Fréttablaðið - 16.12.2013, Síða 21

Fréttablaðið - 16.12.2013, Síða 21
Við erum með nokkur afar góð tilboð í gangi núna fyrir jólin,“ segir Halldór Victorsson, verslunarstjóri Líflands. Hann nefnir þar sem dæmi hnakkatilboð. „Með völdum hnökkum fylgja allir helstu fylgihlutir eins og gjörð, ístöð og ístað- sólar. Óðinn, hnakkur fyrir unga hestafólkið, er líka á sérstöku verði sem við höfum ekki getað boðið áður,“ segir hann. „Þá erum við einnig með pakka- tilboð á járningavörum og loks fá þeir sem kaupa beislabúnað, það er höfuðleður, reiðmúl, taum og mél, tuttugu prósenta afslátt.“ Halldór nefnir að úr- val méla sé afar mikið í versluninni. „Þau eru í öllum verðflokkum, allt frá ódýrum en góðum mélum og upp í sérhönnuð gæðamél.“ Halldór segir hanska vinsæla í jólapakkann. „Hér er að finna gríðarlegt úrval af hönskum og á breiðu verðbili.“ EKKI BARA FYRIR HESTAMENN Í Líflandi má ekki aðeins finna jólagjafir fyrir hestamenn heldur einnig úrval af öðrum vörum sem henta í jólapakka allra annarra. „Við vorum til dæmis að taka upp nýja sendingu af Mountain Horse fatnaði sem er alhliða útivistarfatnaður. Hann hentar bæði hestamönnum og öðrum enda flottur tískufatnaður,“ segir Halldór og minnist þess að hafa selt margar slíkar flíkur til fólks sem stendur utan hestamennskunnar. „Enda eru þetta bæði fallegar og hlýjar flíkur sem henta íslenskum aðstæðum.“ Gæðaskóbúnað má finna í Líflandi, allt frá gúmmístígvélum og gegningaskóm til fallegra leður- skóa sem henta bæði í hestamennsku og til dags daglegra nota. GJAFIR FYRIR GÆLUDÝRIN Í verslun Líflands að Lynghálsi 3 geta gæludýra- eigendur fundið ýmislegt í pakkann til ferfættu vina sinna. „Hér má finna alls konar nammi, bæli og búr á góðu verði, leikföng og ólar að ótöldu Arion- hundafóðrinu okkar og öllu öðru sem fylgir gælu- dýraeign,“ segir Halldór. Flestir hestamenn huga nú að því að taka hesta sína á hús. Lífland er með allt til alls til að gera komu hrossanna sem besta úr garði. „Við erum með mikið úrval af skeifum, fæðubótarefnum og salt- steinum og einnig allt það sem þarf fyrir þá hesta sem ganga úti í vetur,“ segir Halldór og býður alla velkomna að líta við á Lynghálsinum. ÓÐINN Hnakkur unga hestamannsins nú á jólatilboði með ístöðum, ístaðsólum og gjörð á aðeins 79.900 kr. VERSLUNARSTJÓRI Halldór Victorsson segir jólagjöf hestamannsins leynast í Líflandi. MYND/DANÍEL SÖNGVASKÁLD Á SIGLÓ Söngvaskáldin Kristjana Stefáns, Ragga Gröndal og Svavar Knútur verða með jólatónleika í Siglufjarðarkirkju annað kvöld kl. 20. Á miðvikudagskvöldið verða þau í Akureyrarkirkju. Út- setningar þríeykisins eru lágstemmdar og áherslan lögð á að njóta stundarinnar saman í góðum félagsskap. JÓLAGJAFIR HESTAMANNSINS LÍFLAND KYNNIR Verslunin Lífland að Lynghálsi 3 býður mikið úrval gjafa fyrir hestamenn en einnig fatnað, skó og hanska sem henta í alla pakka.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.