Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 97

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 97
RÓMANTÍSKAR STUNDIR Á BÍÓSTÖÐINNI Í DESEMBER DROTTNING RÓMANTÍSKU MYNDANNA Rómantíkin svífur yfir vötnum á Bíóstöðinni yfir hátíðirnar. Áhorfendur geta átt notalegar stundir yfir nokkrum rómantískustu myndum síðari ára. Meðal þeirra rómantísku mynda sem eru á dagskrá í desember eru The Notebook, Notting Hill, Dear John, 27 Dresses, Love Happens, The Holiday, Bridges of Madison County, One Fine Day, Rumor Has It, The Vow, The Lucky One, Two Weeks Notice, The Story of Us, The Object of My Affection og You‘ve Got Mail. Leikkonan Rachel McAdams sló eftirminnilega í gegn í myndinni The Notebook árið 2004 en myndin er almennt talin ein rómantískasta mynd síðari ára. Í dag er McAdams óumdeild drottning rómantísku myndanna. Hún lék á móti Eric Bana í myndinni The Time Traveler‘s Wife árið 2009 og í fyrra fóru vasaklútarnir aftur á loft þegar hún lék í myndinni The Vow á móti Channing Tatum. Þess á milli lék hún m.a. í rómantísku gamanmyndinni Wedding Crashers, jólamyndinni The Family Stone, ævintýra myndunum um Sherlock Holmes og mynd Woody Allen, To Rome With Love. Fyrir skömmu kom síðan rómantíska myndin About Time í kvikmyndahús en hún er úr smiðju þeirra sömu og gerðu myndirnar Love Actually, Notting Hill og Four Weddings and a Funeral. Býr í Kanada Rachel Anne McAdams er kanadísk og þrátt fyrir að hafa slegið í gegn í Hollywood hefur hún engan áhuga á að búa meðal stjarnanna í Los Angeles. Hún býr í Toronto og deilir íbúð með yngri bróður sínum. „Það er liðin tíð að flestar myndir séu teknar upp í Hollywood þannig að það þjónar engum tilgangi að búa þar,“ segir Rachel sem stundar kundalini jóga og hefur gaman af garðyrkju og matreiðslu. Hún hefur sagt frá því að ef hún væri ekki leikkona þá myndi hún opna veitingastað. Heima um jólin Rachel er mikið jólabarn og segir að jólahaldið sé alltaf svipað. „Ég er alltaf í faðmi fjölskyldunnar um jólin og það er mikið lagt upp úr jólamatnum,“ segir leikkonan. „Við skiptumst á að sjá um matinn og leggja á borð en mér finnst skemmtilegast að sjá um að brúna kartöflurnar.“ Hún segir að systkinin haldi fast í gamlar venjur á jólunum. „Við hengjum alltaf upp jólasokkana okkar og fáum eitthvert góðgæti frá jólasveininum. Mamma sagði okkur að það væri kominn tími til að hætta þessu þar sem við systkinin værum komin yfir þrítugt en við þvertökum fyrir það. Þetta er það skemmtilegasta við jólin.“ ÞRJÁR GÓÐAR MEÐ RACHEL McADAMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.