Fréttablaðið - 19.12.2013, Blaðsíða 8
19. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8
FRAMKVÆMDIR „Tilraunakaflar
sem gerðir hafa verið hafa flestir
eða allir misheppnast að einhverju
leyti,“ segir Ólafur Björnsson, sam-
göngustjóri Reykjavíkurborgar, í
umsögn vegna tillögu borgarfull-
trúa Sjálfstæðisflokks um að stein-
steypa götur þar sem umferðar-
þungi er mikill.
„Áætlað er að um tíu þúsund
tonn af malbiki slitni árlega vegna
notkunar nagladekkja í borginni og
endar hluti þess slits sem svifryk í
andrúmslofti. Talið er að minnstu
agnir af þessu ryki séu hættuleg-
ar heilsu fólks,“ segir í greinargerð
með tillögu sjálfstæðismanna.
„Steinsteyptar götur slitna til
muna hægar undan umferðarálagi
og rannsóknir benda til að við slit
þess leysist mun minna svifryk úr
læðingi en við akstur á malbikuð-
um götum. Slitmælingar á Íslandi
hafa leitt í ljós að steypt slitlög slitni
um það bil helmingi hægar en slit-
sterk malbikslög og séu því góður
kostur við gatnagerð, að minnsta
kosti á umferðarþungum götum,“
segja sjálfstæðismenn og bæta við
að holótt malbik valdi skemmdum á
bílum og skapi slysahættu.
„Ljóst er að stofnkostnaður
steypulagnar er hærri en malbiks.
Á móti kemur að steypa endist mun
lengur og því er líklegra að notkun
hennar sé mun hagkvæmari til
lengri tíma litið en malbiks.“
Samgöngustjóri bendir á að áður
hafi komi fram sams konar hug-
myndir. „Notkun á innlendu efni
var ein ástæðan á meðan sement
var framleitt á Akranesi,“ segir
Ólafur og vísar til skýrslu frá árinu
2009. „Raunhæf dæmi sem tekin
eru í umræddri skýrslu eru mal-
biki í hag.“
Ólafur kveður umhverfisþætti
eins og hávaða eða svifryk ekki
hafa verið tekna inn í kostnaðar-
samanburð. „Varðandi slitþol sýnir
nýgerð rannsókn hér á landi að
þáttur malbiks í svifryki mælist
nú 15 prósent á móti 55 prósent
fyrir tíu árum,“ segir samöngu-
stjóri og nefnir að á árinu 2012
hafi svifryk farið átta sinnum yfir
heilsuverndar mörk á mælistöð við
Grensásveg. „Einungis tvö skipti
voru rakin til umferðar.“
Þá segir samgöngustjóri gerð
slitlags skipta minna máli gagnvart
mengun en áður. Hávaði og sót frá
umferðinni sjálfri vegi þyngra.
„Meta þarf vandlega ávinning
og áhættu og gera tilraunir áður en
ráðist er í að leggja steypt slitlög á
götur í Reykjavík,“ segir í umsögn
samgöngustjóra sem umferðar- og
skipulagsráð samþykkti.
gar@frettabladid.is
Steyptar götur hljóta
dræmar undirtektir
Samgöngustjóri Reykjavíkur segir malbik hafa yfirhöndina gagnvart steypu við
gatnagerð í borginni. Þetta segir í umsögn vegna tillögu sjálfstæðismanna um að
steypa götur með mikinn umferðarþunga til að auka öyggi og draga úr svifryki.
MALBIKAÐ VIÐ
GRENSÁSVEG
Svifryk fór átta
sinnum yfir
heilsuverndarmörk
við Grensásveg í
fyrra en þó aðeins
tvisvar vegna
umferðar segir
samgöngustjóri
Reykjavíkurborgar.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Raunhæf
dæmi sem
tekin eru
í umræddri
skýrslu eru
malbiki í hag.
Ólafur Björnsson,
samgöngustjóri Reykjavíkurborgar
HEILBRIGÐISMÁL Kristján Þór
Júlíusson heilbrigðisráðherra
segir velferðarráðuneytið ekki
munu greiða 516 milljóna króna
reikning fyrir sjúkraflutninga
frá Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins.
Slökkviliðið sendi ráðuneytinu
greiðsluáskorun þar sem ekki
hafi verið staðið við „samkomu-
lagsgrundvöll“ frá í febrúar.
Sjúkraflutningunum hafi verið
sinnt í nær tvö ár án þess að
samningur væri í gildi.
