Fréttablaðið - 08.01.2014, Side 22
| 4 8. janúar 2014 | miðvikudagur
Orka náttúrunnar (ON) er nýtt
opinbert hlutafélag í eigu Orku-
veitu Reykjavíkur (OR) sem hefur
tekið við rekstri virkjana og raf-
orkusölu móðurfélagsins. Hluta-
félagið var stofnað til að uppfylla
ákvæði raforkulaga sem tóku gildi
um síðustu áramót og skylda orku-
fyrirtækin til að skilja samkeppn-
ishluta sinn frá sérleyfishlutan-
um. Félagið er næststærsti raf-
orkuframleiðandi landsins, á eftir
Landsvirkjun, og Páll Erland,
framkvæmdastjóri ON, mun sjá
um að stýra skútunni.
Með eignir upp á 130 milljarða
„Þetta er nýtt félag á raforku-
markaði sem er að koma fram
undir eigin merkjum með það
hlutverk að framleiða og selja raf-
orku. Fyrirtækið byggir á traust-
um grunni og margra ára reynslu
og er nú í samræmi við kröfur um
aðskilnað orðið sjálfstætt fyrir-
tæki sem sinnir samkeppnisþátt-
um eingöngu,“ segir Páll.
ON sér nú um rekstur jarð-
varmavirkjananna á Hellisheiði
og Nesjavöllum og vatnsaflsvirkj-
ananna Andakílsárvirkjunar og
Elliðaárstöðvar. Rekstur félags-
ins mun að sögn Páls skila um 15
milljörðum króna í tekjur á ári og
það á eignir upp á 130 milljarða.
„ON er það rafmagnssölufyrir-
tæki sem hefur flesta viðskipta-
vini en um 75 þúsund heimili og
fyrirtæki um allt land eru í við-
skiptum hjá okkur. Svo framleið-
um við um helming þess hita-
veituvatns sem er notað á höfuð-
borgarsvæðinu,“ segir Páll. Hann
undirstrikar að veituþjónusta OR,
það er vatnsveita, hitaveita, frá-
veita og dreifing rafmagns, verð-
ur áfram rekin undir merki móð-
urfélagsins.
Um sextíu manns starfa hjá ON
í höfuðstöðvum OR. Félagið hefur
að sögn Páls náð að lágmarka
rekstrarkostnað með samnýtingu
á stoðþjónustu móðurfélagsins, til
dæmis með því að nota bókhalds-
og tölvukerfi OR.
„Við höfum unnið að því að þessi
breyting skapi sem minnst óhag-
ræði fyrir viðskiptavini okkar og
þeir þurfa í raun ekkert að gera
til þess að halda áfram að nota
þjónustuna. Við ætlum til dæmis
að senda áfram út orkureikninga
sameiginlega með OR til að forð-
ast aukinn innheimtukostnað.“
Langur aðdragandi
Stofnun ON átti sér langan aðdrag-
anda og var frestað fjórum sinn-
um á jafn mörgum árum. Þar var
helst um að kenna slæmri skulda-
stöðu OR.
„Samkeppnin á raforkumarkað-
inum hófst í rauninni árið 2005 og
á þeim tíma þurfti að aðgreina sér-
leyfis- og samkeppnisþættina bók-
haldslega. Árið 2008 var ákveðið að
gera kröfu um fyrirtækjauppskipt-
ingu og hún hefur verið í undirbún-
ingi í nokkur ár og tók gildi um ára-
mótin,“ segir Páll og heldur áfram:
„Frá því að raforkumarkaðurinn
opnaðist hafa viðskiptavinir okkar
að stærstum hluta komið af höfuð-
borgarsvæðinu en í sífellt auknum
mæli af öllu landinu. Stærstu ein-
stöku viðskiptavinir okkar eru á
Austurlandi og Vesturlandi og þar
má nefna Síldarvinnsluna og Norð-
urál á Grundartanga.“
Gera upp í Bandaríkjadollurum
OR skuldar um 210 milljarða
króna og hefur undanfarin ár stað-
ið í umfangsmiklum hagræðing-
araðgerðum. Tekjur nýja félags-
ins af raforkusölu eru að stórum
hluta í dollurum, og lánin í erlend-
um gjaldeyri, og því er stefnt að
því að ON verði gert upp í Banda-
ríkjadollurum.
„Orkuveitan er búin að vera að
leita leiða til að ná stöðugleika og
lágmarka áhættu og þetta er ein
leið til þess og ætlunin er að sækja
um heimild til þess á vormánuð-
um,“ segir Páll.
Spurður um hvar skuldir ON
enduðu við uppskiptinguna segir
Páll að efnahagsreikningur félags-
ins sé myndaður með yfirfærslu
eigna og skulda við móðurfélag-
ið sem nemur þeim lánum sem til-
heyra rekstri ON.
„Þær skuldir sem tilheyra eign-
um Orku náttúrunnar hvíla á
henni, og hún greiðir þá móður-
félaginu.“
Næstu skref
Páll segir verkefni næstu mánaða
snúast um að hasla félaginu völl
á raforkumarkaði og kynningu á
nýja vörumerkinu.
„Síðan ætlum við að veita við-
skiptavinum okkar enn betri þjón-
ustu og gera það með góðri við-
skiptastýringu til stærri fyrir-
tækja og aukinni sjálfsafgreiðslu.
VIÐTAL
Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is
Sér um virkjan
Orka náttúrunnar, nýtt opinbert hlutafélag í eigu
móðurfélagsins. Félagið á eignir upp á 130 millja
leiðir hitaveituvatn. Páll Erland, framkvæmdastj
Á HELLISHEIÐI Jarðvarmi úr um fimmtíu borholum er nýttur til framleiðslu á rafmagni í Hellisheiðarvirkjun. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Orka náttúrunnar hefur meðal annars tekið við rekstri Nesjavallavirkjunar
sem var gangsett 29. september 1990. Virkjunin, sem nýtir jarðvarmaorku
úr Hengilssvæðinu, framleiðir 120 megavött af rafmagni og þrjú hundruð
megavött í varmaorku (heitt vatn). Á Nesjavöllum hafa verið boraðar 25 holur,
eitt þúsund til 2.200 metra djúpar. Hitastig í þeim hefur mælst allt að 380
gráður á Celsíus, að því er fram kemur á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur.
Þar segir einnig að meðalhola búi yfir sextíu megavatta orku sem nægir til
hitaveitu fyrir 7.500 manns.
NÝTIR JARÐVARMAORKU ÚR HENGILSSVÆÐINU
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Aðalfundur Viðskiptaráðs 2014
Miðvikudaginn 12. febrúar kl. 11 á Hilton hótel Nordica
Fulltrúum allra aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands er heimilt að sækja fundinn. Frestur til
að koma að lagabreytingatillögum er þremur vikum fyrir auglýstan fund og skulu berast
stjórn ráðsins. Dagskrá aðalfundar er samkvæmt 9. grein laga ráðsins:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar bornir upp til samþykktar.
3. Úrslit formanns- og stjórnarkjörs tilkynnt.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning kjörnefndar.
6. Tekju- og gjaldaáætlun kynnt og árgjöld ákvörðuð.
7. Önnur mál.
Nánari upplýsingar um fundinn, stjórnarkjör og
atkvæðagreiðslu má finna á vef Viðskiptaráðs: www.vi.is VIÐSKIPTARÁÐ ÍSLANDS