Fréttablaðið - 08.01.2014, Síða 16

Fréttablaðið - 08.01.2014, Síða 16
8. janúar 2014 MIÐVIKUDAGUR| SKOÐUN | 16 Að undanförnu hefur fjörug umræða um Landbúnað- arháskóla Íslands (LbhÍ) verið í fjölmiðlum í kjöl- far yfirlýsingar mennta- og menningarmálaráðherra um að háskólar á Íslandi yrðu sameinaðir. Mest virðist rætt um sameiningu LbhÍ við HÍ og hafa nokkr- ir félagar mínir við LbhÍ komið að þeirri umræðu og bent á möguleika sem skap- ast eða kunni að skapast við það. Samstarf LbhÍ og HÍ hefur aukist en LbhÍ og marg- ir starfsmenn eru einnig í miklu samstarfi við erlendar mennta- stofnanir. Fjarlægðir milli staða eru oft ekki aðalatriði heldur sam- eiginlegur áhugi. Einungis brot þeirra sem útskrifast frá háskólum fara í rannsóknir. Hinir eru úti í sam- félaginu í fjölbreyttum störfum og iðulega áberandi í félagslífi. Okkar samskipti eru við háskóla- menntað fólk í miðju samfélagsins, við kennara, hjúkrunarfræðinga, verkfræðinga o.s.frv. Hátt hlut- fall þeirra sem útskrifast frá LbhÍ finnur starfsvettvang á lands- byggðinni og eru þar virkir þátt- takendur. Menntafólk binst gjarn- an þeim stöðum og því umhverfi sem það kynntist á námsárunum og er tregt til að flytja að námi loknu. Þetta á hvarvetna við og háskólar hafa víða verið stofnað- ir til að styrkja stoðir samfélags- ins, t.d. í Trömsö, Umeå og Oulu. Þjóðverjar gerðu þetta einnig með stofnun háskóla í Konstanz, Bay- reuth og víðar. Auk hinna almennu háskóla hafa Þjóðverjar faghá- skóla og viðlíka stofnanir þar sem akademísk fræðsla og starfsþjálf- un fara saman. Þeir líta á hina miklu faglegu og landfræðilegu breidd í háskólamenntun sem stór- an þátt í sinni velgengni. Byggðaþróun Byggðaþróun á Íslandi var afar ólík því sem annars staðar þekk- ist. Okkar þjóðfélag breyttist úr dreifbýlasta landi í Evrópu í það þéttbýlasta á seinustu öld og þétt- býlið er nær allt á einum stað. Á Reykjavíkursvæðinu búa 2/3 til 3/4 íbúa landsins eftir því hvar mörk- in eru dregin. Íslenskt samfélag þarf að gera upp við sig hvort það vilji verða að borgarríki með landið utan þess sem hráefnis- og orkugjafa og til frístundaiðkunar eða hvort við viljum halda í öflugt atvinnulíf og menningu á landsbyggð- inni. Landbúnaðarháskól- inn er ein þeirra stofnana sem enn hafa kjölfestu á landsbyggðinni og styrk- ir hana. Með sameiningu við HÍ mundi sú kjölfesta glatast. Enn meiri þjöpp- un háskólastarfs á höfuð- borgarsvæðið eykur fábreytni í vali fyrir ungt fólk. Við stofnun LbhÍ voru Landbún- aðarháskólinn á Hvanneyri, Rala á Keldnaholti og Garðyrkjuskól- inn sameinuð. Nær öll fræðsla og rannsóknir og ýmis stoðþjónusta í landbúnaði fór í eina stofnun. Ég efast um að þessi fjölbreytta starfsemi eigi auðvelt uppdráttar innan veggja HÍ. Háskóli Íslands er sem betur fer mjög öflugur almennur háskóli en þarf eins og aðrir að glíma við eigin fjárhags- vandamál. Ef af sameiningu yrði þá væri afar eðlilegt að hann byrj- aði á að losa sig við starfsemi sem ekki fellur beint að akademísku umhverfi. Það væri starfsnámið og síðan flyttist allt háskólanám til Reykjavíkur. Þau samlegðaráhrif sem fylgja því að hafa starfsnám, háskólanám, rannsóknir og stoð- þjónustu undir einu þaki yrðu að engu. Ódýrir háskólar Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágranna- löndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskól- anum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsframboð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frum- stigi en tekið yrði