Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 85
Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir er annar stjórnenda þáttarins Á fullu gazi á Stöð 2 á þriðjudagskvöldum. Hún er sjálf vön því að vera á fullu gazi um jólin. „Ég er óskipulagðasta manneskja í heimi og vakna yfirleitt alltof seint á aðfangadag eða ríf mig upp grútsyfjuð klukkan átta því ég hef ekki keypt eina einustu jólagjöf. Svo tekur við stefnulaust ráf í óðagoti um miðbæinn sem færist yfir í verslunarmiðstöðvarnar þegar búið er að loka á Laugaveginum og þetta er alltaf svona, sama hvað ég ætla að vera tímanlega,“ segir Sigríður Elva. Sigríður á minningu um sig hlaupandi í Hagkaupum sem síðastri búða var lokað á aðfangadag og með allt í fári. „Svo húrra ég mér heim eftir búðarápið, klæði mig í jólaföt og elda eitthvað, því sem grænmetisæta kem ég með eigin mat í jólamat til mömmu og pabba.“ Alltaf geitaostur á jólunum Þegar haustar byrjar Sigríður Elva að lesa sér til um jólamat og leita sér hugmynda. „Ég hef enn ekki náð að skapa mér matarhefð um jólin en geitaostur kemur þó alltaf við sögu. Síðast gerði ég geitaostaköku og langar að gera hana aftur núna fyrir jólin á meðan aðalrétturinn kemur á óvart. Margar grænmetisætur líta á hnetusteik sem hinn eina sanna jólamat en mér finnst á henni of mikill hippaheilsubragur og hnetusteik álíka hátíðleg og kjöthleifur á virkum degi,“ segir Sigríður Elva sem á aðventunni bakar í gríð og erg og segir að jólin séu besta afsökunin til að baka sætabrauð. „Ilmur af jólabakstri er hluti af jólastemningunni. Ég er mikið jólabarn þótt mig skorti trúarlega tengingu við hátíðina og þykir notalegt þegar hraður taktur þjóðfélagsins hægist og kyrrðin tekur við. Eftir stresskast aðfangadags upplifi ég því verðskuldað spennufall og get verið slök í náttfötum að éta konfekt næstu daga.“ Fram undan eru fyrstu jól Sigríðar Elvu sem móður. „Dóttirin er enn svo lítil að hún mun varla hafa gaman af því að taka upp jólapakka og ég er mun spenntari fyrir pökkunum hennar en hún. Mér þykja jólin spennandi með augum barnsins og hlakka til þegar hún fer að hafa vit á þessu öllu. Móðurhlutverkið breytir öllu og nú get ég sennilega ekki leyft mér að hlaupa um búðir á taugum með litla viðhengið með mér.“ VERÐSKULDAÐ SPENNUFALL Á FULLU GAZI ÞRIÐJUDAGA KL. 20.10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.