Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 70
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 70 FORMÚLA EITT Michael Schu- macher vann sjö heimsmeist- aratitla á árunum 1994 til 2004 og það bjóst örugglega eng- inn við því að formúlan eignað- ist annan eins yfirburðamann. Annað hefur komið á daginn og flest yfirburðatölfræðimet Schumachers eru nú ann- aðhvort fallin eða í mik- illi hættu. Fréttablaðið skoðar í dag aðeins betur þetta magn- aða metár Sebasti- ans Vettel. Sebastian Vett- el hefur þegar hreinsað upp helstu aldursmetin í form- úlunni enda talsvert yngri en þegar Schumacher komst í flokk þeirra bestu en jafnframt því hafa yfirburðir þessa 26 ára Þjóðverja verið slíkir að fá met standa nú eftir óhögguð. Níu sigrar Sebastians Vettel í röð á 91 degi eftir að form- úlan kom aftur úr sumarfríi í ágúst teljast nú örugglega hans stærsta afrek til þessa á mögn- uðum ferli sem er þó bara rétt að byrja. Vettel missti hvorki einbeitingu né hungur við að tryggja sér fjórða heimsmeist- aratitilinn í röð. Hann hélt áfram og varð sá fyrsti til að vinna níu keppnir í röð á einu tímabili. Vettel jafnaði einnig met Ítal- ans Alberto Ascari sem vann níu keppnir í röð á árunum 1952 og 1953 og komst upp að hlið Michaels Schumacher með því að vinna þrettánda kappakstur- inn í röð á tímabilinu. Schu- macher náði því árið 2004 en mót ársins voru þá einu færri en í ár. Michael Schumacher tjáði sig um afrek Sebastians Vettel í viðtali á vegum Mercedes- liðsins sem birtist á YouTube- vefnum. „Hann vann þrettán keppnir en liðsfélagi hans Mark Webber vann enga. Það er sjokkerandi. Ég er feginn að vera ekki liðsfélagi hans,“ sagði Michael Schumacher en Mark Webber hætti í formúlunni eftir tímabilið. Schumacher fagnar samt árangri landa síns. „Ef einhver getur bætt öll þessi met þá vil ég að það verði hann,“ bætti Schu - macher við. Það kvarta örugglega margir yfir spennulausri formúlu enda gengur áætlun Sebastians Vettel oftast full- komlega upp. Hann er á frábær- um bíl og er oftast í fremstu röð í ræsingu. Það gefur honum jafnan færi á að komast í forystu í upphafi keppni og keyra síðan fremstur alla leið í mark. Hann er bara 26 ára gamall en heimsmeistaratitlarnir eru þegar orðnir fjórir. Á sama aldri var Schumacher nýbúinn að landa öðrum titli sínum en vann síðan ekki þann þriðja fyrr en fimm árum síðar. Þá tóku við mestu yfir- burðir í sögu formúlu eitt þegar Schu mach er vann fimm heimsmeistara- titla í röð. Það er svo sem ekkert annað í spilunum en að Vett el jafni það met árið 2014. Aðdáendur formúlu eitt vilja að sjálfsögðu meiri keppni en hver getur ekki annað en dáðst að hinum léttlynda og hógværa Þjóð- verja Sebastian Vettel sem verður eftir nokkur ár búinn að hrifsa krúnuna af Schumacher. Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Sebastian Vettel jafnaði 60 ára gamalt met Alberto Ascari með því að vinna níu keppnir í röð. Ascari gerði það á einu ári og tveimur tíma- bilum en Vettel aðeins á 91 degi. Þjóðverjinn Sebastian Vettel tryggði sér fj órða heimsmeistaratitilinn í röð á dögunum með sannkallaðri metframmistöðu. Hann varð sá fyrsti til að vinna níu keppnir í röð á einu tímabili og er á góðri leið með að hirða öll helstu met af landa sínum, Michael Schumacher. ÁRANGUR SCHUMACHERS OG VETTEL Í KEPPNI UM HEIMSMEISTARATITILINN Í FORMÚLU 1 SEBASTIAN VETTEL MICHAEL SCHUMACHER 20 ára 21 árs 22 ára 23 ára 24 ára 25 ára 26 ára 27 ára 28 ára 29 ára 30 ára 31 árs 32 ára 33 ára 34 ára 35 ára 36 ára 37 ára 2007 14. SÆTI 2008 8. SÆTI 2009 2. SÆTI 1992 3. SÆTI 1993 4. SÆTI 1994 HEIMS- MEISTARI 1996 3. SÆTI 1997 DÆMDUR ÚR LEIK 1998 2. SÆTI 1999 5. SÆTI 2005 3. SÆTI 2006 2. SÆTI 2010 HEIMS- MEISTARI 2011 HEIMS- MEISTARI 2012 HEIMS- MEISTARI 2013 HEIMS- MEISTARI 1991 14. SÆTI NR. 3 NR. 4 NR. 5 NR. 6 NR. 7 1995 HEIMS- MEISTARI 2000 HEIMS- MEISTARI 2001 HEIMS- MEISTARI 2002 HEIMS- MEISTARI 2003 HEIMS- MEISTARI 2004 HEIMS- MEISTARI Sebastian Vettel jafnaði met Michaels Schu- macher með því að vinna þrettán keppnir af nítján á tímabilinu. Schumacher vann þrettán af átján keppnum árið 2004. Sebastian Vettel er aðeins fj órði formúlu eitt ökumaður sögunnar sem nær að vinna fl eiri en þrjá heimsmeist- aratitla. Hinir eru Michael Schumacher (7), Juan Manuel Fangio (5) og Alain Prost (4). Vettel var langyngstur til að ná þessu. Sebastian Vettel setti nýtt stigamet og var aðeins þremur stigum frá því að ná að rjúfa 400 stiga múrinn. Sebastian Vettel var í forystu í 3639 kílómetra í nítján keppnum ársins eða alls í 684 hringi. Hann var þar 3191 kílómetrum og 580 hringjum á undan næsta manni sem var Fernando Alonso. Sebastian Vettel fékk 155 fl eiri stig en næsti maður sem var Fernando Alonso. Þetta er stærsti sigur Vettels á ferlinum en hann fékk 122 fl eiri stig en næsti maður árið 2011. NR. 1 NR. 2 NR. 1 NR. 2 NR. 3 NR. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.