Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 48
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 48 „Partur af efnisskránni okkar eru jólalög sem allir segjast vilja heyra. Svo höfum við líka gaman af að kynna til sögunnar jólatón- list sem ekki heyrist oft. Það er ákveðinn metnaður að vera í ein- hverjum landvinningum. Við erum núna með tvö ensk, gullfalleg jóla- lög sem við höfum ekki tekið áður og einnig frumflytjum við tvö lög eftir einn kórfélagann, Hall- dór Hauksson, við jólasálma eftir Ólínu Andrésdóttur sem aldrei hafa fengið lög fyrr.“ Þetta segir Hörður Áskelsson, stjórnandi Mót- ettukórs Hallgrímskirkju, um jóla- tónleika kórsins sem fram fara í kirkjunni bæði á laugardag og sunnudag. Hörður segir jólatónleika hafa verið nokkuð reglulega hjá kórn- um í rúmlega þrjátíu ára sögu hans. „Í fyrra vikum við frá hefð- inni og fórum í Hörpuna en feng- um margar kvartanir frá fólki sem vildi heldur koma í kirkjuna og ætlum að koma til móts við það núna. Við erum í fyrsta skipti með Diddú með okkur. Síðast vorum við með Þóru Einars og þar áður Kristin Sigmunds. Það er röð af fínum einsöngvurum sem hafa lagt okkur lið.“ Til viðbótar við Diddú verða tveir hljóðfæraleikarar með kórn- um, Björn Steinar Sólbergson á orgel og Baldur Oddsson trompet- leikari. „Björn er samstarfsmað- ur minn í kirkjunni en Baldvin er 19 ára og stundar trompetnám í Bandaríkjunum þar sem hann á mikilli velgengni að fagna. Hann var gestur hjá okkur í sumar á Kirkjulistahátíð og heillaði fólk með leik sínum. Meðal annars flytja þau þrjú, hann, Björn Stein- ar og Diddú, aríu eftir Händel, það er glæsinúmer. Svo tekur Baldvin einleiksverk á trompetinn með orgelinu. Ég held ég megi segja að tónleikarnir verði bæði mjög hátíð- legir og líka fjölbreyttir.“ Meðal hefðbundinna laga sem flutt verða er Nóttin var sú ágæt ein eftir Sigvalda Kaldalóns. „Það lag höfum við flutt á hverjum jóla- tónleikum auk þess sem það er alltaf sungið á aðfangadagskvöld. Maður verður aldrei leiður á því,“ segir Hörður. „Þar eru einhverjir töfrar í gangi sem ekki eru skil- greinanlegir.“ gun@frettabladid.is Góðir gestir með glæsinúmer Söngur Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og hljóðfæraleikur Baldvins Oddssonar og Björns Steinars Sólbergssonar skreyta söng Mótettukórs Hallgrímskirkju á jólatónleikum um helgina. Þar er bæði um frumfl utning og hefðbundin jólalög að ræða. Hátíðlegir og fj ölbreyttir tónleikar að sögn stjórnandans Harðar Áskelssonar. STJÓRNANDINN „Í fyrra vikum við frá hefðinni og fórum í Hörpuna en fengum margar kvartanir frá fólki sem vildi heldur vera í kirkjunni og ætlum að koma til móts við það núna.“ segir Hörður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tíunda árið í röð er boðið upp á upplestra rithöfunda á Gljúfra- steini á sunnudögum í aðventu. Það er upplögð tilbreyting frá jólaamstrinu að setjast í stofu skáldsins þar sem rithöfundar og þýðendur koma fram og lesa úr bókum sínum. Flestir bestu rithöfundar þjóð- arinnar hafa viðkomu á Gljúfra- steini næstu sunnudaga, 8. og 15. desember, en síðasti upplest- urinn verður sunnudaginn 22. desember. Meðal þeirra sem lesa úr verkum sínum á sunnudaginn kemur eru Jón Kalman Stefáns- son, Guðmundur Andri Thorsson og Eiríkur Guðmundsson. Upplestrarnir hefjast klukkan 16 og er aðgangur ókeypis. Upplestraröð á Gljúfrasteini UPPLESTUR Jón Kalman Stefánsson er einn þeirra sem lesa upp á Gljúfrasteini á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég verð með málverk sem ég hef unnið á þessu ári ásamt 30 teikn- ingum,“ segir Georg Óskar mynd- listarmaður um efni sýningar sem hann opnar 7. desember í sal Mynd- listarfélagsins á Akureyri að Kaup- vangsstræti 10. Þetta er sjöunda einkasýning Georgs Óskars og eftir áramót verð- ur hann með verk sín í Galleríi Vegg á Forréttabarnum við Tryggvagötu í Reykjavík. Hann kveðst líka umbeð- inn hafa sent verk á safn í Banda- ríkjunum, hvers stjórnandi sækist eftir verkum áhugaverðra mynd- listarmanna. Auk þess að hafa komið fram í erlendum netmiðli nýlega mun á næstu dögum birtast viðtal við hann í tímaritinu Tribe magazine. Skyldi hann vera mál- ari að atvinnu? „Það væri óskandi að sú væri staðan. Akkúrat núna er ég reyndar að sinna myndlist- inni aðallega af því að sýningin er fram undan en ég er ekki að fleyta sjálfum mér og mínu batteríi á mál- verkum, frekar en margir ungir myndlistarmenn. En ég hef verið uppgötvaður á heimasíðunni minni. Þannig uppsker maður á endanum,“ segir hann bjartsýnn. Titill sýningarinnar: 9 mánuðir í ágúst. Hvaðan kemur hann? „Mig langaði að hafa hann persónulegan því verkin eru unnin út frá skynj- unum og minningum. Kærastan byrjar að hlakka til jólanna í maí. Hennar uppáhaldsmánuður er des- ember en minn er ágúst og mér fannst athyglisvert að í desember eru 9 mánuðir í ágúst! gun@frettabladid.is Í desember eru 9 mánuðir í ágúst Georg Óskar Giannakoudakis myndlistarmaður opnar sýningu í sal Myndlistarfélagsins á Akureyri á laugardaginn, sem hann kallar 9 mánuðir í ágúst. MYNDLISTARMAÐUR „Ég hef verið uppgötvaður á heimasíðunni minni. Þannig uppsker maður á endanum,“ segir Georg Óskar sem opnar sýningu á laugardag. FÍLADELFÍU 2013 Gospelkór Fíladelfíu ásamt gestum Stjórnandi er Óskar Einarsson Meðal einsöngvara eru Páll Rósinkranz og Regína Ósk Tónleikarnir verða haldnir í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík mánudagskvöldið 9. des. og þriðjudagskvöldið 10. des. kl. 19.00 og kl. 21.00 Miðar eru seldir í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu Hátúni 2 og í síma 535 4700. Einnig er hægt að panta miða með því að senda tölvupóst með nafni og símanúmeri á filadelfia@gospel.is Tónleikarnir verða teknir upp og sýndir í Ríkissjónvarpinu á aðfangadagskvöld. Hingað til hefur alltaf verið húsfyllir. Tónleikarnir gera Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu kleift að styrkja þá sem minna mega sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.