Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.01.2014, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 13.01.2014, Qupperneq 62
13. janúar 2014 MÁNUDAGUR| MENNING | 30 rauðlauk og chili, kórónaður með kókós- eftir hátíðarmatinn. gottimatinn.is. Uppskriftavefurinn er jafn aðgengilegur í tölvunni, spjaldtölvunni og snjallsímanum. Hollustan hefst á gottimatinn.is ferskur fiskréttur „Mánudagslagið er auðvitað Free Willy Song með Michael Jackson. Það er gott að dansa við það um stofuna í Grafarvogi eins og kátur Keikó.“ Helga Braga Jónsdóttir leikkona. MÁNUDAGSLAGIÐ „Þetta gekk frábærlega. Við fylltum hvert einasta sæti og þurftum að fjölga stólum svo allir kæm- ust fyrir,“ segir Halldór Halldórs- son, betur þekktur sem Dóri DNA, um frumsýningu grínhópsins Mið- Íslands á nýrri uppistandsröð í Þjóð- leikhúskjallaranum á föstudags- kvöld. Sýningin er titluð Áfram Mið-Ísland! en uppistandsröð þeirra félaga í fyrra naut mikilla vinsælda og var sótt af meira en 10 þúsund gestum. Meðal gesta á frumsýning- unni á föstudagskvöld voru Gísli Marteinn Baldursson sjóvarps- maður, Örn Úlfar Sævarsson, fyrr- um dómari í Gettu betur, Margrét Erla Maack fjölmiðlakona og Stein- þór Helgi Arnsteinsson tónlistar- iðnaðarmaður. Grínhópurinn hefur nú ákveðið að fjölga sýningum ræki- lega, enda eftirspurn eftir miðum gífurleg. „Við höfum bætt við auka- sýningum öll föstudagskvöldin sem við sýnum. Á morgun munum við svo tilkynna um enn fleiri sýning- ar. Viðtökurnar eru alveg stórkost- legar,“ bætir Dóri við. - kak Þurft u að sækja fl eiri stóla á frumsýninguna Grínhópurinn Mið-Ísland hefur bætt við aukasýningum á nýrri uppistandsröð sinni, vegna mikilla vinsælda. FRÁBÆR VIÐBRÖGÐ Uppselt var á báðar sýningar Mið-Íslands um helgina. Hér má sjá þá félaga eftir frum- sýninguna á föstudagskvöld, sátta með dagsverkið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta eru fimmtu tónleikarnir sem við læknar höldum og það hefur alltaf verið góð stemning á þessum kvöldum,“ segir Helgi Júlíus Óskarsson hjartalæknir, en hann – ásamt öðrum tónelskum læknum – treður upp á sérstöku læknakvöldi á Café Rosenberg seinna í mánuðinum. Læknar hafa komið saman og haldið tón- leika með þessu sniði síðan í september 2012 en Helgi segir að upphafið megi rekja til umræðu sem spratt upp í kjölfarið á plötuút- gáfu margra lækna. „Ég gaf út þrjár plötur með stuttu millibili og síðan kom út plata með öðrum hjartalækni. Menn fóru þá að reifa það hvort læknar væru músíkalskari en aðrar stéttir. Uppgangur Hauks Heiðar Haukssonar, söngvara Diktu, bættist svo í umræðuna og menn benda einn- ig gjarnan á föður hans og nafna, Hauk Heiðar Ingólfsson, heimilis- lækni í Hafnarfirði. Þó vil ég benda á að engar tölfræðilegar upplýsing- ar liggja að baki þessum fullyrð- ingum, ég veit í raun ekki hvort læknar séu tónelskari en aðrir,“ útskýrir Helgi. Ákveðin nýbreytni verður á þessum tónleikum því nú reyna læknarnir meðvitað að auka sam- starf í tónlist. „Við höfum haft þá reglu að í það minnsta einn flytjandi í hverju atriði sé læknir. En nú ætlum við að reyna að fá lækna til að starfa saman í tónlist og munum við Haukur Heiðar hinn yngri ríða á vaðið. Hann mun syngja fjögur lög eftir mig og ég hef trú á því að það verði afar flott atriði,“ segir Helgi. Hann segir annars marga færa tónlistarmenn hafa lagt læknum lið á þessum fjórum kvöldum sem haldin hafa verið hingað til. „Stemningin hefur verið afar góð hjá okkur. Við höfum fyllt staðinn í öll skiptin og miklu fleiri en læknar koma á þessi kvöld, enda gæðin mikil í tónlistatriðunum. Okkur finnst líka gaman að margir læknar sem spila tónlist hafa komið upp á yfirborðið eftir að við fórum að halda þessi kvöld,“ segir Helgi. kjartanatli@365.is gunnarleo@frettabladid.is Tónelskir læknar halda tónleika Upphaf tónleikanna má rekja til þeirrar umræðu í samfélaginu að læknar séu músíkalskari en aðrar stéttir samfélagsins. Þeir troða upp á Café Rosenberg seinna í mánuðinum. Haukur Heiðar, söngvari Diktu, mun syngja lög eft ir Helga Júlíus Óskarsson hjartalækni. HJARTALÆKNIR OG LAGASMIÐUR Helgi Júlíus Óskarsson er fjölhæfur. Þó vil ég benda á að engar tölfræðilegar upplýsingar liggja að baki þessum fullyrðingum, ég veit í raun ekki hvort læknar séu tón- elskari en aðrir. En nú ætlum við að reyna að fá lækna til að starfa saman í tónlist og munum við Haukur Heiðar hinn yngri ríða á vaðið. Hann mun syngja fjögur lög eftir mig og ég hef trú á því að það verði afar flott atriði. HAUKUR HEIÐAR HAUKSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.