Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.03.2014, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 18.03.2014, Qupperneq 14
18. mars 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Það var engan bilbug að finna á Ragn- heiði Elínu Árnadóttur iðnaðarráðherra þegar hún mætti í sjónvarpsþátt á dög- unum til að réttlæta eignarnám á landi undir rafmagnslínu á Suðurnesjum. Hún tók það sérstaklega fram að þótt eigendur færu í mál myndi það ekki „fresta réttaráhrifum“, sem á manna- máli þýðir að hvað sem öllum málaferlum líður þá verði farið í framkvæmdir. Þátt- arstjórnandinn sagði að ekki væri að sjá að framkvæmdin væri svo aðkallandi að rjúka yrði í hana með forgangshraði. En Ragnheiður Elín sat líka fyrir svörum í umræddum þætti sem ferða- málaráðherra. Þar var hún ekki eins viss í sinni sök gagnvart eignarréttinum. Hún talaði þar fyrir því baráttumáli ríkis- stjórnarinnar að ríkið rukki okkur fyrir að fara á Þingvöll og skoða náttúruperlur Íslands. Um þetta verði að vísu að nást „víðtæk sátt“ og er svo að skilja að þar sé einkum átt við hagsmunaaðila í ferðaiðn- aði og landeigendur. Almenningur kemur þarna lítið við sögu og hvergi er minnst á eignarnám í þessu samhengi. Það er þó þarna sem eignarnám væri fullkomlega réttlætanlegt að mínu áliti, þ.e. gagnvart þeim aðilum sem í krafti einkaeignarréttar ætla, í trássi við lög, að græða á náttúruperlum Íslands. Þetta er eins yfirgengilegt og verða má. Í fréttum heyrðist einn talsmanna landeig- enda líkja almenningi við börn sem hefðu fengið sleikibrjóstsykur ókeypis um hríð en þyrftu nú að borga fyrir hann. Einhvers staðar var bent á að sú hætta væri raunveruleg að með andvaraleysi og meðvirkni stjórnvalda væri að myndast hér eins konar kvótakerfi þar sem ekki bara eigendur að landi færu að umgang- ast náttúruperlur sem eign sína, heldur tæki fjármálakerfið undir með því að heimila veðsetningu á nýtingu „eigna“ af þessu tagi inn í framtíðina. Þar með myndaðist tilkall til tekna af náttúru- perlum sem enginn bókstafur er þó fyrir í lögum. Hér hræða sporin úr sjávarútveginum. Einni spurningu vildi ég heyra ferða- málaráðherrann og iðnaðarráðherr- ann svara úr einum og sama munninum: Hvort ekki væri ráð að snúa forgangs- röðinni við, sýna landeigendum á Suður- nesjum ögn meiri biðlund en draga úr undirgefni við þá aðila sem eru að fjár- nýta náttúruperlur Íslands í eiginhags- munaskyni undir því falska yfirskini að vera sérstakir varðstöðumenn náttúru Íslands. Eignarnám hér en ekki þar EIGNARRÉTTUR Ögmundur Jónasson alþingismaður A ðsendar greinar sem bíða birtingar í Frétta- blaðinu skipta yfirleitt tugum. Það er enginn skortur á fólki sem liggur mikið á hjarta og telur skoðanir sínar eiga svo mikið erindi við þjóðina að það sest við tölvuna og hamrar saman pistil eftir pistil um það sem mest brennur á því þá og þá stundina og sendir svo afraksturinn til birtingar. Plássins vegna eru því auðvitað takmörk sett hversu margar slíkar greinar fá birtingu á hverjum degi og óþolinmæði höfunda sem bíða spenntir eftir birtingu er að mörgu leyti skiljanleg. Þeir óþolinmóðustu grípa þá stundum til þess ráðs að stofna vefsíður eða vefrit, skrifa glósur á Facebook eða blogg á einhverja þegar stofnaða vefsíðu, því vitanlega má ekki hafa snilldina af þjóðinni. Þessi þrá eftir að koma skoðunum sínum á framfæri á sér bæði góða og slæma hlið. Hin góða er að þrátt fyrir allt skuli enn vera til fólk sem hefur svo brennandi áhuga á tilteknu málefni að það leggur á sig að berja saman pistla og koma þeim á framfæri. Slæma hliðin er sú að þetta stöðuga streymi af misvel grunduðum skoðunum og endalausum