tillit til árang- urs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfisskipulagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS- náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starfrækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% útskrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. Samkvæmt frumvarpi til fjár- laga 2014 er bein fjármögnun frá ríkinu 655 milljónir króna, annars afli skólinn sem sértekna. Við skól- ann eru 88 ársstörf, það gera 7,4 milljónir á hvern starfsmann til að reka alla starfsemina. Þrátt fyrir takmarkað fjármagn fær skólinn viðurkenningar fyrir gott starf. Þeir sem segja að LbhÍ sé dýr eru í raun að segja að starfsemi skól- ans sé óþörf. Sameining við HÍ og flutning- ur kennslu og rannsókna á höfuð- borgarsvæðið skapar meiri nálægð við akademískt umhverfi. Sé hins vegar litið til samfélagsins í heild sinni þá beinast rökin gegn slíkri sameiningu. Það er að segja vilji samfélagið halda uppi dreifðri byggð með skapandi menningu. Landbúnaðarháskóli Íslands – baggi eða björg MENNTUN Þorsteinn Guðmundsson jarðvegsfræðingur og háskólakennari í hlutastarfi við LbhÍ Almenn kennsla leiðir til almennrar mennt- unar en sérkennsla til öðruvísi menntunar, sérstakrar menntunar. Námsárangur nemenda í almennri kennslu er misjafn, þeir ná mis- góðum tökum á náms- efninu, sumir sýna jafnvel alls óviðunandi árangur. Um slíka nið- urstöðu má aldrei fjalla sem sérkennslu, (sér- staka menntun), eða segja að nemandinn hafi með henni komið sér upp sérkennsluþörf, þ.e. þurfi á sérkennslu (sérstakri kennslu) að halda til þess að ná viðunandi tökum á almennu námsefni. Þessi nemandi þarf ekki sér- kennslu, hann hefði þurft meiri og betri almenna kennslu en þarfnast nú aðstoðar og endur- vinnslu, aukakennslu, hjálpar- eða stuðningskennslu. Þeir nemendur, sem vegna fötlunar sinnar geta ekki nýtt sér almenna kennslu, eiga rétt til sérstakrar kennslu við sitt hæfi. Það er sérkennsla; önnur mark- mið, ólíkt námsefni, umgjörð og aðferðir. Sérkennsla er ekki aðferðin til að tryggja ófötluðum nemendum viðunandi árangur í almennu grunnskólanámi. Sérkennsluþörf Einhver skilgreinanleg ástæða veldur því að nemendur eru ófær- ir um að tileinka sér námsefni almennrar grunnskólakennslu á viðunandi hátt og sér að gagni. Sérstök kennsla, sérkennsla, er þá leiðin til að tryggja þeim þann þroska sem er þeim mögulegur. Þeir njóta jafnréttis í námi þegar þeim er svo mismunað að við- fangsefni séu við þeirra hæfi en ekki þau sömu og annarra. Þann- ig sjá þeir árangur erfiðis síns, upplifa sigra og öðlast sjálfs- traust. Þeir þarfnast sérkennslu vegna fötlunar sinnar og til að tryggja lagalegan rétt þeirra til kennslu „ … í sem fyllstu sam- ræmi við eðli og þarfir …“ er stuðli að „ … alhliða þroska, heilbrigði og menntun hvers og eins …“ verður að halda fast við þessa þröngu skilgreiningu hug- taksins sérkennsla. En framkvæmdin hefur orðið önnur. Allt frá níunda áratugnum er áhrifa grunnskólalaganna fer að gæta, sveigðu stjórnvöld og skólar frá fyrirmælum þeirra, einkum er varðar greiningar sér- kennslunemenda. Er nú svo komið að tæp 30% grunnskólanema eru í sérkennslu og um helmingur þeirra án form- legrar greiningar! Á níunda áratugnum þótti það óhæfa að ætla 2-3% nemenda sér- kennslu, jafnvel þótt greiningar á vanda þeirra lægju fyrir. Nú eru fötluðu sérkennslu- börnin, 3-4 prósentin, kaffærð af fimm til sexföldum fjölda sínum af „sérkennslunýbúum“, sem ekki eru fatlaðir, en eiga