Fréttablaðið - 08.01.2014, Side 14

Fréttablaðið - 08.01.2014, Side 14
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Tillaga um ný mörk mikillar stækkunar núverandi friðlands Þjórsárvera, sem Umhverfisstofnun hefur unnið að undan- farna mánuði, var nýverið send tveimur sveitarfélögum. Tillagan er send í kjölfar ábendinga sem fram komu í sumar við lokafrá- gang friðlýsingarinnar um að fyrirhuguð afmörkun landsvæðisins gengi lengra en nemur Norðlingaölduveitukosti sem var settur í verndarflokk í 2. áfanga ramma- áætlunar. Mörkin hefðu þannig útilokað aðra hugsanlega kosti fyrir utan frið- landið sem á eftir að skilgreina, meta og flokka og komu upp álitamál varðandi lögmæti slíks gjörnings. Rétt er að taka fram að friðlandsmörkin eru ekki dregin upp í rammaáætluninni sjálfri heldur útfærð í samvinnu við sveitarfélög utan um þau svæði sem eiga að njóta verndun- ar samkvæmt rammaáætlun. Er ljóst að stækkað friðland í Þjórsárverum til suð- urs samkvæmt nýrri tillögu að friðlýs- ingarmörkunum útilokar klárlega Norð- lingaölduveitu eins og sá virkjunarkostur var skilgreindur í 2. áfanga rammaáætl- unar. Friðlýsingartillagan felur í sér gríðar- mikla stækkun á núverandi friðlandi, sem tekur yfir landsvæði sunnan og austan Hofsjökuls, allan Hofsjökul og svæðið mun falla að friðlandinu Guðlaugstungum norðanmegin. Innan friðlandsins verða m.a. Eyvafen og lítt röskuð víðerni vestan Þjórsár, sem hafa hátt verndargildi, m.a. á alþjóðlega vísu enda skilgreind Rams- ar-svæði. Má þess einnig geta að unnið er að friðlýsingu landsvæða í Kerlingar- fjöllum sem liggja vestan við hið nýja friðland Þjórsárvera. Þannig er stefnt að því að vernda til framtíðar stórt svæði á miðhálendinu, sem tekur yfir stórkostleg náttúruverðmæti. Þessi víðerni bjóða upp á einstök tækifæri á sviði ferðaþjónustu innan sveitarfélaga sem hlut eiga að máli. Berist verkefnastjórn rammaáætlunar beiðni um að skoða aðra kosti utan marka friðlandsins neðar í Þjórsá þurfa þeir að fara í gegnum mat faghópa sem verk- efnastjórn rammaáætlunar skipar og víð- tæk umsagnarferli þar sem öllum gefst tækifæri á að koma sínum sjónarmið- um að. Við mat á slíkum virkjunarkosti þyrfti að taka til skoðunar áhrif lóns við friðlandsmörk, fossa í Þjórsá og það svæði sem talið er rétt að njóti friðunar. Mikil stækkun á núverandi friðlandi Þjórsárvera NÁTTÚRU- VERND Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfi s- og auðlindaráðherra E lliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, skrifaði í síðustu viku grein á vef sinn, sem vakti talsverða athygli. Þar gagnrýnir hann harðlega að sorpbrennslu- stöðin í Vestmannaeyjum skyldi svipt starfsleyfi vegna þess að hún uppfyllti ekki reglur um mengunarvarnir. Elliði bendir á að eftir að hætt var að brenna sorp í Eyjum þurfi að flytja það upp á land með ærnum tilkostnaði og mengun frá samgöngutækjum. Eyjamenn þurfi að brenna meiri dísilolíu til orkuöflunar. Sorphirðugjöld í bænum hafi hækkað um 77 prósent. Elliði sparar ekki stóru orðin um „umhverfistöffaraskap“, „ofstæki gegn sorpbrennslum“, að umræðan um díoxínmengun frá sorpbrennslunni hafi einkennzt af „móðursýki og vitleysis- gangi“ og umhverfisyfirvöld séu að „slá sig til riddara á kostnað heimila í Eyjum“. Sá sem les grein hans getur auðveldlega dregið þá ályktun að umhverfis- yfirvöld hafi ekki horft á stóru myndina, heldur einblínt á reglur um sorpbrennslu og ekki áttað sig á að verið væri að búa til mengun og kostnað með því að framfylgja þeim. En málið er ekki svo einfalt, af því að myndin er miklu stærri en sú sem bæjarstjórinn dregur