Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 10
5. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
ENA MICRO 9 ONE TOUCH
Líttu við hjá Eirvík og kynntu þér ENA 1 eða ENA 9 OneTouch
með Aroma+ og við bjóðum þér í kaffi.
Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar
voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato,
cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp.
ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK
Aðgangur að hreinu vatni er ekki sjálfgefinn.
Hjálparstarf kirkjunnar gerir fólki kleift að byggja
brunna í Afríku – og þitt framlag skiptir sköpum.
Þú getur hjálpað núna með því að
greiða valgreiðslu í heimabanka.
EINNIG:
Frjálst framlag á framlag.is
Gjafabréf á g jofsemgefur.is
Styrktarsími: 907 2003 (2.500 kr.)
Söfnunarreikningur:
0334-26-50886, kt. 450670-0499
HREINT VATN
BJARGAR
MANNSLÍFUM
PI
PA
R
\
TB
W
A
SÍ
A
KÍNA, AP Bandarískir fréttamenn
segja að Joe Biden, varaforseti
Bandaríkjanna, hafi komið svolít-
ið beygður út af fundi með Xi Jin-
ping, forseta Kína.
Fundurinn varð töluvert lengri
en til stóð og Biden vildi ekki svara
neinum spurningum fjölmiðla að
honum loknum. Þess í stað tók
hann að ræða um samskipti Kína
og Bandaríkjanna, sagði þau þurfa
að byggja á gagnkvæmu trausti og
að bæði ríkin geri ráð fyrir að hinu
gangi gott eitt til í samskiptunum.
Hvorki Biden né Xi minntust
á deilur Kína við Japan og fleiri
nágrannaríki um yfirráð yfir
nokkrum eyjum og auðlindum í
hafi.
Ríkisfjölmiðlar í Kína hafa hins
vegar gagnrýnt Bandaríkin fyrir
að taka málstað Japana í þessum
deilum og segja Bandaríkjastjórn
hafa kosið að líta fram hjá ögrun-
um Japana, eins og það er orðað í
leiðara China Daily, dagblaði kín-
versku stjórnarinnar, sem gefið er
út á ensku.
Í leiðaranum segir að ögran-
ir Japana séu rót deilunnar, en
Bandaríkin hafi ranglega ásakað
Kína fyrir að hafa einhliða breytt
ríkjandi ástandi í Austur-Kínahafi.
Bandaríkin hafa á síðustu
vikum, rétt eins og Japan og fleiri
ríki við Austur-Kínahafið, gagn-
rýnt nýlega ákvörðun Kínverja um
að stækka lofthelgi sína, þannig að
hún nái yfir hinar umdeildu eyjar,
en þetta gerðu Kínverjar án sam-
ráðs við nágrannaríkin.
Vafalítið er að þessi mál hafi
borið á góma á fundi þeirra Bidens
og Xis, en Biden sagði að loknum
fundinum að hreinskilni Xis hefði
haft töluverð áhrif á sig.
„Hreinskilni skapar traust,“
sagði Biden.
Þeir áttu annan fund síðar í gær
ásamt ráðgjafarnefndum sínum,
og svo snæddu þeir kvöldverð þar
sem unnið var að málum er varða
samstarf ríkjanna.
Fyrr um daginn vakti athygli
þegar Biden vék sér að ungum
Kínverjum, sem biðu í röð í banda-
ríska sendiráðinu í Peking eftir
afgreiðslu vegabréfsáritana. Hann
notaði tækifærið til að hvetja unga
fólkið til að fara eigin leiðir og
óhlýðnast yfirvöldum, ef svo ber
undir: „Börn í Bandaríkjunum eru
verðlaunuð fyrir að draga ríkjandi
ástand í efa, ekki refsað fyrir,“
sagði hann. gudsteinn@frettabladid.is
Biden kom beygður
út af fundi með Xi
Varaforseti Bandaríkjanna segir hreinskilni Kínaforseta hafa haft áhrif á sig.
Bandaríkin hafa undanfarið gagnrýnt einhliða ákvörðun Kínverja um útfærslu
lofthelgi sinnar. Biden segir nú mestu skipta að gagnkvæmt traust myndist.
SUÐUR-AFRÍKA, AP „Í hvert skipti
sem ég get verið hjá honum fyllist
ég undrun,“ segir Makaziwe Man-
dela, dóttir Nelsons Mandela.
Mandela hefur verið lífshættu-
lega veikur frá því snemma sum-
ars, en ættingjar hans segja hann
sýna undraverðan baráttuhug á
dánarbeðinum.
„Tata er enn með okkur, sterkur
og hugrakkur,“ segir dóttir hans,
en Tata er gælunafn hans meðal
ættingja. „Jafnvel á dánarbeði, ef
ég má nota það orð, þá er hann að
kenna okkur ýmislegt um þolin-
mæði, kærleika og umburðar-
lyndi.“ - gb
Dóttir Mandela undrast styrk hans á dánarbeði:
Sagður í baráttuhug
ÞÝSKALAND Niðurstaða hinnar
árlegu mælingar um útbreiðslu
spillingar í heiminum liggur nú
fyrir. Samtökin Transparency
International segja Danmörku og
Nýja-Sjáland vera minnst spilltu
ríki heims, en ástandið er verst í
Sómalíu, Afganistan og Norður-
Kóreu.
Ísland lendir 12. sæti ásamt
Þýskalandi, en sem fyrr standa
Vesturlönd sig almennt einna best
í því að forðast spillingu.
Athygli vekur að í löndum „arab-
íska vorsins“ hefur spillingin auk-
ist, og munar þar mest um átökin
og óstöðugleikann í Jemen, Sýr-
landi og Líbíu.
Niðurstöðurnar eru byggðar á
skoðanakönnun meðal fyrirtækja
og stofnana í hverju landi fyrir sig,
þar sem spurt er ýmissa spurn-
inga um það hversu spillt mönn-
um finnst hið opinbera í viðkom-
andi landi vera.
Útkoman er færð inn á kvarða
frá núll til hundrað, en niðurstaðan
þetta árið varð sú að tveir þriðju
allra þeirra 177 landa, sem tóku
þátt, fengu innan við 50 stig. - gb
Spilling hefur aukist í ríkjum „arabíska vorsins“:
Spilling er landlæg
í flestum ríkjum
JOE BIDEN Í KÍNA Sagður hafa komið nokkuð beygður út af fundi með Xi Jinping,
forseta Kína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EDDA
MÜLLER
Yfirmaður
Transparency
International
í Þýskalandi
kynnir niður-
stöðurnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
NELSON MANDELA Hefur verið lífs-
hættulega veikur frá því í sumar.
NORDICPHOTOS/AFP