Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 28
5. desember 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Undanfarna daga hefur um fátt verið meira rætt manna á meðal og í fjölmiðl- um en nýbirta PISA-könnun sem sýnir svo ekki verður um deilt að víða er pottur mölbrotinn í grunnskólakerfinu. Þetta eru svo sem ekki ný sannindi fyrir þá sem til þekkja innan menntakerfisins en ætti nú að vera augljóst öllum sem skilja vilja. Annað olnbogabarn menntakerfisins er starfs- og iðnnám en það er kunnara en frá þurfi að segja að allt of fáir leggja slíkar greinar fyrir sig. Það virðist því á borð leggjandi hvaða verkefni séu mest aðkallandi fyrir nýjan, kraftmikinn og metnaðarfullan menntamálaráðherra. Eini þáttur skólakerfisins fram að háskólanámi sem er í þokkalegu standi er bóknám til stúdentsprófs. Það skilar flestum stúdentum frá sér með viðunandi undirbúning undir háskólanám, hafi þeir á annað borð áhuga á því, og það hefur hingað til verið traustur aðgöngumiði íslenskra stúdenta að erlendum háskólum. Umbætur og lagfæringar á brotalöm- um grunnskólans og efling starfs- og iðnnáms eru því verkefni dagsins og sá ráðherra sem kæmi þeim í þokka- legt horf myndi skrá nafn sitt varanlega á spjöld menntasögu þjóðarinnar. En, nei, menntamálaráðherra hefur að vísu áhyggjur af ástandinu í grunnskólanum en hans aðalmarkmið og verkefni á kjör- tímabilinu er að stytta og skerða bóknám til stúdentsprófs, á iðnnám hefur ekki verið minnst. Það er erfitt að átta sig á stefnu núver- andi ráðherra í menntamálum þar sem markmiðið virðist einkum vera að hunsa vandamálin og skaða það sem þó er í sæmilegu lagi. Líklega eiga hér best við orð sýslumannsins á Akranesi þegar hann frétti að mannvitsbrekkurnar í innanrík- isráðuneytinu hefðu falið sýslumanninum í Stykkishólmi að tollafgreiða skip sem lögðu að í Hvalfirði: „Hafa þetta bara sem vitlausast.“ PISA-könnun, iðnnám og menntastefna MENNTUN Guðmundur J. Guðmundsson framhaldsskóla- kennari ➜ Það er erfi tt að átta sig á stefnu núverandi ráðherra í mennta- málum þar sem markmiðið virðist einkum vera að hunsa vandamálin og skaða það sem þó er í sæmilegu lagi. D Y N A M O R E Y K JA V ÍK ÖNNUR PRENTUN VÆNTANLEG 1983 EFTIR EIRÍK GUÐMUNDSSON UPPSELD Tilnefning 2013 G unnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra þykist ógur- lega hissa á ákvörðun Evrópusambandsins, að skrúfa fyrir IPA-styrkina svokölluðu til samstarfsverkefna sem þegar voru komin í gang áður en utanríkisráðherr- ann ákvað að gera hlé á aðildarviðræðunum við ESB. Lesendum og ráðherranum til upprifjunar er tilgangurinn með IPA-styrkjunum að búa stjórn- sýslu og atvinnulíf í ríkjum, sem stefna að aðild að Evrópusam- bandinu, undir þá aðild. Ísland hefur ekki dregið umsókn sína að Evrópusamband- inu formlega til baka. En Gunnar Bragi Sveinsson hefur gert ótímabundið hlé á aðildarviðræðunum, Gunnar Bragi Sveinsson hefur leyst upp samninganefndina og undirhópa hennar, Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst því yfir að það standi ekki til að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna og Gunnar Bragi Sveinsson hefur lýst því yfir að viðræð- unum verði ekki haldið áfram á hans vakt. Svo er Gunnar Bragi Sveinsson gasalega hissa þegar Evrópu- sambandið telur ekki ástæðu til að eyða peningum skattgreiðenda í undirbúning aðildar Íslands. Gunnari Braga finnst þetta „óskiljan- legt“ og „forkastanlegt“ og „ekki til