vaðli um sömu málefnin drekkir oft því sem máli skiptir í til- tekinni umræðu. Hversu margir leggja það til dæmis á sig að lesa tvöhundruðustu greinina með eða á móti umsókninni um aðild að ESB til enda? Hverjum er ekki sama hvaða skoðun Jón Jónsson hefur á kennaraverkfallinu, heilbrigðiskerfinu, eða kjúklingarækt? Fyrir hvern eru þessar greinar skrifaðar þegar allt kemur til alls? „Það þarf að opna og auka umræðuna“ er frasi sem gjarn- an er slengt fram þegar gildi þessa greinaflóðs er dregið í efa. Sé spurt fyrir hvern sú aukning og opnun sé verður hins vegar yfirleitt færra um svör. Það á bara að vera „umræða“ og basta. Og áfram eltir umræðan skottið á sjálfri sér í enda- lausa hringi, án niðurstöðu og án þess að nokkuð breytist. Því eins og Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri benti á í viðtali við Fréttablaðið fyrir skömmu: „Það er ekki nóg að ræða hlutina og senda síðan jákvæða strauma út í kosmosið, það breytir engu.“ Orð eru til alls fyrst, segir máltækið, og það er mikið rétt en ef engin framkvæmd fylgir verða þau líka til alls síðust og málefnin góðu sem orðaskrifarinn vildi berjast fyrir drukkna í umræðuflóðinu með undraverðum hraða. Ofnotuð orð og frasar glata líka merkingu sinni og áhrifamætti, falla dauð til jarðar og vekja ekki nokkra tilfinningu í brjósti nokkurrar manneskju. Ákveðið óþol gerir vart við sig þegar maður les sömu frasana í tuttugasta skipti og það óþol eykst við hvern lestur þar til orðin hafa gjörsamlega glatað teng- ingu við uppruna sinn. Líða bara hjá eins og snjókornin fyrir utan gluggann og hafa álíka langa viðdvöl í vitundinni. Tími orðanna er liðinn, nú er tími gjörðanna. Hversu marga skoðanapistla getum við þolað? Að drekkja um- ræðu í umræðu Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Orðrétt áskorun Borgarfulltrúar Samfylkingar, Besta flokksins og Vinstri grænna hyggjast leggja fram ályktunartillögu í dag þar sem borgarstjórnin skorar á Alþingi að tryggja aðkomu þjóðarinnar að ákvörðun um framhald aðildarvið- ræðna Íslands að Evrópusambandinu. Borgarstjórn vill að í samræmi við gefin fyrirheit verði dregin til baka tillaga um að viðræðum verði slitið og ákvörðun um framhald þeirra sett í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Í ályktuninni segir að lokum að með því muni ríkisstjórnin leitast við að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn því sundurlyndi og tortryggni sem einkennt hafa íslensk stjórnmál og umræðu í samfélaginu um nokkurt skeið. Athygli vekur að síðastgreinda setningin er orðrétt upp úr stjórnarsáttmála ríkisstjórnar- innar. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins ættu því ekki að eiga erfitt með að styðja tillögu samstarfsflokka sinna í þetta sinn. Skoðanafrelsi Bænda- samtakanna Greint var frá því í gær að Bændasamtökin hefðu lánað Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, húsgögn í nýtt húsnæði samtakanna. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar, lét hafa eftir sér að honum þætti lánið afar óeðlilegt, þar sem Bændasam- tökin nytu stuðnings ríkissjóðs. Erna Bjarnadóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, tók spurningar blaðamanns Vísis um málið fremur óstinnt upp og spurði hann hver fréttin væri, hvað væri fréttnæmt og hvort félagar í Blaða- mannafélaginu væru búnir að slá eign sinni á tjáningarfrelsi í landinu. Samtökin hefðu skoð- anafrelsi og mættu styrkja þá sem þeim sýndist. Þá taldi Erna fulla ástæðu til að kannað yrði hverjir styrktu samtökin Já Ísland í kjölfar þess að Bændasamtökin styrktu Heimssýn. fanney@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.