Fréttablaðið - 14.02.2014, Side 51

Fréttablaðið - 14.02.2014, Side 51
FÖSTUDAGUR 14. febrúar 2014 | LÍFIÐ | 35 Tónlist 20.00 Kyrrðarstund í Guðríðarkirkju klukkan 20-23. Tónlistarmaðurinn Dreamhub spilar. Guðríðarkirkja er að Kirkjustétt 8, 113 Reykjavík. Aðgangur ókeypis. 23.00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Roland Hartwell skemmtir á Ob-La-Dí- Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Frítt inn! Bækur 20.30 SlíjmTunglkvöld. Undir fullu tungli föstudaginn 14. febrúar, frá kl. 20.30 munu Tunglið forlag og Slíjm sameina krafta sína og bjóða upp á myndlist, bækur og tónlist. Staðsetning auglýst síðar. Fyrirlestrar 11.00 Tinna Laufey Ásgeirsdóttir flytur fyrirlesturinn Hvað ræður samhengi tekna og heilsu? Niðurstöður frá 26 Evrópulöndum á málstofu hagfræði- deildar. Fyrirlesturinn verður í fundar- herbergi á þriðju hæð í Odda, Háskóla Íslands. 20.00 Birgir Bjarnason heldur fyrir- lestur sem hann nefnir Hönd, höfuð, hjarta. Hann fjallar um samhljóm hugar, hjarta og handar, kjarnann í mannlegu lífi. Fyrirlesturinn fer fram í húsi Lífspekifélags Íslands, Ingólfs- stræti 22. 12.00 Fíkn, frá ístöðuleysi til heilasjúk- dóms, málstofa Lyfjafræðideildar og RLE. Í stofu 213, Haga, Háskóla Íslands. Dans 12.00 Milljarður rís í Hörpu á vegum UN Women. Markmiðið er að fá 3.000 manns til að dansa af gleði og krafti fyrir mannréttindum kvenna. Hægt verður að leggja frítt í Hörpu á meðan viðburðurinn stendur yfir. Fólk er hvatt til þess að mæta snemma. Einnig verður dansað í Hofi á Akureyri, á Ísafirði og í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is. Hermann Stefánsson rithöfundur og rapparinn Kött Grá Pjé gefa út bækur hjá forlaginu Tunglinu á næsta fulla tungli. Haldið verður upp á það í kvöld með SlíjmTungl- kvöldi í samvinnu við Slíjm. Bók Hermanns heitir Spennustöðin: stílabók, og var upphaflega hand- skrifuð í stílabók. „Ég átti erindi norður á Akureyri og fékk gist- ingu í húsi sem ég þekkti mjög vel. Eitt herbergið hafði ég þó aldrei komið inn í vegna þess að þar var spennustöð í gamla daga en síðan var innréttað þar herbergi. Þannig að ég gisti núna í spennustöðinni. Það var svolítið mögnuð upplifun, þannig að ég keypti mér stílabók og skrifaði Spennustöðina í hana.“ Bókin var ekki skrifuð með útgáfu í huga. „Spennustöðin er eiginlega dagbókin mín. Sumt í henni eru bernskuminningar, annað er meira stemning. Bókin er mjög einlæg, nálæg og persónuleg. Það er enginn skáldskapur í henni. Þetta er leit að einhverju sönnu, einhverjum kjarna. Hún fjallar meðal annars um pabba minn sem dó á síðasta ári, en hann ólst upp í þessu húsi,“ segir Hermann. Kött Grá Pjé gefur einnig út bók þetta kvöld, en hann er betur þekktur sem rappari. „Bókin hans heitir Stálskip: nokkur ævintýri. Í henni eru skemmtilegir smá- prósar sem minna mig svolítið á Julio Cortázar, sem er argentínskt skáld.“ Engir stælar í Spennustöðinni Bókaforlagið Tunglið gefur út tvær bækur á fullu tungli á föstudaginn. GISTI Í SPENNUSTÖÐ Hermann Stefánsson rithöfundur. SLÍJMTUNGLKVÖLDIÐ Föstudagur 14. febrúar kl. 20.30. Nánari upplýsingar um staðsetningu á Facebook-síðu Tunglsins: facebook.com/ tunglidforlag. Við Lolla ætlum að syngja lög eftir hvort annað saman og vera með uppistand inni á milli. Þetta verður bæði á fyndnu nótunum og á rómantísku nótunum í tilefni af Valentínusardegi. Hennar lög eru meira rómantísk.“ Þorsteinn Guðmundsson

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.