þess fallið að lyfta ímynd ESB á Íslandi að neinu leyti“. Er hægt að hafa svona lítinn skilning á rökréttum afleiðingum eigin gerða og yfirlýsinga? Gunnar Bragi sagði í Bylgjufréttum í gær að túlka mætti þetta svo að Ísland væri ekki lengur velkomið í ESB. Það ber talsmaður sambandsins til baka í Fréttablaðinu í dag. Æðstu menn ESB hafa raunar margítrekað að Ísland sé velkomið og engin breyting hafi orðið á afstöðu sambandsins. En er einhver hissa á að það telji ekki ástæðu til að eyða peningum í land utanríkisráðherrans sem vill ekki vera í aðildarviðræðum? Stjórnarandstöðuþingmaðurinn Gunnar Bragi Sveinsson hefði alltént ekki verið hissa á því. Hann hélt á síðasta kjörtímabili marga tugi þingræðna gegn því að Ísland þægi IPA-styrkina. Inn- takið í þeim var í fyrsta lagi að það væri í hæsta máta óeðlilegt að taka við styrkjunum. Þeir væru „glerperlur og eldvatn“, notaðir í „áróðursstarfsemi“ og til að „bera fé á íslenska þjóð til að kaupa sér góðvild hennar, til að kaupa sér fylgi við þessa gölnu vegferð“. Þingmanninum Gunnari Braga fannst í öðru lagi „ekki siðlegt“ að „þiggja fjármuni sem eflaust gætu nýst einhverjum öðrum miklu betur en okkur“ og sá auðvitað fyrir hvað myndi gerast: „Ef við segjum svo nei hljóta menn að spyrja: Bíddu, af hverju voruð þið að taka við þessum peningum ef þið ætluðuð ekki þarna inn? Við gátum notað þessa aura í eitthvað allt annað. Hvað á þetta að þýða?“ Loks vildi Gunnar Bragi að „ef þetta fer allt í vitleysu“ bæru íslenzk stjórnvöld áfram ábyrgð á ferlinu. „Stjórnvöld hljóta að ljúka þeim verkefnum sem farið var af stað með, ég get ekki litið öðruvísi á það.“ Í gær fannst Gunnari Braga „mjög bratt af Evrópusambandinu að henda boltanum til íslenskra stjórnvalda“. Hvað er hægt að vera í stórri mótsögn við sjálfan sig? Þessi leikaraskapur utanríkisráðherrans er móðgun við vits- muni kjósenda á Íslandi. Við erum ekki svona vitlaus – og það getur bara ekki verið að hann sé það heldur. Hvað er hægt að vera í stórri mótsögn við sjálfan sig? Ráðherra verður voða hissa Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Þvílíkt sjokk Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráð- herra var alveg gáttaður þegar í ljós kom að ESB var bara ekkert til í að rúlla hundruðum milljóna í verkefni hér á landi tengd aðildarferli Íslands við sambandið. Þetta mál er auðvitað hið bagalegasta fyrir aðstandendur verkefnanna, sem eru flest eða öll ákaflega verðug og munu koma ís- lensku samfélagi vel, hvort sem kemur til aðildar eður ei, en viðbrögð og yfirlýst vonbrigði ráðherra mega teljast skjóta skökku við. Glerperlurnar og allt það Þegar ráðherra var í stjórnarand- stöðu vék hann ótal sinnum að IPA-styrkjunum og þeirri óhæfu sem honum fannst að þiggja fjármunina sem hann kallaði oftar en einu sinni „glerperlur og eldvatn“. Í bloggfærslu harmar ráðherra nú þetta útspil ESB og spyr hvað hafi breyst frá því að sam- bandið ákvað að halda þó áfram að fjármagna verkefni sem þegar voru hafin. Hann ætti mögulega að líta sér nær í því tilliti því að eitt af því sem breyttist í millitíðinni er að hann leysti upp samninganefndir Íslands. Er það ekki eitthvað? Kakan og gjafirnar Málið er sumsé þetta ævaforna vandamál þeirra sem vilja bæði éta kökuna og eiga hana. ESB er ekki boðið í afmælið, en Gunnari Braga finnst fráleitt að þeir haldi ekki áfram að gefa okkur pakka! thorgils@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.