Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 94
Skoski leikarinn David Tennant leikur aðalhlutverkið í fram- haldsmyndinni The Escape Artist sem sýnd verður á Stöð 2 milli jóla og nýárs. The Escape Artist er spennumynd í tveimur hlutum. Myndin var frumsýnd á BBC fyrir skömmu og fékk mjög góða dóma í breskum fjölmiðlum. Fyrri hlutinn verður sýndur á Stöð 2 sunnudaginn 29. desember og síðari hlutinn mánudaginn 30. desember. Tennant leikur lögfræðinginn Will Burton sem hefur aldrei tapað máli í réttarsalnum og þykir einstaklega lunkinn við að fá skjólstæðinga sína sýknaða, jafnvel þótt allt bendi til þess að þeir séu sekir. Hann tekur að sér að verja mann sem er sakaður um hrottalegt morð og þrátt fyrir að allir séu sannfærðir um sekt hans nær Will að vinna málið. Í kjölfarið gerir hann mistök sem eiga eftir að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Will og framtíð hans. Við tekur spennandi atburðarás og sagan breytist úr lögfræði- drama í sannkallaðan spennu trylli. Skærasta stjarna Breta Þetta hefur verið viðburðaríkt ár fyrir Tennant og hann er orðinn einn vinsælasti sjónvarpsleikari Breta. Hann lék um árabil aðalhlutverkið í þáttaröðinni Doctor Who en frá því að hann sagði skilið við þættina fyrir þremur árum hefur frægðarsól hans haldið áfram að rísa. Fyrr á árinu lék hann aðalhlutverkið í þáttaröðinni Broadchurch, sem sló eftirminnilega í gegn á ITV og var sýnd á Stöð 2 fyrir skömmu. Núna er verið að undirbúa bandaríska endurgerð af Broadchurch og þar verður Tennant einnig í aðalhlutverkinu. Tennant fékk einnig mikið lof fyrir aðalhlutverkið í þáttunum The Politician‘s Husband sem sýndir verða á Stöð 2 eftir áramót. THE ESCAPE ARTIST 29. DESEMBER KL. 21.50 Vinsælasti erlendi þáttur Stöðvar 2, Grey’s Anatomy, er í fríi fyrstu vikuna í desember en snýr síðan aftur með tveimur dramatískum þáttum fyrir jól. April er að fara að gifta sig og mikil spenna er í loftinu hjá læknunum. Meredith og Cristina eru ósáttar og Derek fær símtal sem gæti breytt lífi hans. Spennan magnast í verðlauna þátta röðinni Homeland sem sýnd er á Stöð 2 á sunnudags- kvöldum. Það eru aðeins þrír þættir eftir af þriðju þáttaröð en þegar hefur verið tilkynnt að ný þáttaröð sé væntanleg á næsta ári. Aðalsöguhetjan í fyrstu tveimur þáttaröðunum, Nicholas Brody, hefur verið lítið áberandi framan af þessari þáttaröð en nú verður breyting þar á og hann verður í lykilhlutverki í síðustu þremur þáttunum. Saul Berenson, yfirmaður CIA, er að undirbúa stærstu aðgerð sem bandaríska leyniþjónustan hefur lagt í og Brody er aðalmaðurinn í því verkefni. Í lok síðasta þáttar hélt hann af stað til Íran ásamt bandarískum sérsveitarmönnum. Þar þarf hann að leggja líf sitt að veði í von um að komast að æðstu ráðamönnum í Íran. SENDUR Í HÆTTUFÖR DRAMA FYRIR JÓLIN HOMELAND SUNNUDAGA KL. 21.40 GREY’S ANATOMY MIÐVIKUDAGA KL. 21.00 SPENNUTRYLLIR AF BESTU GERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.