Fréttablaðið - 13.01.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 13.01.2014, Síða 6
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 HEILBRIGÐISMÁL „Foreldrar geta með ýmsum hætti unnið gegn því að börn þeirra þrói með sér alvar- legan kvíða,“ segir Dr. Philip Kendall, bandarískur sálfræðing- ur sem hefur sérhæft sig í kvíða barna og ungmenna. Hann heim- sótti Ísland í síðustu viku og hélt meðal annars fyrirlestra á árlegri ráðstefnu Barna- og unglinga- geðdeildar. Kendall segir margt í umhverfi barna auka á kvíðann. „Við setjum margs konar þrýsting á börn. Stundum er hann eðlilegur, til dæmis að þau eigi að standa sig vel í skólanum. En stundum er hann óviðeigandi,“ segir Kendall og nefnir sem dæmi þegar for- eldrar yfirfylla dagskrá barna með ýmsum skyldum, en gleyma að gera ráð fyrir tíma fyrir frjálsan leik. „Það er í gegnum frjálsan leik með jafningjum sem börn læra inn á hæfileika sína og veikleika. Ef þau umgangast eingöngu for- eldra sína fá þau ekki réttar hug- myndir um hvað þau geri vel og hvað illa,“ segir Kendall. „Foreldrar þurfa að leyfa börn- um að gera eigin mistök. Þeir verða að stíga til hliðar og leyfa þeim að glíma við vandamálin sjálf,“ segir Kendall en hann leggur ríka áherslu á að foreldrar kvíðinna barna láti ekki undan kvíðaviðbrögðum barna sinna. „Ef barnið neitar að fara í skól- ann hjálpar ekkert að leyfa því að vera heima. Það leysir vandann á þeirri stundu, en til lengri tíma litið eykst vandinn.“ Aukin samskipti á samfélags- miðlum geta aukið kvíða fólks og sérstaklega barna að mati Kendall. „Þú ert stöðugt í sam- bandi í gegnum síma, netið og tölvuleiki og færð aldrei að njóta þess að vera einn með sjálfum þér. Fyrir kvíðin börn skap- ar þetta aukið álag því þau fara að hafa áhyggjur af því að þau sé að missa af einhverju,“ segir Kendall. Kvíði er eðlilegur þegar hann hefur ekki hamlandi áhrif á líf fólks. Kendall segir einkenni hamlandi kvíða hjá börnum meðal annars vera þau að börn forðist að gera tiltekna hluti. „Það segja öll börn á ein hverjum tímapunkti að það sé leiðinlegt í skólanum og þau vilji ekki fara, en ef þau segjast ekki geta farið og sýna líkamleg einkenni á borð við magaverki, þau svitna eða forð- ast augnsamband, þá getur kvíð- inn verið orðinn óeðlilega mikill.“ Kendall segir skipta miklu máli hvernig tekið er á kvíða hjá börn- um. „Það er ekki nóg að tala bara um vandann. Foreldrar þurfa leita til fagfólks sem fær barnið til að prófa ólíka hluti og framkvæma áskoranir til að takast á við ótt- ann. Sem dæmi, ef barn óttast býflugur er ekki nóg að tala um óttann, barnið þarf líka að snerta, finna og vera í kringum býflugur til að læra að hugsa með öðrum hætti um þær. Það þarf að öðlast aðra reynslu af þeim,“ segir hann. eva@frettabladid.is Ekki ofvernda kvíðin börn Sálfræðingur segir margt í umhverfi barna auka á kvíða. Foreldrar geta unnið gegn kvíða hjá börnum sínum með því að leggja áherslu á frjálsan leik með jafningjum og að leyfa börnunum að læra af mistökum sínum. Yfirlæknir göngudeildar Barna- og unglingageðdeildar (BUGL) segir þörf á aukinni þjónustu við börn með kvíðaraskanir. Best væri að veita meðferð snemma í ferlinu, með vægari inngripum. „Snemmtæk íhlutun er mikilvæg þegar um slíkan vanda er að ræða og þess vegna þarf þekkingin að vera til staðar í nærumhverfi barnanna,“ segir Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL. Því var ákveðið að fá Dr. Philip Kendall til landsins og hann hélt fyrirlestur á árlegri ráðstefnu BUGL fyrir skömmu. Mikill áhugi var á ráðstefnunni og á fjórða hundrað manns mættu, en vísa þurfti mörgum frá vegna plássleysis. „Kvíði hjá börnum hefur verið meira í brennidepli fagfólks eftir efnahagshrunið,“ segir Guðrún Bryndís. „Þeir sem vinna með börnum og unglingum átta sig á þörfinni og vilja öðlast meiri þekkingu á efninu,“ segir hún. Nauðsynlegt að auka þekkingu á kvíða GUÐRÚN B. GUÐMUNDSDÓTTIR PHILIP KENDALL Foreldrar þurfa að leyfa börnum að glíma við vandamálin sjálf. