Fréttablaðið - 18.03.2014, Side 22

Fréttablaðið - 18.03.2014, Side 22
KYNNING − AUGLÝSINGSvanurinn ÞRIÐJUDAGUR 18. MARS 20144 ÁNÆGÐ MEÐ SVANINN Svanurinn er opinbert um- hverfismerki Norðurlandanna. Strangar kröfur tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Gerð var könnun er varðar Svaninn á síðasta ári. Þegar þátttakendum var sýnt Svansmerkið þá þekktu 77% merkið í sjón. Frá árinu 2008 hefur þetta hlutfall breyst mikið en þá sögðust aðeins 23% þekkja merkið. Þegar þátttakendur voru beðnir um að nefna fyrsta um- hverfismerki sem þeim dytti í hug þá nefndu 42% Svaninn, aðeins 2% nefndu önnur merki og aðrir gátu ekki nefnt neitt merki. 43% aðspurðra sögðust jákvæðari í garð þeirra fyrirtækja sem kaupa umhverfisvottaðar vörur og þjónustu í sínum rekstri. Þegar þátttakendur voru spurðir hvort þeir treystu yfirlýsingum um um- hverfiságæti vöru ef varan er með Svaninn svöruðu 41% því játandi. Það er töluvert hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndunum en þar er meðaltalið 21%. Könnunin var framkvæmd af MMR á Íslandi. Þátttakendur voru á aldrinum 15-74 ára og fengust svör frá 598 á Íslandi. Mörg íslensk fyrirtæki eru nú Svansvottuð og Svansmerktar vörur má nú finna í auknum mæli í verslunum. SVANSMERKT FYRIR BÖRN Svansmerktar vörur eru sjálfsagt val fyrir foreldra því sett eru sérstaklega ströng viðmið á vörur sem ætlaðar eru börnum, svo sem bleiur, leikföng, fatnað og hreinlætisvörur. Börn eru viðkvæmari fyrir áhrifum ýmissa óæskilegra efna sem notuð eru við framleiðslu og því er notkun þeirra lág- mörkuð. Gerðar eru mjög strangar kröfur um hráefni í Svans- merktum bleium og ekki má nota krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi eldvarnarefni á leikföng. Fatnaður skal vera úr lífrænt ræktuðum eða sambærilegum trefjum og Svans- merkt sólarvörn, tannkrem og sápa, sem er ætluð börnum, má ekki innihalda ilmefni. Svansmerktar vörur eru því með þeim öruggustu í sínum vöruflokki. Heimild: Umhverfisstofnun (ust.is) LEIKIÐ VIÐ SVANHILDI Eitt af því skemmtilegasta sem mörg börn vita er að lita og föndra. Í þessu skemmtilega Svanshefti gefst börnum einmitt tækifæri til að leysa ýmis verkefni sem innihalda fróðleik, þrautir, litasíður, spil og krossgátur, og fræðast um umhverfið með frú Svanhildi. Upplagt er að prenta þetta fallega hefti út, skoða með börnunum og fræða um um- hverfisvernd og náttúruna. http://www.svanemerket.no/ PageFiles/1030/Svanhild%20 hefte_web.pdf UM HVE RFISMERKI Prentsmiðja 141 912 VIÐ ERUM ORÐIN GRÆN Góður árangur í umhverfismálum er forgangsmál hjá prentsmiðjunni Litrófi og því til staðfestingar hefur fyrirtækið fengið opinbera vottun Svansins. Kröfur Svansins fyrir prentsmiðjur eru mjög strangar, sérstaklega hvað varðar efnanotkun. Við leggjum einnig áherslu á vali á umhverfisvænum eða endurunnum pappír, að magn afskurðar sé haldið í lágmarki og öll önnur svið starfseminnar falli að kröfum um umhverfismál vottunarinnar. Svansmerkið er ánægjulegur vitnisburður um samtakamátt í umhverfismálum Litrófs og augljós ávinningur fyrir viðskiptavini í innkaupum á vistvænum forsendum. Komdu í lið með okkur. Vatnagörðum 14 | 104 Reykjavík | Sími 563 6000 | litrof.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.