upp. Sorpbrennslan í Eyjum upp- fyllti ekki Evrópureglur, sem Íslandi ber að fara eftir. Þær reglur eru meðal annars til komnar vegna áralangrar baráttu íslenzkra stjórnvalda fyrir því að settar verði strangar reglur um mengun af völdum þrávirkra lífrænna efna frá landstöðvum. Díoxín er stórhættulegt eiturefni og er eitt þessara þrávirku efna. Mengun af þeirra völdum hefur verið kölluð ein alvarlegasta umhverfisógn sem Ísland stendur frammi fyrir. Efnin berast frá þéttbýlli heimshlutum með hafstraumum og setjast í fituvef sjávarlífvera. Barátta Íslands fyrir ströngum reglum um losun þessara efna er ekki sízt til komin vegna ótta við að mengun í fiski á Íslandsmiðum gæti náð því marki að neytendur forðuðust hann eða hann yrði óhæfur til sölu á mörkuðum. Við getum ekki ætlazt til þess að önnur ríki fari eftir reglum um díoxínmengun frá sorpbrennslum ef við gerum það ekki sjálf. Það kaldhæðnislega er að á sínum tíma fengu eldri sorpbrennslur á Íslandi undanþágu frá Evrópureglunum vegna þess að einstök sveitarfélög höfðu áhyggjur af kostnaðinum við að endurnýja brennslurnar þannig að þær stæðust kröfur. Fresturinn sem var keyptur með þeirri undanþágu var ekki alls staðar notaður til að koma mengunarmálunum í lag. Ef allir borgar- og bæjarstjórar í nágrannalöndum okkar horfðu jafnþröngt á málið og Elliði Vignisson, tregðuðust við að fara eftir reglunum og hefðu sitt fram, steðjaði mun meiri hætta að afkomu sjávarbyggða á Íslandi en raunin er. Reglurnar stuðla að því að vernda auðlind sem þær eiga margar allt sitt undir. Elliði segir í niðurlagi greinar sinnar að líklega verði horft til þess á næsta kjörtímabili bæjarstjórnar að hefja á ný sorp- brennslu til orkuöflunar. Það verður þá í sorpbrennslustöð, sem uppfyllir alþjóðlegar reglur. Hana geta Eyjamenn borgað glaðir, vitandi að þeir stuðla þannig að því að varðveita sjálft lífsviðurværi sitt. Ofstæki gegn sorpbrennslu eða vernd auðlinda? Blindan á stóru myndina Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 Lækkum gjöldin en töpum samt Bílastæðagjöld hækkuðu um tæplega 200% um áramótin í bílastæðahúsum. Fyrsti klukkutíminn kostaði 80 krónur og síðan 50 krónur eftir hann en nú kostar hver klukkutími 150 krónur. Heill dagur kostaði þannig 430 krónur en kostar nú 1.200 krónur. Þetta er hækkun upp á 179%. Reykjavíkurborg hafði ákveðið í september að hækka gjaldskrár sínar en hætti síðan við um miðjan nóvember sem lið í að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Karl Sigurðsson borgarfulltrúi lýsti því yfir við Vísi í gær að til greina kæmi að endur- skoða þessa hækkun, þar sem hún hafi farið í gegn fyrir mistök. Samt hafði Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmda- stjóri Bílastæðasjóðs, áður tjáð sig um rekstur bílastæðahúsanna sem hún segir rekin með tapi og hafi verið svo árum saman. Lóðir í miðbænum eru þær eftirsóttustu á landinu og gríðarlega stór hluti þeirra fer undir bílastæði. Tap í samkeppni við einkarekstur Bílastæðahús borgar- innar eru rekin í sam- keppni við önnur, eins og Hörpuna og Höfðatorg. Þau hafa ekki tök á að bjóða sín stæði á sama gjafverði og borgin, sem samt rekur stæðin með tapi. Bílastæði miðborgarinnar eru alla jafna troð- full og þar fá menn að leggja bíl- unum sínum heilu og hálfu dagana á gjafverði. Samt kemur til greina af hálfu borgarfulltrúa Besta flokksins/Bjartrar framtíðar að endurskoða hækkunina, tryggja tapreksturinn áfram og gera einkaaðilun- um fullkomlega ómögulegt að keppa við borgina á þessu sviði. Er ekki eitthvað bogið við þetta? fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.