Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 62
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 62 Hér er snípur um sníp frá sníp til sníps? Eða er það snípa? Þetta voru vangaveltur þrettán ára drengs í fræðslu hjá mér fyrir rétt rúmri viku. Hann vildi vita hvernig sníp- urinn fallbeygðist og hvort hann tæki á sig fleirtölu. Ég verð að játa að þessi nálgun á kynfærið kom mér ögn á óvart og benti ég honum á að þetta væri snípur í nefnifalli. Karlkyn? Svaraði hann þá í snatri. Ég hafði barasta aldrei pælt neitt sérstaklega í orðinu snípur, það bara einhvern veginn er. Þannig er það nefnilega með notkun kynlífs- orða, líkt og annarra orða í okkar ágæta tungumáli, að þau eiga það til að flækjast fyrir manni. Gott ef manni vefst ekki tunga um tönn í einhverjum tilfellum. Ég er ágæt í málfræði, ekki frábær en ágæt. Þó reyndar minnir mig að ágætt sé „best“ í grunnskólum landsins svo ætli þetta séu ekki ósannindi hjá mér, kannski er ég bara góð, og ég minni á að ágætt er betra. Reyndar held ég að það geti talist móðgun að vera ágætur í bólinu, vildi maður þá ekki frekar vera góður? Æ, þetta er svo öfugsnúið. Fyrir viku fjallaði ég um sæði og talaði um brund. Mér bárust þá nokkrir póstar sem bentu á að brundur væri karlkynsorð en ekki hvorugkyn og því bæri að tala um brundinn en ekki brundið. Þetta hafði ég aldrei heyrt en ætlaði vissulega að taka til mín því mig langar að tala rétt og fallegt mál. Reyndar kom upp úr krafsinu að hvort tveggja má. Brundið er það fjölhæft að það getur líka verið brundur. Kannski þurfa dægurlög- in að endurspegla fjölhæfni þess- ara orða til að kenna okkur rétta málfræði kynlífsins, svona eins og „Ég hlakka svo til“ sem ómar á flestum útvarpsstöðvum. Bara svo það sé á hreinu þá tek ég fagnandi ábendingum um mál- fræðivillur því ég vil virkilega bæta mig, en við skulum nú ekki missa okkur með rauða pennann og halda leiðréttingum í hófi, svo ég tapi nú ekki öllu sexi í þessum sexí orðum. Þá er líka ágætt að muna að orð eru bara orð og það er um að gera að leika sér aðeins með þau, þó innan ramma regluverks- ins. Ef þér leiðist þá langar mig að benda þér á að af nógu er að taka í íslenskun klámyrða að loknum próflestri, nú eða fyrir jólaglögg- ina í vinnunni. Það væri nú skemmtilegt ef til væri þáttur og ítarlegri umfjöll- un um þessi kynlegu orð og ef hann er nú til, ætli hann taki þessi orð fyrir? Ef ekki þá skaltu eigi örvænta, því ég hugsa að ég muni bara gera hann sjálf. Kannski það verði mitt fyrsta verk á nýju ári. Hafði aldrei pælt í orðinu snípur ÖFUGSNÚIÐ „En við skulum nú ekki missa okkur með rauða pennann og halda leiðréttingum í hófi, svo ég tapi nú ekki öllu sexi í þessum sexí orðum.“ KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is „Leikritið fjallar um mann sem kemur að hitta vin sinn í vinnunni klukkutíma fyrir jól. Hann seg- ist þurfa að sýna honum svolít- ið merkilegt en hann er búinn að handsama jólasvein. Vinurinn kaupir það ekki alveg strax en þeir yfirheyra hann og þá gerist ýmis- legt. Leikritið endar á ákveðinn hátt og kannski ekki eins og venju- leg jólaleikrit enda,“ segir Vignir Rafn Valþórsson, leikstjóri leik- ritsins Nóttin var sú ágæt ein eftir Anthony Neilson, sem er jólaleikrit fyrir fullorðna. Leikfélagið Óska- börn ógæfunnar setur verkið upp en félagið setti það líka upp í fyrra. „Aðalpersónur leikritsins eru ekki mikil jólabörn, ekki frekar en margir fullorðnir í dag þar sem búið er að eyðileggja jólin svolítið. Þetta leikrit er mjög gott fyrir þá sem eru komnir með ógeð á jóla- kjaftæðinu þar sem allt snýst um að selja. Margir eru löngu búnir að gleyma um hvað jólin snúast í raun og veru. Leikritið er alls ekki fyrir börn, enda ýmisleg rætt sem börn eiga alls ekki að fá að heyra fyrr en vel eftir fermingu,“ bætir Vignir við. Leikritið verður frumsýnt í Tjarnarbíói 11. desember og fá leikhúsgestir sjálfir að ákveða miðaverðið. Lágtekjufólk greiðir tvö þúsund krónur, millitekjufólk þrjú þúsund krónur og hátekjufólk fimm þúsund krónur. Gestir velja sjálfir í hvaða flokk þeir setja sig. „Við höfum gert þetta nokkrum sinnum með sýningarnar okkar og þetta hefur reynst okkur mjög vel. Við fáum enga styrki og er verkið sett upp með peningum úr okkar eigin vasa. Vonandi fáum við ein- hverjar krónur í kassann til að geta keypt meira eins og maður þarf að gera um jólin.“ Leikarar í sýningunni eru Bene- dikt Karl Gröndal, Davíð Freyr Þórunnarson, Kári Viðarsson og Svandís Dóra Einarsdóttir. - lkg Leikrit ekki fyrir börn Leikfélagið Óskabörn ógæfunnar frumsýnir Nóttin var sú ágæt ein, jólaleikrit fyrir fullorðna. FYRIR FULL- ORÐNA Vignir Rafn Valþórsson- Axlar Björn Í BYKO velur þú draumajólatréð við kjör aðstæður inni, þannig að þú getur gefið þér góðan tíma og vandað valið. Valið á jóla trénu ætti þó ekki að taka langan tíma því BYKO býður eingöngu upp á hágæða sérvalin jólatré: Nor- mannsþin, íslenska furu og blágreni. Hluti söluandvirðis af hverju jólatré fer til Hjúkrunarheimilis Sunnuhlíðar í Kópavogi. BYKO BÝÐUR EINGÖNGU UPP Á HÁGÆÐA SÉRVALIN JÓLATRÉ Verðvernd BYKO tryggir þér lægra verð. Sjá nánari upplýsingar og skilmála á www.byko.is. 100-150 cm .............................3.995 kr. 150-200 cm .............................7.995 kr. 200-250 cm ...........................12.955 kr. 100-125 cm .............................3.285 kr. 125-150 cm .............................3.985 kr. 150-175 cm .............................5.485 kr. 175-200 cm .............................7.485 kr. 200-225 cm .............................9.985 kr. 100-125 c m .............................3.595 kr. 125-150 c m .............................4.995 kr. 150-175 cm .............................6.795 kr. 175-200 cm .............................9.995 kr. 200-250 cm ...........................11.995 kr. Íslensk fura Normannsþinur Blágreni LIFANDI JÓLATRÉ Timburverslun Breidd Grandi Selfoss Virka daga: kl. 8-18 Laugardaga: kl. 11-17 Virka daga: kl. 8-19 Laugardaga: kl. 10-18 Sunnudaga: kl. 11-17 Virka daga: kl. 8-18 Laugardaga: kl. 10-18 Sunnudaga: kl. 12-16 Sölustaðir: Lifandi jólatré. Verð frá:3.285kr. SÉRVALIN JÓLATRÉ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.