Fréttablaðið - 05.12.2013, Side 76
Nýtt leikarabarn
Davíð Guðbrandsson
leikari og unnusta
hans, Hildur Selma
Sigbertsdóttir,
eignuðust stúlku í
vikunni.
Davíð hefur
gert það gott
undanfarin
misseri og lék
meðal annars
burðarhlutverk
í kvikmyndinni
Fölskum fugli og í
sjónvarpsþáttunum
Svörtum englum.
Þau Hildur Selma
hafa verið saman
um nokkurra ára
skeið. Hildur Selma
vann á leikskóla þar
til fyrir stuttu. Hún
er systir leikstjórans
og rapparans Ágústs
Bents Sigbertssonar.
- lkg
FRÉTTIR
AF FÓLKI
Mest lesið
Yrsa á toppnum
og Össur stilltur af
Jólabókavertíðin fer vel af stað.
1983 eftir Eirík Guðmundsson og
Mánasteinn eftir Sjón eru farnar í
endurprentun, en bækurnar hlutu
báðar tilnefningar til Íslensku
bókmenntaverðlaunanna. Þá er verið
að endurprenta Vísindabók Villa og
Skuggasund eftir Arnald Indriðason–
en Yrsa Sigurðardóttir, með bók sína
Lygi, er á toppnum á metsölulista
Eymundsson þessa vikuna, í þeirra
árlega toppslag. Guðni – léttur í
lund! hefur verið send í
þriðju prentun og Ár
drekans eftir Össur
Skarphéðinsson
hefur einnig verið
endurprentuð.
Finnst glöggum
Össur hafa
fölnað nokkuð
á kápunni,
jafnvel eins
og hann hafi
séð draug,
í annarri
prentun. - ósk
1 Ástar- og kynlífsfíklar fórnarlömb
Vodafone-lekans
2 Þótti líklegra að bróðir hennar yrði
sjálfur einhverjum að bana
3 Sérsveitin kölluð til Sauðárkróks:
Maðurinn hótaði að beita skotvopni
4 Stærsti Lottópottur í sögunni
5 Eru karlar hættulegir konum?
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VÍSIR
RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
40til
60%
afsláttur
Jóla-
sprengja!
ath.
opið
sunnu-
dag
af öllum
vörum!
Jólablað Símans fylgir
Fréttablaðinu í dag
siminn.is/jol