Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 78
REDDA JÓLASVEINUNUM TIL BYGGÐA SVEPPI OG VILLI Félagarnir Sveppi og Villi standa í ströngu á aðventunni enda fá þeir það ábyrgðarfulla hlutverk að koma jólasveinunum til byggða í tæka tíð svo þeir geti stungið einhverju skemmtilegu í skóinn hjá góðu börnunum. Sveppi og Villi leita að jólasvein unum er skemmtileg þáttaröð fyrir krakka sem hefur göngu sína 11. desember, daginn áður en fyrsti jólasveinninn, Stekkjastaur, kemur til byggða. „Þetta verða stuttir jólaþættir sem ganga út á það að reyna að koma jólasveinunum til byggða á réttum tíma svo þeir nái að gefa börnum þjóðarinnar í skóinn. Þáttur um viðkomandi jólasvein verður sýndur daginn áður en hann kemur til byggða,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, eða Sveppi, en í þáttunum þurfa þeir Sveppi og Villi vinur hans að leysa úr ýmsum vandamálum sem koma upp. „Til dæmis hefur Skyrgámur verið erfiður því hann hefur verið með svo mikið mjólkuróþol. Bjúgnakrækir situr saklaus í fangelsi fyrir bjúgnaþjófnað,“ útskýrir Sveppi en svo eru aðrir sveinar sem gleyma sér alveg. „Við þurfum til dæmis að sækja einn áður enn hann flýgur til Tenerife í sólina,“ segir hann glaðlega. En af hverju eru þeir valdir til starfans? „Það er pínu leyndó sem kemur í ljós í síðasta þættinum. En það snýst um að maður þarf að trúa.“ Sveppi segist aðeins vera farinn að huga að jólunum en þó ekkert af viti. Helsta verkefni hans fyrir jólin er að skreyta húsið að utan. „Mér finnst það reyndar dálítið ójafnt. Konan mín skreytir inni og ég er settur í að skreyta úti sem er mikið flóknara. Það eru miklu fleiri sem sjá skreytingarnar og því þarf það að vera vel gert og maður þarf að vanda sig,“ segir Sveppi sem leggur metnað í að hafa húsið fallega skreytt fyrir jólin. Meðfram þáttagerð og jólaskreytingum reynir Sveppi að sinna bókinni sinni, Stuðbók Sveppa, sem er nýkomin út. „Þetta er bók fyrir krakka á aldrinum fimm til tólf ára sem hafa gaman af því að leika og skemmta sér. Fyrir krakka sem vilja prófa öðruvísi hluti og fara aðeins út fyrir boxið,“ lýsir Sveppi. Villi vinur hans stendur líka í bókaútgáfu og hefur gefið út bókina Vísindabók Villa. Sveppi segir enga samkeppni ríkja milli þeirra vinanna. „Við lítum frekar á þetta sem samvinnu. Þetta eru mjög ólíkar bækur. Vísindabókin er uppfull af alls konar fróðleik sem Villi hefur mikla þörf fyrir að koma út í kosmósið, svipað og Villi í þáttunum mínum. Mín bók er hinn anginn af þessu. Þar er bull og vitleysa, brandarar, grín og leikir,“ segir Sveppi og telur þetta afar fína blöndu. Þeir Sveppi og Villi verða einhverja daga fram að jólum í Hagkaup að árita bækur sínar. „Þar hittum við krakkana og þá fyrst kemst maður í stuð og jóla skap,“ segir Sveppi glaður í SVEPPI OG VILLI LEITA AÐ JÓLASVEINUNUM HEFST 11. DESEMBER KL. 18.00 Stórskemmtileg mynd fyrir alla fjölskylduna um félagana Sveppa, Villa og Góa sem lenda í sínu stærsta ævintýri til þessa. Óprúttnir náungar stela skápnum úr herberginu hans ALGJÖR SVEPPI OG TÖFRASKÁPURINN JÓLADAG KL. 18.55 STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI Á JÓLADAG Sveppa en þeir vita ekki að vinkona hans, Ilmur, er föst í skápnum, sem sannarlega er töfraskápur. Sveppi, Villi og Gói leggja allt í sölurnar til að bjarga Ilmi úr klóm ræningjanna og endurheimta töfraskápinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.