Ráðherra svarar því til að unnið
hafi verið eftir samningi sem rann
út í árslok 2011 og að greiðslur
hafi verið í samræmi við hann.
„Ráðuneytið hefur aldrei fallist á
greiðslur umfram það. SHS getur
ekki ákveðið hækkun greiðslna
einhliða,“ segir hann.
Auk kröfunnar á ríkið sendi
slökkviliðið Sjúkratryggingum
Íslands um 432 milljóna króna
reikning.
Þá hafði slökkviliðið tilkynnt
að hafin væru verklok á samn-
ingnum og uppsagnir á
sjúkraflutningamönnum
að hefjast. Heilbrigðis-
ráðherra segir bæði ráðu-
neytið sem verkkaupa og
slökkviliðið sem
verksala þurfa að
standa að slíkum
verklokum.
„Verksali getur
því hvorki ákveð-
ið einhliða að
verklok séu hafin
né hvenær þeim
skuli ljúka,“ segir ráðherra sem
kveður ráðuneytið reiðubúið til
viðræðna um áætlun um verk-
lok ef ekki semst um framhald
þjónustunnar. - gar
Heilbrigðisráðherra segir Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ekki geta dregið sig út úr samningi:
Hafnar aukagreiðslu fyrir sjúkraflutninga
KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍ-
USSON Heilbrigðisráð-
herra segir Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins
ekki geta hætt sjúkra-
flutningum án sam-
starfs við ríkið.
HEILSA Geislun farsíma og annars
sendibúnaðar er ekki skaðleg, segja
norrænar geislavarnastofnanir.
Í sameiginlegri yfirlýsingu er
vísað í samanteknar rannsóknir
sem birst hafa í vísindaritum til
þessa. Þær sýna ekki skaðleg áhrif
frá rafsegulgeislun við þráðlaus
samskipti, sem eru neðan við þau
viðmiðunarmörk sem tekin hafa
verið upp á Norðurlöndum. Þetta
á meðal annars við um geislun frá
farsímum, farsímamöstrum og
staðarnetum (WiFi, WLAN). - shá
Yfirlýsing frá geislavörnum:
Geislun farsíma
ekki skaðleg
LÖGREGLUMÁL Tilkynnt var um 276
þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í
nóvember, sem er fækkun þriðja
mánuðinn í röð og jafnframt minnsti
fjöldi þjófnaða síðustu tólf mánuði.
Þetta kemur fram í afbrotatölfræði
lögreglunnar á höfuðborgar svæðinu
sem var birt í gær.
Tilkynningum um þjófnaði á far-
símum, eldsneyti og skráningar-
merkjum fjölgaði nokkuð en á sama
tíma fækkaði reiðhjólaþjófnuðum,
innbrotum og þjófnuðum á öku-
tækjum. Tilkynningar um reið-
hjólaþjófnaði hafa ekki verið færri
í einum mánuði síðan í desember
2011.
Alls var tilkynnt um 57 innbrot
í nóvember sem er svipaður fjöldi
og síðustu tvo mánuði. Innbrotum
í ökutæki og fyrirtæki fækkaði á
sama tíma og innbrotum á heimili
fjölgaði nokkuð. Tilkynningum um
eignaspjöll fækkaði verulega á milli
mánaða og voru 77 talsins í nóvem-
ber. Skráð voru 69 ofbeldisbrot á
höfuðborgarsvæðinu í nóvember
sem er fækkun frá síðasta mánuði.
Á sama tíma fjölgaði tilkynningum
um ofbeldisbrot í miðborginni.
Skráðir hafa verið 3.887 þjófn-
aðir það sem af er árinu 2013, 801
innbrot, 1.149 eignaspjöll og 691
ofbeldis brot. Umferðarslys eru 352
talsins. - fb
Lögreglu var tilkynnt um 276 þjófnaði á höfuðborgarsvæðinu í nóvember:
Þjófnaðir ekki færri í eitt ár
INNBROT Innbrotum í ökutæki og fyrir-
tæki fækkaði á sama tíma og innbrot-
um á heimili fjölgaði nokkuð.
Skráð ofb eldisbrot
á höfuðborgar-
svæðinu í nóvember.
69
PI
PA
R\
TB
W
A
S
ÍA
1
33
6
39
Fallegar jólagjafir
- okkar hönnun og smíði
jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind
HIN FULLKOMNA JÓL AGJÖF
Opna – Velja – Njóta
sími 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.is
– Gefðu upplifun í öskju