Fréttablaðið - 05.12.2013, Blaðsíða 80
HELLISBÚINN
JÓHANNES HAUKUR
Sunnudaginn 29. desember
sýnir Stöð 2 upptöku af
hinum bráðfyndna einleik
Hellisbúanum sem sló
eftirminnilega í gegn hjá
íslenskum leikhúsgestum.
Jóhannes Haukur Jóhannesson
fer á kostum í þessum frábæra
einleik. Þetta er bráðfyndin
sýn á nútíma femínisma, mjúka
manninn og kynhvötina sem,
ásamt túlkun á hversdagslegum
staðreyndum í samböndum, gerir
það að verkum að Hellisbúinn
kitlar hláturtaugarnar og smýgur
inn í hjartað. Hellisbúinn er
eftir Bandaríkja manninn Rob
Becker og var verkið frumsýnt
í San Francisco árið 1991.
Verkið hefur verið sýnt
víða um heim við miklar
vinsældir. Þessi uppfærsla
er í þýðingu Sigurjóns
Kjartanssonar og
Rúnar Freyr Gíslason
leikstýrir.
HELLISBÚINN
29. DESEMBER KL. 19.10
Laddi, eða Þórhallur Sigurðsson eins og hann heitir
í þjóðskránni, var raunar einn af stofnendum
Spaugstofunnar árið 1986. „Þá voru framleiddir fjórir
þættir undir heitinu Spaugstofan. Svo hætti ég, fór í
Gríniðjuna með Gísla Rúnari og fór að gera Heilsubælið.
Spaugstofan hélt áfram án mín og fór að gera fasta
vikulega þætti með góðum árangri,“ segir Laddi. Í upphafi
var Pálmi Gestsson ekki í hópnum en hann gekk til liðs við
Spaug stofuna árið 1989.
Spaug stofumenn hafa átt óvið jafnanlegu gengi að fagna
enda hefur þáttur þeirra verið í gangi í Sjónvarpinu og
síðan á Stöð 2 með hléum frá því í janúar 1989, þegar hann
hóf göngu sína undir nafninu ’89 á stöðinni. Árið eftir hét
hún ’90 af stöðinni og enn síðar Enn ein stöðin.
Laddi hefur eins og aðrir landsmenn fylgst með þeim
félögum á skjánum í gegnum árin en fékk nú í haust loks
að ganga til liðs við þá á ný. „Það er alveg frábært að vinna
með Spaugstofumönnum. Stemningin á tökustað er alltaf
góð. Það er rosalega gaman hjá okkur enda mikið grínað
og hlegið,“ segir Laddi og bætir við að oft kvikni nýjar
hugmyndir á tökustað sem þróist jafnvel í glænýja
sketsa.
En urðu einhverjar breytingar á Spaugstofunni við
komu Ladda? „Auðvitað breytist alltaf eitthvað
þegar nýr maður kemur inn. Það koma fleiri
hugmyndir fram og fleiri karakterar bætast í
hópinn,“ segir Laddi og segist smellpassa inn í
hópinn. „Enda erum við með mjög svipaðan
húmor,“ segir hann glettinn.
Spaugstofan verður á sínum stað nk. laugardag
á Stöð 2. Ladda þykir líklegt að þeir verði
á jólalegum nótum líkt og þjóðfélagið enda
endurspegla þættirnir oftar en ekki það sem
er að gerast í samfélaginu á hverjum tíma. En
er alltaf úr nægu að moða? „Það er misjafnt.
Stundum er eitthvað lítið að gerast og þá er þetta
erfiðara. Þá erum við bara með eitthvað léttara
inni á milli.“
Milli jóla og nýárs, laugardaginn 28. desember,
verður sérstakur hátíðarþáttur af Spaugstofunni
þar sem birt verður brot af því besta með
Spaugstofunni í vetur. „Ég get lofað því að hann
verður góður,“ segir Laddi.
LADDIÁFRAM ÍSPAUGSTOFUNNI
SPAUGSTOFAN
LAUGARDAG KL. 19.35
ÓUPPLÝST LÖGREGLUMÁL
SUNNUDAGA KL. 20.30
Hinn ástsæli grínisti Laddi gekk til liðs við
Spaugstofuna í haust og hefur lyft gríninu upp í
nýjar hæðir á laugar dagskvöldum á Stöð 2. Laddi
kann svo vel við sig með Spaugstofumönnum að
hann verður með þeim áfram á nýju ári.
Á meðgöngunni vann Helga að gerð þáttanna
Óupplýst lögreglumál, sem sýndir eru á Stöð 2,
og var því með hugann nokkuð fjarri fæðingar-
og ungbarnastússi. Nú sér dóttirin hins vegar
til þess að Helga hugsar ekki um nokkuð annað
og nýtur tímans í botn. „Hún er að taka vaxtar-
kipp núna og hangir bókstaflega á mér. Ég er
farin að líta á það sem stórkostleg forréttindi
að komast í sturtu og kann orðið dagskrána á
FoodNetwork utan að,“ segir Helga. Hún ætlar
að verja aðfangadegi með móður sinni, Margréti
Ákadóttur, og sambýlismanninum, Reyni Erni
Þrastarsyni. „Á mínu heimili hefur alltaf verið
elduð gæs og hefur Reynir, sem er matreiðslu-
maður, glaður gengið inn í þá hefð. Hann skaut
sína bráð í haust og mun elda hana eftir kúnst-
arinnar reglum. Í forrétt erum við með humar í
UMKRIN
LISTAKO
Frétta- og dagskrárgerðar maðurinn
Helga Arnardóttir heldur í fyrsta
skipti jól með lítinn hvítvoðung upp
á arminn en dóttir hennar, Margrét
Júlía Reynisdóttir, kom í heiminn
13. nóvember síðastliðinn. Jólin í ár
verða því frábrugðin fyrri jólum.