Fréttablaðið - 13.01.2014, Side 10

Fréttablaðið - 13.01.2014, Side 10
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Málsvari byggingamanna FÉLAGSFUNDIR BYGGIÐNAR – FÉLAGS BYGGINGAMANNA Félagsfundir um nýgerða kjarasamninga verða á: AKUREYRI Þriðjudag 14. janúar kl. 17:30 á Skipagötu 14, 5. hæð REYKJAVÍK Miðvikudag 15. janúar kl. 17:30 í Borgartúni 30, 6. hæð Rafræn kosning hefst mánudaginn 13. janúar kl. 12 og lýkur á miðnætti mánudaginn 21. janúar Sjá nánar á heimasíðu félagsins byggidn.is Stjórnin V E R T MENNTUN Börn sem ekki eru með greiningu á geðrænum vankvæðum en eiga við félagslegan eða náms- tengdan vanda að stríða í grunn- skóla fá ekki við stuðning við hæfi í skólum sínum. Þetta eru helstu niðurstöður rannsóknar sem Erla Dögg Krist- jánsdóttir, nemi í félagsráðgjöf, gerði með viðtölum við foreldra barna á svokölluðu gráu svæði. „Börn á gráu svæði hafa ekki uppfyllt greiningarviðmið, eru á biðlista eftir greiningu eða fara hreinlega ekki í greiningu. Þau þurfa aftur á móti aukinn stuðning í skóla vegna vandamála sem þau glíma við, til dæmis meira næði, meiri tíma með kennara, félagsleg- an stuðning og meiri námshjálp.“ Erla segir að heilt yfir hafi börn- in sem tóku þátt í rannsókninni ekki fengið það einstaklingsmiðaða nám sem skóli án aðgreiningar gengur út á, en það er sú hugmyndafræði sem er ríkjandi í grunnskólum landsins. „Flestir viðmælendur voru sam- mála um að þetta snérist um fjár- magn. Það var sagt við einn við- mælanda að því barnið væri ekki með greiningu væri ekki til fjár- magn til að veita því viðbótarstuðn- ing. Foreldrarnir voru þó sammála um að hugmyndafræðin um skóla án aðgreiningar væri falleg en að framkvæmdin væri ekki í samræmi við fræðin. Þeir voru ekki ósáttir við kennarann sem slíkan heldur uppbyggingu skólakerfisins.“ Margir foreldranna voru búnir að finna leiðir til að aðstoða börnin sín heimafyrir með óhefðbundnum leiðum, svo sem verklegum æfing- um eða á sjónrænan hátt. „Þessar aðferðir skiluðu sér ekki í skólana þrátt fyrir að foreldrarnir hafi ítrekað rætt við kennara og stjórnendur og reynt að fá það í gegn. Í skólunum virðist vera ákveð- inn kassi og ef barnið passar ekki inn í kassann eru kennarar ráða- lausir. Kennsluhættir virðast vera niðurnjörvaðir og haldið í gamlar hefðir í stað þess að virkja börnin þar sem þeirra styrkleikar liggja.“ Erla segir mikilvægt fyrir fram- tíð barnanna að grunnurinn sé góður. „Grunnskólinn er fyrsta stigs þjónusta og það skiptir öllu máli að þjónustan sé góð. Rann- sóknir hafa sýnt að brottfall úr námi megi rekja til vöntunar á stuðningi í grunn skólum þar sem börnin koma ekki nægilega und- irbúin úr skólanum fyrir næsta námsstig.“ erlabjorg@frettabladid.is Börn í vanda fá ekki viðeigandi stuðning Börn sem eiga í vanda í skólakerfinu án þess þó að vera með greiningu fá ekki nægilegan stuðning. Foreldrar barnanna segja hugmyndafræði skóla án aðgrein- ingar ekki vera fylgt nægilega vel eftir, meðal annars vegna skorts á fjármagni. SKÓLABÖRN Félagsleg staða fólks ákvarðast mikið af menntun. Mikilvægt er að börnum líði vel í skólanum svo þau haldist lengur í námi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.