í erfiðleikum í námi og þarfnast hjálpar. Vandi þessara nemenda er annar en þeirra fötluðu. Þeir þarfnast vissulega aðstoðar og öflug aðstoð skilar þeim gjarnan vel áleiðis í námi, en það er ekki sérkennsla. Ef góður fjórðungur nem- enda í almennu grunnskólanámi nær ekki viðunandi árangri, þá er eitthvað að. Skólinn bendir á nemandann; þessi þarfnast sér- kennslu. Slík „sérkennsla“ ber jafnan árangur og með því að mæta meintri sérkennsluþörf er henni jafnframt eytt! Er rétt að aðgreina og stimpla um fjórðung nemenda sem mis- stíga sig í menntavalsinum? Hvað með að leita viðeigandi lausna, jafnvel með nýbreytni í skólastarfi? Við megum ekki stefna fram- tíð saklausra barna í hættu með því að senda þau í sérkennslu þegar allt sem þau þarfnast er sú almenna kennsla, sem alþing- ismenn töldu sig tryggja þeim með samþykkt markmiðs greinar grunnskólalaganna. Er sérkennsla sérkennsla? MENNTUN Sturla Kristjánsson kennari, sálfræðing- ur og Davis-ráðgjafi Núverandi svonefndum umhverfisráðherra er greinilega ásamt öðrum í Framsóknarflokkn- um ekki mjög annt um umhverfisvernd. Hann er við sama heygarðshorn og flokksbróðir hans, Gunn- ar Bragi Sveinsson, sem skrifaði tölvupóst um það að það ætti að gæta vel að því að umhverfisvernd- arsinnar kæmust ekki að. Vinnubrögð Sigurð- ar Inga eru vægast sagt furðu- leg og ekki í anda lýðræðis. Rök- stuðningur við aðgerðir hans er það sömuleiðis. Hann segir að með nýjum mörkum friðlands í Þjórsárverum sem hann setti án þess að spyrja kóng né prest sé einmitt verið að friða Þjórs- árverin. Samkvæmt greinar- gerð umhverfisráðuneytis verða nýju mörkin friðlandsins dregin í kringum fyrirhugað lónsstæði, líkt og Landsvirkjun lagði til í sumar. Þannig að Norðlingaöldu- veitan er ekki úr sögunni. Þrátt fyrir að hún væri sett í vernd- unarflokk eru menn enn að gjóa augunum á það að þarna verði hægt að virkja. Mörk friðlands- ins voru bara færð til, svo einfalt var það. Svo segir Sigurður Ingi að engin mannvirki tengd virkjunum verði innan hins friðlýsta svæðis – auðvitað af því hann færði mörkin til! – og það sem gerist fyrir utan svæðið hafi ekkert með Þjórsárver að gera. Ósköp væri nú æskilegt að maðurinn myndi taka bara eins og einn grunn- kúrs í vistkerfisfræði. Þá myndi hann átta sig á því að votlendissvæði eins og Þjórsárver eru afar við- kvæm fyrir öllum breytingum á jaðarsvæðum þess. Til dæmis mun það hafa veruleg áhrif ef vatnsbúskap verður breytt þó það sé fyrir utan mörk friðlands- ins. En kannski vill ráðherrann ekki vita það, hann sem trampar um eins og fíll í postulínsbúð og kærir sig ekki um lýðræðislegar ákvarðanir. Ráðherra umhverfis- mála var að tjá sig um fossana í efri Þjórsá, segist vera búinn að sjá þá og dást að fegurð þeirra. Jafnóðum leggur hann blessun sína yfir að þessar perlur munu spillast með virkjunaráformum hjá Þjórsárverunum. Hvernig getur hann haft slíkt á samvisk- unni, hann sem hefur það hlut- verk að standa vörð um okkar einstöku náttúru? Alþjóðlegir samningar Ísland er aðili að alls konar alþjóðlegum samningum. Mig langar að spyrja hvort menn telji sig þá ekki bundna af þessu á ein- hvern hátt. Við eigum til dæmis aðild að Ramsar-samningnum. Ramsar-svæði eru kennd við sátt- mála um verndun votlendis sem telst hafa alþjóðlegt mikilvægi, sérstaklega sem búsvæði fyrir fugla. Þjórsárver eru stærsta votlendisvin á miðhálendi Íslands og eitt þriggja svokallaðra Rams- ar-svæða á Íslandi. Við eigum einnig aðild að Árósasamningnum. Hann var