og Sólveigu Önnu Jónsdóttur. Þar hefur ímyndunar- afl tónskáldsins fengið að njóta sín óheft. Raps ódía er einmitt slíkt tón- listarform, mjög frjálslegt, nánast spunakennt. Kontrabassi og píanó er þar að auki óvanaleg samsetn- ing. Samspil hljóðfæraleikaranna á geisladiskinum er svo dínamískt og magnað að unaður er á að hlýða. Frumleiki skáldskaparins í tónlist- inni er mergjaður. Maður hefði viljað hafa meira svona; hin verkin eru ekki eins spennandi. Tveir kvartettar, annar fyrir píanó, selló, fiðlu og klar- inettu, hinn fyrir saxófóna, eru reyndar stílhreinir og snyrtilegir, en ekkert sérstaklega aðlaðandi. Ljóðrænir kaflar koma vissulega fyrir, en þó er hvergi nein laglína sem er reglulega grípandi. Fyrir bragðið virkar tónlistin eins og stílæfing. Tónskáldinu virðist ekki liggja neitt á hjarta með henni. Enn síðri er „Það mótlæti þankinn ber“ sem er upphaflega fyrir hljómsveit en er hér í umritun fyrir tvö píanó. Þau Anna Guðný Guðmundsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson leika prýðilega, en klisjur úr píanótónlist frá fyrri hluta 20. aldarinnar (Stravinskí sér- staklega) eru svo áberandi að það er hálf bagalegt. Þórður er greinilega efnilegt tón- skáld, en hann mætti slaka meira á og leyfa sér að vera djarfur og skemmtilegur. Rapsódían fyrir kontrabassann og píanóið sannar að hann getur það. Jónas Sen NIÐURSTAÐA Fagmannlega unnin tónlist, en vantar oft sjarma. Meiri dirfsku, takk HOPPSALAHEI Myndin sem sýningin er nefnd eftir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.