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI Rúmlega þrjú hundruð manns munu starfa við byggingu kísilmálmverksmiðju í Helguvík. Þá er talið að 160 ný störf skap- ist þegar framleiðsla verksmiðj- unnar hefst, auk afleiddra starfa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu Thorsil ehf. Thorsil ehf. gekk á föstudag frá samningi við verkfræði stofuna Mannvit um hönnun kísilmálm- verksmiðjunnar sem reisa á í Helguvík. Mannvit mun í sam- starfi við norsku verkfræðistofuna Norconsult AS hafa umsjón með hönnun, útboðum og byggingu verksmiðjunnar. Verðmæti samn- ingsins er metið á 508 milljónir. Vinna við umhverfismat vegna verksmiðjunnar stendur yfir og er áætlað að byggingaframkvæmdir hefjist á þessu ári. Áætluð fram- leiðslugeta verksmiðjunnar er 54 þúsund tonn af kísilmálmi. Samkomulag hefur verið gert við Landsvirkjun um kaup á 87 MW af raforku og unnið er að samningum um sölu framleiðslunnar. - eb Rúmlega 300 manns munu starfa við byggingu verksmiðju í Helguvík: Hanna nýja kísilmálmverksmiðju HELGUVÍK Ný kísilmálmverksmiðja mun rísa við iðnaðar- og hafnarsvæðið í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1. Hvar á Íslandi fjölgaði ofbeldisbrot- um um 220 prósent á síðasta ári? 2. Hver sagði freka karla stjórna pólitíkinni á Íslandi? 3. Hvað þurftu Of Monsters and Men að selja margar plötur í Banda- ríkjunum til að hljóta platínuplötu? SVÖR: LOGAÐI Þotan logaði þegar slökkviliðs- menn komu á vettvang. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÞÝSKALAND, AP Lítil þota brotlenti í námunda við flugvöll í Þýska- landi í gær. Talið er að fjórir farþegar hafi látist í slysinu. Flugvélin hrapaði á urðunarstað nálægt bænum Trier sem er í vesturhluta Þýskalands. Flugvélin logaði þegar slökkvi- lið kom að henni. Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að líklega hafi verið um að ræða einkaþotu af gerðinni Cessna Citation. Um borð hafi verið tveir flugmenn og tveir farþegar frá Englandi. Ekki er vitað hvað olli slysinu. - ue Þota brotlenti við flugvöll: Fjórir taldir af eftir flugslys BANDARÍKIN, AP Störfum í Banda- ríkjunum fjölgaði ekki jafn mikið í desember og búist var við. Um 74 þúsund störf bættust við í mánuðinum. Störfum fjölgaði næstum þrisvar sinnum meira í fjóra mánuði í röð þar áður. Hagfræð- ingar nefna ofsakuldann sem eina skýringu fyrir því að störfum fjölgaði ekki meira. Atvinnulausum fækkaði úr 7 prósentum í 6,7 prósent, sem er minnsti fjöldi atvinnulausra í fimm ár. Það segir þó ekki alla söguna, því fjöldi fólks hætti að leita að vinnu, og hverfur af lista yfir atvinnulausa þrátt fyrir að vera ekki með vinnu. - ue Kuldinn hefur áhrif á vinnu: Störfum fjölg- aði ekki mikið STJÓRNMÁL Sindri Þór Hilmars- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Pírata. Hann var valinn úr hópi umsækjenda í lýðræðislegu kjöri innan fram- kvæmdaráðs flokksins, að því er fram kemur í tilkynningu. Sindri Þór er menntaður við- skiptafræðingur. Hann sinnir stundakennslu við Háskóla Íslands. Hann var áður fjármála- stjóri tónlistarfyrirtækisins Gogoyoko og sérfræðingur hjá KPMG. - bj Ráðinn framkvæmdastjóri: Stýrir skútunni hjá Pírötum Foreldrar þurfa að leyfa börnum að gera eigin mistök. Þeir verða að stíga til hliðar og leyfa þeim að glíma við vandamálin sjálf. Philip Kendall sálfræðingur VEISTU SVARIÐ? 1. Á Suðurnesjum 2. Jón Gnarr 3. Yfi r eina milljón

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.