Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 59
FIMMTUDAGUR 5. desember 2013 | MENNING | 59 „Þetta var tekið upp í fyrra, þegar við héldum jólatónleika í Eldborginni í Hörpu,“ segir tón- listarmaðurinn Kristján Krist- jánsson, en hann er ásamt systur sinni, Ellen Kristjánsdóttur, að gefa út jólatónleika frá því í fyrra, á geisladisk og mynddisk. KK og Ellen flytja lög af jóla- plötunum sínum ásamt vel völd- um lögum frá ferlinum. Gestir á tónleikunum voru Mugison, Magnús Eiríksson, Elín Ey, Sigríður Eyþórsdóttir, Elísabet Eyþórsdóttir og Þorsteinn Ein- arsson. Á meðal laga á tónleikun- um eru Yfir fannhvíta jörð, Hin fyrstu jól, Skín í rauðar skott- húfur og Nóttin var sú ágæt ein, ásamt mörgum fleiri perlum. Þá verða þau með jólatónleika víða í núna desember. „Við erum með ferna tónleika í Salnum í Kópavogi en það er uppselt á þrenna þeirra.“ Þá koma þau meðal annars fram á Café Rosen- berg, Fríkirkjunni í Hafnarfirði og í Landnámssetrinu í Borgar- nesi. - glp KK og Ellen með jólagleði GAMAN SAMAN Á tónleikunum koma fram, ásamt KK og Ellen, margir af þekktustu tónlistarmönnum þjóðar- innar. Kex Hostel er komið í sparifötin og undirbýr gesti sína undir sérlega skemmtileg og hátíðleg jól, með menningu af ýmsum toga og dýrindis kræsingum á árlegri KEXMas-dagskrá sinni. Matseðill Sæmundar í spariföt- unum er með jólalegra sniði, auk þess sem blásið verður til skötuveislu á heilögum Þorláki. Menningardagskrá desember- mánaðar á Kex Hosteli er hlaðin góðgæti af ýmsum toga. Á hverjum fi mmtudegi er boðið upp á framúrstefnulega tónleika með nýrri íslenskri músík en hljómsveitirnar Ghostigital, Tilbury og Berndsen munu leika lög af nýjum breiðskífum sínum. Vikulegur KEXJazz verður á sínum stað á þriðjudögum en með jólalegra sniði. Að auki mun Drengjakór Reykjavíkur koma í heimsókn sunnudaginn 8. desember. Rúsínan í pylsuendanum er stórtónleikar Megasar og Sauðrekanna föstudaginn 13. desember en þá mun Megas njóta fulltingis Ágústu Evu Erlendsdóttur við fl utning Jésurímna. - glp Jólafílingur á Kex Hosteli MIKIL GLEÐI Megas er á meðal þeirra sem koma fram á Kex Hosteli í desem- ber. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN NaNoWriMo er stytting á Natio- nal Novel Writing Month, sem er átak þar sem þátttakendur skrifa fimmtíu þúsund orða skáldsögu á þrjátíu dögum í nóvember. Guðrún Ingibjörg Þorgeirsdóttir tók þátt í áskoruninni og stofnaði Facebook- grúppuna NaNoWriMo á Íslandi að erlendri fyrirmynd. „Því miður eru lítil samskipti milli NaNoWriMo-þátttakenda á Íslandi en það er nokkuð sem átti að standa til bóta með Facebook- hópnum. Ég veit því lítið um ævin- týri annarra þátttakenda hérlendis, en ég tók þátt í fjórða sinn í ár og hef lent í ýmsu.“ Guðrún fór á svig við reglurn- ar í ár og skrifaði smásögur í stað skáldsögu. „Oft hallar á smásagna- höfunda í umræðu um bókmenntir og gjarnan er litið á smásögur sem upphitun fyrir skáldsögur, en það er rangt.“ Guðrún hélt sig hins vegar við reglur um orðafjölda. „Fimmtíu þúsund orð á þrjátíu dögum gera 1.667 orð á dag. Fjölmargir ná ekki að klára og mér liggur við að full- yrða að allir „wrimoar“, eins og þátttakendur eru kallaðir á netinu, lendi í því einhvern tímann í mán- uðinum að lenda eftir á í orðafjölda. Hugmyndaleysi gerir oft vart við sig og stundum fer meiri tími í að stara á autt blað en í skriftirnar.“ Hugmyndin er upphaflega amer- ísk en að sögn Guðrúnar tekur fólk alls staðar að úr heiminum þátt á hverju ári og Íslendingar eru engin undantekning. „Sumir hafa aldrei skrifað áður, aðrir eru áhugahöf- undar og enn aðrir atvinnuhöfund- ar. Átakið hefur nýst atvinnuhöf- undum með vinnuleiða vel, hef ég heyrt.“ - ue 50 þúsund skrifuð orð á 30 dögum Þátttakendur í NaNoWriMo reyndu að skrifa skáldsögu á einum mánuði. VAR DUGLEG Guðrún skrifaði meðal annars 10 þúsund orð þann 30. nóvember. JÓLAGJÖF SEM ALLIR GETA NOTAÐ Gjafakort Arion banka er hægt að nota hvar sem er. Þú velur fjárhæðina, þiggjandinn velur gjöfina. Gjafakortið fæst í öllum útibúum Arion banka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.