Fréttablaðið - 13.01.2014, Síða 52
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 20
Ertu einn/ein þeirra fjölmörgu sem gjarnan vill vera
reyklaus en getur ekki hafið reykbindindi vegna þess
að þig vantar hvatninguna? Ef til vill hefur þú þegar
reynt en fallið. Það er reyndar mjög algengt svo þú
skalt ekki örvænta!
Minnkaðu smám saman fjölda sígarettna
Ef þér vex í augum að hætta alveg að reykja getur
kannski verið auðveldara að draga smám saman úr
reykingum þangað til þú verður alveg reyklaus. Það
getur fljótt veitt þér tilfinningu um velgengni, vegna
þess að það er sigur jafnvel þótt ekki sé dregið nema
lítið úr reykingum og það mun verða þér hvatning til að
halda áfram þangað til þú verður alveg reyklaus.
Svona verður þú reyklaus með því að draga
smám saman úr sígarettunotkun
1. MÁN. 2. MÁN. 3. MÁN. 4. MÁN. 6. MÁN.
Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki
geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki
hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg.
Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja
aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr
notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur
að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr
fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða
meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert á meðgöngu eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með
hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí
er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í
fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ
NÝTT!
Haltu áfram að draga smám
saman úr daglegum fjölda
Nicotinell lyfjatyggigúmmís
Upphaflega:
20 sígarettur á dag
Minnkaðu reykingar smám saman og skiptu hverri
sígarettu út fyrir 1 stk. af Nicotinell lyfjatyggigúmmíi
Gerðu áætlun um hvernig þú ætlar að draga úr sígarettunotkun og verða að lokum reyklaus.
Fáðu góð ráð í apótekinu.
NÚ ERTU
REYKLAUS
Viltu gjarnan hætta
en getur ekki sleppt
sígarettunni alveg?
TÓNLIST ★★★ ★★
Vínartónleikar Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands 9. janúar.
Stjórnandi: Peter Guth.
Vínartónleikar Sinfóníuhljómsveit-
ar Íslands eru fastur liður í tónleika-
lífinu. Þeir eru alltaf haldnir í upp-
hafi árs. Um er að ræða eins konar
áramótaskaup hljómsveitarinnar.
Ég man eftir brandörum þar sem
hljóðfæraleikari hefur spilað ógur-
lega vitlaust og áheyrendur velst um
af hlátri. Eða þá að söngkona hefur
ráfað inn á sviðið, þóst vera dauða-
drukkin og áreitt fólk.
Kannski eru Vínartónleikarnir
orðnir svo margir að brandararnir
eru ekki lengur fyndir. E.t.v. eru
þeir bara búnir. Sumir þeirra hafa
sannarlega verið ofnotaðir eins og
fulla söngkonan – hún er orðin býsna
þreytt.
Að þessu sinni var almennt húm-
orsleysi ráðandi. Vissulega kom eitt
og annað fyrir sem var broslegt, en
ekki þannig að maður hneggjaði.
Samt var stemningin ágæt. Flutt
voru ýmis atriði úr óperettum og
öðru eftir þá félaga Lehár og Stoltz,
Kálmán og Offenbach, og svo auð-
vitað Straussfeðga. Það var lífleg tón-
list sem mátti hafa gaman af. Spila-
mennskan var kröftug, það var stuð
í flutningnum.
Þó var ekki allt gott. Hljómsveitin
var á köflum dálítið ósamtaka. Sér-
staklega þegar stjórnandinn Peter
Guth tók upp fiðlu og spilaði með í
stað þess að veifa tónsprota. Það var
óttalega tilgangslaust. Megnið af
tímanum heyrðist ekkert í fiðlunni.
Hún rann saman við leik hinna hljóð-
færaleikaranna. Guth hefði alveg
eins getað spilað á luftfiðlu. Verra var
þó þegar hann lék einleik, því fiðlan
var hjáróma, jafnvel fölsk.
Söngurinn var áheyrilegri. Hanna
Dóra Sturludóttir söng fallega og af
viðeigandi krafti, en hún átti samt
ekki heima í dagskránni. Drama-
tískari hlutverk henta henni betur,
eins og Wagner og Mahler, svo ég
nefni einhver nöfn. Vínartónlist
þarfnast léttleika.
Gissur Páll Gissurarson var ekki
heldur maðurinn í þetta hlutverk.
Gissur er vissulega magnaður lista-
maður með einkar hrífandi rödd, en
hún er ekki sterk. Hann náði því ekki
almennilega að miðla hápunktunum
í tónlistinni. Fyrir bragðið vantaði
glæsileikann í túlkunina.
Langáhrifamest var þegar tvö pör
úr Dansskóla Sigurðar Hákonar-
sonar gengu inn í salinn og svifu svo
um í tilkomumiklum valsi. Þetta voru
þau Þorkell Jónsson, Denise Yaghi,
Höskuldur Þór Jónsson og Margrét
Hörn Jóhannsdóttir. Svo ótrúlegur
léttleiki, þokki og fegurð var í dans-
inum að það stal senunni frá öllu
öðru, bæði einsöng og hljóðfæraleik.
Dansinn setti tónlistina í samhengi
– maður skildi hana miklu betur en
ella. Vínartónlist er eitthvað sem á að
dansa við, það er ekki nóg að heyra
hana. Fólk verður að sjá hana líka,
hún á að vera sjónræn upplifun. Því
miður voru dansatriðin bara tvö –
þau hefðu mátt vera mun
fleiri.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA:
Vínartónleikar Sin-
fóníunnar liðu
fyrir ósamtaka
hljóðfæraleik,
slæman einleik
og þungan
söng, en tvö
dansatriði
voru
frábær.
Dansarar
stálu
senunniIngi Rafn Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmda-
stjóri Listahátíðar í Reykjavík til
fjögurra ára, frá og með 1. febrúar
næstkomandi.
Ingi Rafn hefur starfað sem
framkvæmdastjóri Karolina Fund
frá árinu 2012 þar sem hann hefur
staðið að fjármögnun fjölda skap-
andi verkefna og listviðburða og
er einn stofnenda sjóðsins. Hann
hefur á undanförnum árum jafn-
framt starfað við ráðgjöf um fjár-
mögnun lista- og frumkvöðlaverk-
efna og tekið þátt í ráðstefnum
fyrir Íslands hönd um fjármögnun
verkefna innan skapandi iðnaðar á
ráðstefnuröð á vegum Evrópusam-
bandsins og Norrænu ráðherra-
nefndarinnar.
Áður starfaði hann um ára-
bil sem gæða- og fræðslustjóri í
söludeild Kaupþings og um skeið
fyrir plötuútgáfuna Thule Music.
Hann stofnaði fyrirtækið Reykja-
vík Labs ehf. sem sérhæfir sig í
útflutningi og vefsölu á íslenskri
hönnun.
Ingi hefur lokið diplómagráðu
frá viðskiptafræðideild Háskóla
Íslands. Hann tekur við starfinu
af Auði Rán Þorgeirsdóttur.
Nýr framkvæmdastjóri Listahátíðar
Frá og með 1. febrúar tekur Ingi Rafn Sigurðsson við stöðu framkvæmdastjóra Listahátíðar í Reykjavík.
NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI Ingi Rafn
Sigurðsson verður framkvæmdastjóri
Listahátíðar í Reykjavík.
GISSUR PÁLL
GISSURARSON
MENNING