samþykktur á fundi umhverfis- ráðherra í Evrópu þann 25. júní 1998. Ísland var á meðal þeirra 35 landa sem strax á fyrsta degi lögðu með undirritun sinni nafn sitt við samninginn. Árósa- samningurinn er umhverfis- samningur. Hann tengir saman umhverfismál og mannréttindi – að sérhver kynslóð eigi rétt á að lifa í umhverfi sem sé full- nægjandi fyrir heilsu og vel- ferð hennar. Settar eru skyldur á ríkin sem standa að samningnum og eru þau réttindi sem ríkin eiga að tryggja almenningi þríþætt og mynda þrjár stoðir samningsins. Fyrsta stoðin mælir fyrir um skyldur ríkja til að tryggja að almenningur hafi aðgang að upplýsingum um umhverfismál. Önnur stoðin skyldar ríkin til að tryggja almenningi rétt til þátt- töku í undirbúningi ákvarðana sem snerta umhverfið. Þriðja stoðin snýr að skyldu ríkja til að tryggja almenningi réttláta málsmeðferð í málum sem varða umhverfið. Ákvæði samningsins fela í sér lágmarksreglur. Þau eru almenns eðlis og gefa aðildarríkj- unum talsvert svigrúm við inn- leiðingu þeirra. Hafa aðildarríki samningsins farið mislangt við að innleiða einstök ákvæði hans, sér í lagi það ákvæði er snýr að kæruaðild og hefur Ísland þar dregið lappir hingað til. En hvers virði er það að und- irrita alþjóðlega samninga? Mér þykir það svik að undirrita eitt- hvað og fara svo ekki eftir því og ég skammast mín hálfpart- inn fyrir að tilheyra þessari litlu þjóð sem gæti gert svo miklu betur. Við gætum auðveldlega verið leiðandi í umhverfismálum. En græðgin spillir og dregur úr skynsamlegri framtíðarsýn. Fyrir hverja og hvað á að halda áfram að virkja grimmt á kostn- að okkar einstöku náttúru? Við eigum meira en nóg af orku fyrir okkar þarfir og gætum notað hana betur en að selja hana fyrir slikk. Mýtuna um að hér sé til endalaus forði af vistvænni orku sem gæti bjargað heiminum verð- ur að kveða niður sem fyrst. Þjórsárver – vernd eða nýting? NÁTTÚRU- VERND Úrsúla Jünemann kennari og leiðsögumaður ➜ Samanburður á kostnaði við háskóla á Íslandi við nágrannalöndin sýnir að háskólar á Íslandi er ódýrir og þurfa að glíma við minnkandi fjárveitingar. Þetta kemur fram í ýmsum myndum en tökum dæmi. Þegar Bændaskólanum á Hvanneyri var breytt í háskóla komu þau skýru skilaboð að við ættum að útvíkka okkar námsfram- boð. Til þess fengist að vísu ekki aukið fjármagn á frumstigi en tekið yrði tillit til árangurs. Skólinn kom á námsbraut í umhverfi sskipu- lagi sem innan skamms var orðin að burðarás BS-náms auk búvísindanna. Nú hefur þessi námsbraut verið starf- rækt í 10 ár, um 130 manns útskrifast og tæp 70% út- skrifaðra hafa sótt eða eru í mastersnámi. Stór hluti þessa fólks er nú í störfum víðsvegar um land. Aukin fjárveiting kom aldrei. ➜ Er nú svo komið að tæp 30% grunnskóla- nema eru í sérkennslu og um helmingur þeirra án formlegrar greiningar! Á níunda áratugnum þótti það óhæfa að ætla 2-3% nemenda sérkennslu … ➜ En hvers virði er það að undirrita alþjóðlega samninga? Mér þykir það svik að undirrita eitthvað og fara svo ekki eftir því og ég skammast mín hálfpartinn fyrir að tilheyra þessari litlu þjóð sem gæti gert svo miklu betur. Við gætum auðveld- lega verið leiðandi í um- hverfi smálum. En græðgin spillir og dregur úr skyn- samlegri framtíðarsýn. Fyrir hverja og hvað á að halda áfram að virkja grimmt á kostnað okkar einstöku náttúru? Við eigum meira en nóg af orku fyrir okkar þarfi r og gætum notað hana betur en að selja hana fyrir slikk.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.